Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 6
 GEFJUNARGARN ^Tízkan í dag Forsyte í annað sinn Kæri Póstur! Áður en ég kem að efni bréfs míns, langar mig til að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, sér- staklega allar framhaldssögurn- ar, því að ég fylgist með öllum framhaldssögum í öllum blöðum, sem ég get komizt yfir. Mér þótti sérstaklega góð hjá ykkur sagan „Fjarri heimsins glaurni" eftir Thomas Hardy. En hvenær verð- ur myndin sýnd í Gamla bíói eins og tilkynnt var svo ræki- lega? Ég bíð spennt eftir henni o'T aetla svo sannarlega að bregða mér í bíó, þótt ég sé löngu hætt því, s’'ðan ég fékk mér blessað S’ónvarpið. Einnig lízt mér vel á söguna „Hringur soldánsins“, sem nú er í gangi. Hún er anzi spennandi, en það þurfa fram- haldssögur svo sannarlega að vera, ef maður á að endast til að fylgjast með þeim. En nóg um það, og nú kem ég að efninu: Mig langar til að biðja þig, Póstur minn, að koma þeirri hugmynd minni á framfæri, að Saga Forsyteættarinnar verði endursýnd í sjónvarpinu. Ég held, að allir geti verið sammála um, að þar sé um að ræða lang- bezta efnið sem komið hefur í sjónvarpinu frá því að það hóf göngu sína. Þessi saga er svo vel gerð og vel leikin, svo ljóslif- andi, að hreinasta unun var að horfa á hana. Ég lét engan hluta hennar fara framhjá mér, en hins vegar veit ég um marga, sem misstu úr einn og einn þátt af óviðráðanlegum orsökum. — Þetta fóik mundi fagna endur- sýningu myndarinnar og jafnvel fólk eins og ég sem sá hvern einasta þátt (og hefur meira að segia lesið bókina líka) mundi með glöðu geði horfa á hana alla aftur. Ég hef ekki verið eins ánægð með þau framhaldsleikrit, sem á eftir komu. Reyndar er ekki við því að búast, að margar sög- ur tafnist á við Forsyte-ættina, s->mt hefðj áreiðanlega mátt v^lja betri sögur. Mér finnst til dæmis hið mesta óráð að fara að sýna Oliver Twist, að þeirri ágætu sögu þó ólastaðri. Hana befa laneflestir lesið og að auki séð kvikmvndina. Það líf sem þar er lýst er vafalaust raun- verulegt og sannleikanum sam- kvæmt, en það er svo óeeðfellt og á köflum ómannúðlegt, að maður getur ekki haft ánægju af að horfa á það aftur og aftur. Sá er hins vegar kosturinn við Sögu Forsytanna, að allt andrúmsloft hennar er svo heillandi, að mað- ur vill fá að lifa og hrærast í því sem lengst. Að svo mæltu slæ ég botninn í þetta fátæklega bréf mitt og endurtek áskorun mína: Biðjið sjónvarpið að sýna aftur söguna um Forsyte-ættina. Því verður fagnað af öllum landsmönnum. Með beztu kveðjum. Ó. S. Einmitt um bessar mundir er | verið að svna Söfru Forsyteætt- '"•mne.r í f’órði sinn í brezka si-inv-’'T>ir>u o<r aetti bað að vera næffi!“rur mæHkvarði á vinsæld- ir hennar. Þetta mun vera vin- sælasta siónvarpsefni, sem nrvirr-i cínni hefur verið fram- í heiminum, svo að það lfo—»nr «np-um á nvarf. hótt fnik vit'i Uorfa á h?ð aftnr oe aftur. vi* knmnm hér með þessari ásknrun á framfæri, ef hún skvldi v»ra framkvæmanleg af f'árha>rsi''<rum ástæð”m. Fpimni n" Elsku Póstur! Þannig er mál með vexti, að ég hef svc óskaplega mikla minnimáttarkennd og er að auki dálítið feimin. Elsku Póstur! — Hvað á ég að gera til að losna við þetta? Ég vil helzt enga út- úrsnúninga. Ein í vandræðum. P.S. Vonast eftir svari fljótt. Hvernig er skriftin? Feimni og minnimáttarkennd eru algengir fylgifiskar gelgjuskeiðs- ins. Og oft er það svo, að þeir b’ást mest af þessum ófögnuði, sem sízt hafa ástæðu til þess. Það er ekkert ráð til við þessum leiðu kvillum. Hver og einn verður að sierast á þeim upp á eiein spýt- ur. En ef til vill er það nokkur huegun, að bú ert síður en svo -'ina mann»skian, sem þjáist af f"imni ng minnimáttarkennd. — iwp.ira að see;a beir. sem mest láta á sér bera og virðast baf? m°st síá'fsálit, eru oft dauð- ' feimnir og óöruggir, þótt þeir Iáti rkki á bví hera. Vertu því boru- þrntt og upnlitsdjörf og segðu stöðugt við s;álfa big: Ég þarf ohki að sk»mmast mín fyrir ! — Skriftin þín er áeæt. cvnw'íí pftir nótum Kæra Vika! Mi« langar til að biðja þig um upnlýsingar Hvert er hæet að snúa sér. ef maður hefur áhuga á að læra dægurlagasöng eða 6 VIKAN 7 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.