Vikan


Vikan - 29.01.1970, Síða 7

Vikan - 29.01.1970, Síða 7
slíkt fólk, að því er sagt er. En við ráðleggjum þér að hafa ekki áhyggjur af svona lögnðu. Stórt nef þarf alls ekki að vera ljótt. Þvert á móti getur það farið vel og verið myndarlegt Fegnrðin er ekki endilega bundin við það sem er lítið og- nett, allra sízt á okk- ar dögum. Smekkur manna hef- ur einmitt breytzt mikið í seinni tíð hvað útlit fólks snertir. Það sem áður þótti fínlegt og fallegt og lítið og nett þykir nú ekki eins eftirsóknarvert og áður, enda verður maður fljótt leiður á „sætri“ fegurð. Við lesum það út úr skriftinni, að þú sért hæði falleg og myndarleg — og nefið alls ekki til lýta! Æsingur Komdu sæll og blessaður Póst- ur minn' Eg er ein af mörgum lesend- um þínum og á við vandamál að stríða eins og aðrir, sem leita til þín. Ég er 17 ára og er með svo voðalega stór brjóst. — Er ekki hægt að láta minnka þau? Mér líður svo illa að vera með svona stór brjóst. Svo glápa allir á mig. Svo er það annað; ég er svo kynæst. Ef ég er með strák eitt kvöld, þá hleypi ég honum of langt. É'g vill ekki verða neitt allra manna gagn, en ég get ekk- ert að þessu gert. Gefðu mér góð ráð — og enga útúrsnúninga. P.S. Hvernig er skriftin? Tobba. „Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir“, segir gamall málsháttur. En gamanlaust mun vera hægt að ráða hót á þessu með hormóna- gjöfum, svo að við ráðleggjum þér að leita til góðs kvenlæknis. Hann mun auðveldlega bæta úr þessu — og þú þarft ekkert að blygðast þín, því þetta mun síð- ur en svo einsdæmi. — Taktu þvf með stillingu, Kristján, þetta er bara einn af þessum nýju kvöldbúningum. Við unga fólkiö Kæri Póstur! Nýlega gekkst Æskulýðsráð Reykjavíkur fyrir myndarlegri sýningu í Tónabæ, þar sem kynnt var starfsemi ýmissa æskulýðs- félaga og klúbba í höfuðborg- inni. Kenndi þar margra grasa — og ætti þessi sýning að hafa afsannað í eitt skipti fyrir öll þá kenningu, sem að vísu er nokk- uð fáheyrð orðin, að æska lands- ins gangi iðjulaus alla daga. Var þessi sýning öllum sem að henni stóðu til mikillar fyrirmyndar og mikil hvatning til frekari dáða. Æskulýðsráð Reykjavíkur er nú hartnær 15 ára gömul stofn- un og hefur unnið mikilsvert starf á þessum árum. Samt er það nú svo að alltaf hefur mér fund- izt meira af „nei-um“ en „já-um“ í sambandi við starfsemi ráðsins og því hefur það aldrei virkilega náð til þeirra sem það á að ná til. Ástæðan er vafalaust sú að unga fólkið á svo hverfandi lít- inn þátt í starfsemi og skipulagn- ingu ráðsins sjálfs, enda er það pólitískt skipað sem flest annað á þessu feðranna Fróni. Enn sem komið er á æskan sjálf engan fulltrúa í ráðinu, en komið hef- ur til tals að fá hlutlausan áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi ráðsins! í spjalli við einn af starfs- mönnum Æskulýðsráðs fyrir skömmu kom fram sú hugmynd að stofna hér í Reykjavík „Borg- arstjóm unga fólksins". Yrði það að siálfsögðu að vera gert í fullu samráði og samvinnu við „al- vöruborgarstjórnina“ um leið og þess yrði vandlega gætt að eng- in pólitísk öfl réðu vali þeirra sem sæti tækju í þessari Borg- arstjóm unga fólksins. Vissulega er ekki hugmyndin að þessi „borgarstjórn" fari með öll málefni unga fólksins, heldur gæti sú sem situr sent henni ým- is æskulýðsmál til umsagnar og athugunar, og tekið álit unga fólksins (sem væntanlega væri laust við allar kreddur og flokka- drætti) til athugunar. Það hafa áreiðanlega komið fram verri hugmyndir í þessu sífellda þrasi okkar unga fólks- ins um að fá að taka virkan þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins. Valdi. Þetta er ef til vill ekki svo frá- leit hugmynd. Slík borgarstjórn unga fólksins yrði að sjálfsögðu einungis ráðgefandi og setrði fyrst og fremst álit sitt á þeim málefnum, sem snerta æskuna. Að minnsta kosti er hugmyndin þess virði, að tekið sé undir hana og vakin á henni athygli. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo lítinn að ég fæ varla nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf að kaupa eldspýtur, en þær misfarast með ýmsum hætti. En eld þarf ég að hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í einhvern af þessum ' Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari ;-v Adonis gas kveikjari Kmpress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 se:kúndur, og endist svo mánuðum skiptir. Og kveikjarinn — hann getur enzt að eilifu. RQNSON Einkaumboð: I. Gnðmundsson i Co. hf. 5. tbi. vnCAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.