Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 46
EINHVER sögulegasti knatt- spyrnuleikur, sem háður var á liðnu ári, var síðari úrslita- leikur í heimsmeistarakeppni félagsliða, sem haldinn var í Argentínu. Þar mættust tvö af sterkustu liðum heims, Milan írá Ítalíu og Estudi- antes frá Argentínu. Fyrri leikurinn hafði farið fram á Ítalíu og lauk með sigri Mil- an 3—0. Það mátti því búast við að eitthvað hitnaði í kolunum í síðari leiknum, enda mikið í húfi fyrir Suður-Ameríku- menn og þeir að auki á heimavelli. Þeir þurftu að sigra með meira en þriggja marka mun til þess að vinna keppnina. En líklega óraði engan fyrir, að harkan í leiknum yrði eins og raun varð á. Milan skoraði fyrsta markið, eftir að framvörður hafði leikið snilldarlega á markvörð Estudiantes, Al- berto Poletti. Markvörður- inn missti gersamlega stjórn á skapi sínu við þetta og hrækti framan í framvörð- inn. Og landi hans, Suarez, nefbraut viljandi með oln- bogaskoti hinn fræga knatt- spyrnumann, Nestor Com- bin, sem er af frönsku bergi brotinn, en fæddur í Argen- tínu og leikur nú með Milan. Combin lá á eftir í blóði sínu, eins og sjá má á tveim- ur myndum hér að neðan. Margir höfðu orð á því, að varla hefði verið hægt að kalla þennan blóðuga leik knattspyrnu, og sá orðrómur breiddist út daginn eftir, að Argentínumenn hefðu verið undir áhrifum eiturlyfja. — Leiknum lauk með sigri heimamanna, 2—1, en Milan vann keppnina með hagstæð- ari markatölu úr báðum leikjunum, 4—2. Blóðugur úrsliíaleikur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.