Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 30
Ráðgátan Greta Garbo Framhald af bls. 11 látin leika stúlku af sænskum ættum, Önnu Christie, í sam- nefndri sögu eftir Eugene O' Neill. Að vísu voru meinbugir á þessu, Anna Christie var vænd- iskona. Það var ekki beint ákjós- anlegt hlutverk fyrir þessa gyðju fegurðarinnar. Eða var það? En það þýddi ekki að vera með vangaveltur, það varð að hrökkva eða stökkva, og 14. marz árið 1930 talaði Greta Garbo í fyrsta sinn af kvikmyndatjald- inu. Frumsýningin var í Capitol í New York. Leikstjórinn, Clarence Brown kom því svo fvrir að Greta Gar- bo kom ekki fram í myndinni fyrr en nokkuð var liðið á, en þá opnuðust dyr á hafnarknæpunni, þar sem stóð: „Fyrir konur“ og Greta Garbo kom í ljós. Hún var i pilsgopa, peysu, með kraga upp í háls. Hún er þreytuleg og held- ur á slitinni ferðatösku. í heila mínútu, og það er töluverður tími i kvikmynd, segir hún ekki nokkurt orð. Svo setur hún frá sér töskuna, gengur að einu borð- inu og hnígur niður á stól. Þjónn- inn kemur til hennar. Svo heyr- ast fyrstu orð Gretu Garbo frá kvikmyndatjaldinu -það er eig- inlega ekki hægt að þýða þau): „Gimme a whisky. Ginger ale on the side“. Þegar þjónninn gengur í burtu, kallar hún á eft- ir honum: „And don'be stingy, ba-be!“ Áhrifin voru snögg, — næstum lamandi A þessu augnabliki töfraði Greta Garbo áheyrendur með röddinni, eins og hún hafði áður töfrað áhorfendur með fegurð- inni. „Picture Play“ skrifaði: — „Röddin sem skók heiminn! Það var auðvitað Garbo, en þótt ég ætti lífið að leysa, þá veit ég ekki hvort það var baryton eða bassi. Þessi rödd heyrðist fyrst í „Anna Christie", og það er eng- in henni lík, það var rödd Gretu Garbo.“ Annar gagnrýnandi sagði: „Rödd hennar er djúp, lág, kontraalt, og hefur allt til að bera sem hæfir töfrum þess- arar frægu, sænsku stjörnu, og slær því enn föstu að hún er og verður fremst allra kvikmynda- leikara." En Greta Garbo var ekki sjálf á sama máli. „Er þetta ekki hræðilegt?" hvíslaði hún, þegar hún sá myndina í fyrsta sinn, með sænskum vini sínum. „Hef- ur nokkur Svíi komið þannig fram?“ Greta Garbo hafði lengi haft það I huga að leika „Heilaga Jó- hönnu“, en eftir mikla umhugs- un hætti hún við það áform, þótt MGM hefðu fullan hug á að gera myndina. Hún hafði meiri áhuga á að leika „Dorian Grey“, eftir skáldsögu Oscars Wilde. Hana hafði lengi langað til að leika eitthvert hiutverk í karlmanns- fötum. Það voru margir sem höfðu hug á að kynnast Gretu Garbo, og meðal þeirra var Leopold Stokowski, hinn frægi hljóm- sveitarstjóri Philadelphiu sym- foníuhljómsveitarinnar, sem þá var farinn að koma fram í kvik- myndum (100 menn of ein stúlka). Gegnum Anitu Loos (sem sagði að karlmenn væru hrifnastir af ljóshærðum stúlk- um, en kvæntust þeim dökk- hærðu) kynntust þau. Hann varð strax mjög hrifinn af Garbo og lét það óspart í ljós. Greta hreyfst með, og það varð til þess að þau fóru hina marg umtöluðu ferð til Ítalíu. Þessi ferð þeirra var eiginlega líkari flótta, því að blaðamenn og ljósmyndarar eltu þau á blygðunarlausan hátt. Þetta var að mörgu leyti Stokowski að kenna, því hann var ekki eins þögull og Greta og atvikin urðu oft hlægileg. Hann sagði t. d. að örlög þeirra væru ráðin af æðri máttarvöldum. Hann líkti þeim við Cosimu og Richard Wagner, og stakk upp á því í fullri al- vöru að kvikmynd yrði gerð, þar sem þau léku „Tristan og Is- olde“. Þetta kom auðvitað aldrei til greina, því hvorugt þeirra hafði söngrödd. En þetta samband end- aði á þann hátt, að þegar þau komu aftur til Ameríku kvænt- ist Stokowski Gloriu Vanderbilt og Greta Garbo sneri aftur til kvikmyndaveranna. . . . ☆ Margir viltir fóru Framhald af bls. 19 ir menn. Finnst þér þetta hafa breyzt?“ „Nei. Ég er það heppinn að ég get ekki sagt að ég hafi kynnzt öð:ru en góðum mönnum á lífs- leiðinni, að vísu misjafnlega góðum. Til voru menn sem mann fýsti ekkert að hafa mikil sam- skipti við, en það sannar ekkert að þeir hafi verið vondir menn. Það gat alveg eins legið mín megin. En allur fjöldinn var þannig að maður sóttist eftir því að þekkja þá og vildi viðhalda kynningunni löngu eftir að mað- ur hætti á sjónum. Suma þessa menn, þá sem enn eru á lífi, hitti ég enn, alltaf öðru hvoru, en þeir eru bara svo iskyggilega margir farnir.“ „Nú hefur þú sennilega verið á sjó í Halaveðrinu árið 1925, eða varstu í landi þá?“ „Nei, ég var nú á sjónum, og á því skipinu sem brotnaði mest, Hilmi frá Reykjavík, með Pétri Maack skipstjóra. Það er eigin- lega ekki hægt að lýsa því, það ná engin orð yfir veðrið meðan það var verst. Það var 18—20 stiga gaddur og sjórinn fauk um allt eins og lausamjöll. Við fór- um nú ekki að brotna neitt að ráði fyrr en tekið var að lægja á ný, á sunnudeginum, en það var einn sjór sem mölvaði allt sem brotnað gat ofanþilja. Bát- arnir fóru, bátadekkið, mastrið, stýrið og yfirleitt allt saman. Þetta var kulsjór sem kom á skipið bakborðsmegin, og þeir sögðu mér strákarnir í brúnni að þeir hefðu ekki látið sér detta annað í hug en að sjórinn dytti bara yfir skipið. Já, þetta var ægilegt, en Hilm- ir var seigur, og allt fór vel í lokin. En þegar maður hefur lent í svona nokkru, þá vill mað- ur helzt sem minnst tala um það. Og það varð ekkert vart við að mannskapurinn væri hræddur.“ „En hvenær hættir þú svo á sjónum?“ „Nítján hundruð þrjátíu og átta. Þá varð ég að hætta. Auð- vitað ætlaði ég alltaf aftur, en drengirnir mínir, sem þá voru orðnir stálpaðir, harðneituðu. Og í rauninni var maður á sjónum meira af nauðsyn en löngun, og hafi ég einhvern tíma verið not- hæfur til sjós, sem hlýtur eigin- lega að vera, þvi mér hélzt pláss svona lengi, þá var það vegna þess að ég lagði mig alltaf fram við að læra hvert verk á dekk- inu. Ég var orðinn bátsmaður undir lokin, og ég get ekki sagt annað en að það hafi komið mér að góðum notum hér, hvar ég hef verið síðan 1941. En ég er nú orðinn svo gamall að ég verð að fara að hætta.“ Jón Sigurðsson er orðinn sjö- tíu og fjögurra ára, sem er tölu- vert langur tími, en hann ber það ekki með sér. Hann er hress og sáttur við tilveruna — hann hefur aldrei kynnzt neinu nema góðum mönnum, en eins og sjá má af þessari ferskeytlu sem Jón orti fyrir mörgum árum, er lífsspeki hans einföld og góð: Sjálfsaet fækka mundu mein, meira ljós af degi, ef við tækjum alltaf stein annars manns úr vegi. ó. vald. Crosby . . . Framhald af bls. 28 alvarlegustu eftir David Crosby og þau, sem mestu lukku vekja, dæg- urflugurnar, eftir Graham Nash. Svo hefur farið, sem marga grun- aði, að í þessari hljómsveit eru þeir félagar vinsælli en nokkru sinni fyrr. Verður því ekki annað séð en að sú hugsjón þeirra að losna und- an fargi stjörnudýrkunar og til- beiðslu sé að engu orðið. Og kannski er það hreint ekki svo súrt epli að bíta í, þegar allt kemur til alls. 30 VIKAN 52-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.