Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 4
Engum er illt of gott, ef hann vill sjálfur hafa. íslenzkur málsháttur. 0 fólk í fréttunum Gina Lollobrig-ida er kunn að óþolinmæði. Þegar hún dvaldist í Hollywood við upp- töku á mynd einni, sendi hún símskeyti til framleiðandans. En upptakan á mynd- inni tafðist og dróst á langinn. Símskeyti leikkonunnar var svohljóðandi: — í lokasenunni á ég að leika 80 ára gamla konu. Ef upptakan gengur eins og hún hefur gert hingað til, endar það með því að ég get leikið hlutverkið án þess að sminka mig. Ein af hinum gömlu og góðu myndum Alfreds Hitchcocks var sýnd í sjónvarp- inu um daginn. Hún var eins og flestar myndir meistarans þrungin spennu og hæfilegum óhugnaði frá upphafi til enda. Og þegar allt kom til alls hafði hún boð- skap að færa, eins og nær allar myndir Hitchcocks, en myndin er samin, þegar hildarleikur seinni heimstyrjaldarinnar stóð sem hæst. Hitchcock er nú orðinn sjötugur, en heldur stöðugt áfram að framleiða kvikmyndir. Nýjasta mynd hans var frumsýnd nýlega, en hún er gerð eftir hinni frægu skáldsögu Leon Uris, Topaz, en úrdráttur úr henni birtist hér í Vikunni árið 1968 og skömmu síðar kom sagan í heild út á íslenzku. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að Hitchcock hefur fengið heldur laka dóma gagnrýnenda. Time hefur orð á því, að nú sé gamla manninum bersýnilega farið að förla. Rithöfundurinn André Malaux, sem einn- ig hefur haft afskipti af stjórnmálum og var um skeið ráðherra, er mikill aðdá- andi nútímamyndlistar. Eitt sinn fór hann á sýningu abstraktmynda í sýningarsal nokkrum í París. Fáir voru á sýningunni, en Malaux tók sérstaklega eftir rosknum hjónum, sem stönzuðu fyrir framan eina myndina, sem var alsett strikum í einni bendu. Maðurinn benti á myndina og sagði: — Bráðfalleg mynd! — Ef til vill, sagði konan, — en hvað á hún að tákna? Malaux, sem stóð við hliðina á þeim, heyrði að maðurinn sagði: — Það þarftu nú ekki að spyrja um, kona. Svona flækja og vit- leysa getur ekki táknað neitt annað en fimmta lýðveldið! Á sínum tíma þótti nokkrum háttsettum mönnum í Vatíkaninu Jóhannes páfi XXIII, vera um of fáorður, er hann kom opinberlega fram. Einn þessara manna var ennfremur svo djarfur að minnast á þetta við hans heil- agleika. — Finnst yður nokkuð til í þessari gagnrýni, spurði hann varlega. — Kæri vinur, svaraði páfinn. — Það er miklu mikilvægara fyrir mann í minni stöðu að geta þagað heldur en að tala! 12 ára gömul og nýgift! Angelina Lombardo var aðeins 10 ára þegar Pippo Buscemi, 18 ára gamall tónlistarnemi, hitti hana fyrir utan skólann sem hún sótti í San Gregorio fyrir utan Catania á Sikiley. Tókst með þeim slíkur kærleikur að nú, tveimur árum síðar, eru þau harðgift! Lágmarksaldur fyrir stúlkur á Ítalíu sem vilja ana í það heil- aga, er fjórtán ár, en unga par- inu tókst, þrátt fyrir mótmæli foreldra, að sannfæra dómstól- ana um að þau væru á réttri braut. Og það var sjálfur borg- arstjórinn í San Gregorio sem framkvæmdi vígsluna. Brúðurin hefur nú hætt í skóla og hamast allan daginn við heim- ilisverkin; hún hefur sem sé gef- ið dúkkunum frí! Brúðguminn hefur lokið námi og kennir (í einkatímum) til að drýgja heim- ilistekjurnar, og að auki fá þau fjárhagslegan styrk frá f jölskyld- um sínum. Kaþólska kirkjan hef- ur enn ekki lagt blessun sína yfir fyrirtækið en þau Angelína og Pippo hafa engar áhyggjur af því; segja það koma með tíð og tíma og þá gifta þau sig á nýjan leik — fyrir framan prest- inn á staðnum. Friður er þá aðeins á heimilum manna, þegar börnin eru of stór til að öskra á nœturnar, en of lítil til að fá lánaðan bíl- inn. Bernadetta í bíó Það er algjör óþarfi að vera að kynna Bernadette Devlin nokk- uð nánar; hún er „Lady Castro“ þeirra á Norður-írlandi. Nýlega gaf hún út ævisögu sína, sem hún kallar , The Price of my Soul“, og hefur hún hlotið svo góðar viðtökur að ákveðið hefur verið að gera kvikmynd um hana. — Ekki mun þó ætlunin að ungfrú Devlin leiki sjálf í myndinni heldur er verið að reyna að fá annaðhvort Miu Farrow (sem á barn með beim André Previn er kemur hér á tónlistarhátíðina í sumar) eða Barbru Streisand. 4 VIKAN 5 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.