Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 37
að hún væri sætust. Hann, sem var verstur allra ræn- ingja og drykkjurúta, og gat stjórnað skipi i ofsaroki, vissi ekki, hvernig hann átti að haga sér gagnvart þessari stúlku, sem var jafn óreynd og hann var reyndur og vit- ur. Þau hittust aðeins tíu sinnum og kysstust i mesta sakleysi. Hann þóttist viss um, að hún elskaði sig. Að minnsta kosti elskaði hann liana, og minningin um Hay- dee var honum alltaf Ijúf. Flóra liafði elcki gleymt því, að faðir Jacks var rit- höfundur, og kvöld eitt sýndi hún Jack eitt eintak af hlað- inu „San Francisco“ og hvatti hann til að taka þátt í samkeppni um beztu rit- gerðina. Jack ákvað að lýsa ævintýri, sem hann hafði lent í á „Sophie Sutherland“ og settist niður við eldhús- horðið. Hann fékk fyrstu verðlaun — 25 dollara. önn- ur og þriðju verðlaun fengu stúdentar frá California- og Stanford-háskólunum. í „San Francisco Call“ stóð með ritgerðinni; „Það undraverðasta er, hvað hinn ungi listamaður hefur mikla liæfileika til að skilja atburð- ina og lýsa þcim.“ Spámann- leg orð! Jack settist aftur niður til að skrifa nýja sjómanna- sögu. En „San Francisco Call“ tók ekki skemmtisög- ur, og ritstjórinn sendi liand- ritið til baka. Hefði Jack haldið áfram að sjá fyrir fjölskyldunni, eins og hann gerði, þegar hann var 14 ára, hefði hún komizt ágætlega af, en nú fékk hann Flóru peningana, og hún trassaði að borga húsaleiguna. svo að f jöl- skyldan varð að flytja. Jack komst að þeirri nið- urstöðu, að hann gæti ekkert gert á meðan hann væri ekki faglærður. Þess vegna ákvað hann að læra einhverja handiðn. Það leit út fyrir, að raffræðingar ætluðu að hafa nóg að gera og þar af leið- andi sneri hann sér til raf- magnsverkfræðings eins, sem vann við sjxirvagnana, og sagðist ekki vera hræddur, þó að vinnan væri erfið. Verkstjórinn setti hann í UÐIÐ OG ÞURRKID FITUBLETTIR OG ÓHREININDI HVERFA. Á ALLA FLETISEM MÁ ÞVO. FRIGG 7.tbL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.