Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 44
svo, — ég cr svo þreyttur að ég get ekki hugsað. — Geturðu ekki sagt mér hvert þú fórst? -—■ Norður, sagði Benjamín um leið og hann lagðist í stigann og lokaði augunum. -—- Hversu langt norður? — Ég veit það ekki. Redding, kannske. Einhver svoleiðis borg. — Það er einmitt þar sem skógareldurinn er. Þú hlýtur að hafa séð eldinn, ha? Frú Braddock kom í ljós, í- klædd náttslopp og með hárið fyrir andlitinu. — Ben? sagði hún, — ert þetta þú? — Halló mamma, sagði hann án þess að opna augun. — Er allt í lagi með þig? — Já. — Hvernig var? — Mamma, ég hef aldrei á ævinni verið svona innilega þreyttur. — Hann segist hafa farið til Redding, eða þar í kring, sagði faðir hans. — Pabbi, ég hef ekki sofið í nokkra daga og hef ekki étið neitt síðan í gær, svo ég er hreint og beint að lognast út af. — Þú hefur ekki borðað? sagði móðir hans og tók andköf. — Nei. — Ég skal útbúa þér eitthvað strax. — Bíddu, sagði Benjamín og reisti höfuðið frá stiganum, — ég er svo þreyttur að ég get ekki... En frú Braddock var þegar far- in inn í eldhúsið. — Komdu aðeins hérna inn í stofuna, sagði herra Braddock. — Þú skalt komast beint í rúmið eftir að þú hefur fengið þér mat- arbita. / Benjamín staulaðist niður stig- ann og elti föður sinn inn í stof- una. Hann henti sér á sófann. — Jæja þá, sagði herra Brad- ock, — nú gefur þú skýrslu. Benjamín hallaði höfðinu aft- ur á bak og lokaði augunum. -—■ Hvað um peninga . . . leyst- ir þú ávísunina mína út? — Nei. — Nú, hvað skeði? Fékkstu vinnu? — Já. — Hvers konar vinnu? — Pabbi... . — Láttu ekki svona, Ben, ég vil fá að vita þetta. — Benjamín andvarpaði. — Eg barðist við skógareld. — Skógareldinn þarna upp frá? Þú varst í því? — Akkúrat. — Hvað, það er þarna rétt hjá Shasta. Þú hefur verið í Shasta! Það er alveg dýrlega fallegt þar, ha? Benjamín kinkaði kolli. — Hvernig er svoleiðis vinna borguð? — Fimm á tímann. — Fimm dollara á klukku- stund? — Einmitt. — Hvað, þeir láta þig fá tæki og svo verður þú bara og reynir að slökkva eldinn, ha? Benjamín kinkaði kolli. — Hvað um Indíánana? Ég las einhvers staðar að þeir hefðu flutt hingað Indíána frá Arizona. Indíána sem eru sérfræðingar í því að slökkva skógarelda. Sástu þá? — Ég sá Indíána, já. Herra Braddock hristi höfuðið. — Þetta er eitthvað sem varið er í, sagði hann. — Og hvað skeði meira? Benjamín svaraði ekki. — Þú hefur ekki verið í nein- um vandræðum að fá far? — NeL — Nú. hvar bjóstu? — Á hótelum. Herra Braddock kinkaði kolli. — Sennilega hefur þessi ferð þín ekki verið svo galin eftir allt saman. Vannstu eitthvað annað en við eldinn? — Já. — Eins og hvað? — Pabbi, ég þvoði diska. Ég gróf skurði. Ég er orðinn svo þreyttur að ég er að verða veik- ur. — Talaðirðu við mikið af skemmtilegu fóiki? — Nei — Ha? — Ég talaði við nóg af fólki, en ekkert af því var virkilega skemmtilegt. — Ó, sagði faðir hans. — Tal- aðir þú við Ir.díánana? — Já, pabbi. — Tala þeir ensku? — Þeir reyna það. — Og hvað meira.... — Pabbi, þessi ferð var tíma- sóun og ég vildi helzt ekkert tala um þetta. — Nú? Hvers vegna segirðu það? — Það var ieiðinlegt. — Mér finnst það ekki hljóma leiðinlega að lenda í ævintýra- legum skógarbruna. — Það var ieiðinlegur bruni. í örstutta stund ríkti algjör þögn. — Geturðu ekki sagt mér svolítið meira um þetta? — Pabbi. . . . — Segðu mér eitthvað um fólkið sem þú hittir. — Langar þig til þess að vita eitthvað um það? — Auðvitað. Hvers konar fólk stanzaði til að taka þig upp í? — Hommar. — Hvað? —Það voru venjulega homm- arnir sem stönzuðu, sagði hann. — Ég myndi segja að ég hafi hitt svona fimm homma á dag. Ég varð að gefa einum á hann og stökkva út úr bílnum hans. — Kynviilingar? Er það það sem þú ert að tala um? — Hefur þú nokkurn tíma séð sótómiskan Indíána, pabbi’ — Ha? — Hefur sótómiskur Indíáni nokkurn tíma reynt við þig á meðan þú ert að varna því að fötin þín brenni utan af þér? Hr. Braddock starði á hann úr stólnum. — Kom þetta virkilega fyrir? — Já, og mér fannst það þess virði. Ég talaði við bændur, ég talaði við. . . . — Um hvað talaðir þú við bændurna? — Bændurna? — Já. — Heyskapinn. Hvað annað er hægt að tala um við sveitafólk- ið? — Hverja fleiri talaðir þú við? •—• Ég talaði við betlara. Eg talaði við fyllisvín. Ég talaði við hórur. — Hórur? — Já, pabbi, ég talaði við hór- ur. Ein þeirra stal af mér úrinu. — Það stal hóra úrinu þínu? — Já. — Þó varla i meðan þú varst að tala við hana? — Nei. Hr. Braddock leit niður. — Svo þú hefur . . . hefur . . . lagzt með hóru? — Já, ég got líka skrifað um nokkrar hórur í dagbókina um ferðalagið. — Fleiri en ein? — O, maður venst þeim. — Hversu margar? — Æ, ég man það ekki, sagði Benjamín og setti hendurnar fyr- ir augun. — Ein á hóteli, ein heima hjá henni og ein í bakher- bergi á einhvorjum bar. — Ert þú að segja satt? — Jú. og ein út í haga. — Haga? — Já. K'ukkan var að verða þrjú, eftir miðnætti og beljurn- ar voru labbandi allt í kring. - Ben, þetta er ekki gott. — Nei, það var ekki gott. — Þú ættir að komast til læknis. — Pabbi, ég er þreyttur. — Var það hún sem stal af þér úrinu? — Nei, það var sú á hótelinu. — Ben, sagði hr. Braddock, — ég veit ekki vel hvað á að segja við svona löguðu. Hvar hittirðu þessar stúlkur? — Á börum. — Og þær koma bara til manns. . . . ’ — Leyfðu m.ér sofa. — Ég reikna með að þú hafir drukkið töluvert í ferðinni? Benjamín kinkaði kolli. — Já, var það ekki, sagði herra Braddock. MIDA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 44 VIKAN ’■tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.