Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 18
ANNE BANCROFT Anne Baneroft var mjög ung þegar hún ákvað að verða leikkona, og má í rauninni segja að hún hafi lært það í stofunni heima hjá sér við lestur sagna og leikrita. Síðan fór hún að leika í sjónvarpsþáttum og myndum og þaðan komst hún inn í kvikmyndimar. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í myndinni „Helen Kelier", og fyrir hana hlaut Anne Óskarsverðlaunin. Síðar fékk hún verðlaun brezku kvik- myndaakademíunnar, sem bezta út- lenda leikkonan i myndinni „The Pumpin Eater". „The Graduate" er fyrsta mynd Anne í tvö ár, en með þessari mynd, hefur hún sýnt að hún er leikkona i fremstu röð. Benja:mín Braddock útskrifað- ist frá litlum háskóla á austur- ströndinni bjartan og fallegan júnídag. Svo flaug hann heim. Kvöldið eftir héldu foreldrar hans honum samkvæmi. Klukk- an átta voru flestir gestirnir komnir, en Benjamín var ennþá uppi í herberginu sínu. Faðir hans kallaði upp til hans, en fékk ekkert svar. Loks hljóp hann upp og gekk að herbergi sonar síns. — Ben? sagði hann og opnaði dyrnar. — Ég kem niður á eftir, svar- aði Benjamín. — Ben, gestirnir eru allir komnir. Þeir sitja niðri og bíða eftir þér. — É'g sagði að ég kæmi seinna. Hr. Braddock lokaði dyrunum að baki sér. — Hvað er að? sagði hann svo. Benjamín hristi höfuðið og gekk út að glugganum. — Hvað er að, Ben? — Ekkert. — Nú, af hverju kemur þú þá ekki niður og heilsar upp á gest- ina þína? Benjamín svaraði ekki. — Ben? — Pabbi, sagði hann og sneri sér við, — ég er að hugsa núna. — Um hvað? — Bara hitt og þetta. — Geturðu ekki sagt mér hvað það er? — Nei. Hr. Braddock starði á son sinn í nokkur augnablik, leit síðan á úrið og þá aftur á Benjamín. — Ben, vinir okkar eru þarna niðri. Vinir mínir og vinir móð- ur þinnar. Þú verður að vera kurteis. — Segðu þeim að ég verði að fá að vera einn í augnablikinu. — Hr. Robinson er úti í bíl- skúr að skoða nýja sportbílinn þinn. Farðu niður og renndu með hann einn rúnt eða svo. Benjamín fór í vasann og dró upp tvo glansandi lykla. — Hérna, sagði hann. — Hvað? — Láttu hann hafa lyklana. Hann getur keyrt bílinn sjálfur. — En hann langar til að hitta þig. — Já, en mig langar ekki að hitta hann alveg strax. Mig lang- ar hvorki til að sjá hann né nokkurn ar.nan Robinson. Mig langar bara ekki til að sjá einn eða/ neinn á meðan ég er að hugsa. — Ben, hr. Robinson og ég höfum verið með sameiginlega lögfræðiskrifstofu hér í borginni DIISIM HOFTMAN Þaö er ekki hægt að segja annað en að Dustin Hoffman hafi hafið feril sinn sem kvikmyndaleikari á toppin- um. Þessi kvikmynd var fyrsta mynd hans, og eru menn sammála ura að það hafi verið mikið tjón að hann skuli ekki hafa verið uppgötvaður fyrr. Hann hafði leikið í nokkrum leikrit- um á sviði þegar Mike Nichols fékk hann til Hollywood til að reyna við Benjamín Braddock í myndinni „The Graduate". Dustin var svo tauga- óstyrkur að jafnvel Nichols missti vonina um að hann yrði nothæfur leikari. En hann var útnefndur sem mögulegur Óskarsverðlaunahafi fyrir frammistöðu sína í myndinni. 18 VIKAN 5-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.