Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 14
Brúðhjónin og vinir þeirra taka sér stöðu fyrir framan dyr vígslusalarins
og bíða eftir að opnað sé.
Félagi Vorosjilova, forstöðukona
Hjónabandshallarinnar í Moskvu. Hún
gefur að meðaltali saman fimmtíu
hjón á dag.
Að hjónavígslunni lokinni er brúðkaupsveizla haldin í heimahúsum, og þá
bregður veizlufólkið sér gjarnan út á stéttina fyrir utan blokkina og fær sér
snúning.
Stundum er Rússland ennþá
talið með kristnum, nánar til-
tekið orþódoxum löndum, en
það er fjarri réttu lagi. Síðan
bolsévikkar tóku völd í landinu
hafa yfirvöldin markvisst unnið
gegn trúarbrögðum, og nú á dög-
um er óhætt að fullyrða að mik-
ill meiri hluti landsmanna sé
guðlaus með öllu.
í samræmi við það giftir rúss-
neskt fólk sig yfirleitt á borg-
aralega vísu. f Moskvu er það
gert í sérstakri þar til gerðri
miðstöð, sem gengur undir heit-
inu Hjónabandshöllin. Forstöðu
stofnunarinnar hefur á hendi
kona að nafni Vorosjilova. Dag-
ur hennar er oft erfiður, því að
hún gefur saman um fimmtíu
hjón á dag að meðaltali. „Messu-
klæði“ hennar eru látlaus, grár
einkennisbúningur og rautt og
blátt orðuband með hamars- og
sigðarmerki yfir öxlina. Mest er
venjulega að gera um helgar. —
Hver hjónavígsla tekur að með-
altali fimm hundruð fimmtíu og
fimm sekúndur, ef allt gengur
snurðulaust. Þessi tími sundur-
liðast þannig:
Bið í forsal: 118 sek.
Leikinn brúðkaupsmars í : 28 sek.
Ræða forstöðukonu: 210 sek.
Undirritanir: 50 sek.
Hringar uppsettir: 34 sek.
Koss: 3 sek.
Opinber formsatriði: 20 sek.
Farið inn í kampavíns-
herbergið: 10 sek.
Lj ósmyndakossar: 43 sek.
Aukamyndir: 15 sek.
Brottför: 24 sek.
Þessi tímatafla stenzt þó því
aðeins að engar snurður hlaupi
á þráðinn. En margt getur vald-
ið töfum og truflunum. Einhver
brúðurin getur átt í vandræðum
með eitthvert klæðisplagg, sem
hún er óvön að bera, myndavél
ljósmyndara embættisins getur
bilað eða þá brúðguminn týnt
brúðinni í þrengslunum. Þegar
eitthvað svoleiðis skeður stöðv-
ast allt apparatið, allt verður að
bíða, forstöðukonan og segul-
bandið með brúðkaupsmúsíkinni
meðtalið, unz hafzt hefur upp á
réttu brúðinni. Þegar það hefur
tekizt, er hjónaefnunum lesinn
texti stundarinnar: „Samkvæmt
reglugerð hins sósíalíska sam-
bandssovétlýðveldis Rússlands
um hjónaband og fjölskyldu, og
samkvæmt ósk ykkar, vina og