Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 33
Hringur soldánsins Fæst núna í fyrsta sinni úr ijósum viSi Loktins. Loksins eftir allt tekkiS: Pira- System gefur yður kost á a8 lifga uppá híbýli ySar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. UppistöSurnar svartar eSa Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröSunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LífgiS uppá skammdegisdrungann meS Ijósum viSi. SkiptiS stofunni meS Pira- vegg. Frfstandandi. ESa upp viS vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla innf. BæSi f dökku og Ijósu. KomiS og skoSÍS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fsast ekki annarsstaSar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM A ÍSLANDI HÚSooSKIP Ármúla 5 - Sími 84415 - 84416 Framhald af bls. 17. — Ljós! Hann benti aftur. — Sjáið þér, sjáið, þarna á milli trjánna. Hvítklæddur maður. Sjáið þér hann ekki? Þegar ég hallaði mér fram, greip hann utan um mig og hélt mér fastri. í fyrstu hélt ég að hann væri að styðja mig, því að bíllinn hallað- ist í beygjunni. En svo fann ég tak hans verða fastara, og reyndi að losa mig. En hann hélt mér og tók svo um vinstri handlegg minn, svo ég gat ekki hreyft mig. Ég gat heldur ekki losað hægri handlegg- inn, svo ég var eins og í skrúfstykki. — Ef þér verðið róleg, geri ég yður ekki neitt, hvíslaði hann. Nú þekkti ég röddina. Og aug- un. Og langa nefið og brúnt hör- undið, sem auðvitað var Ijósara í lampaljósinu .... En þetta var hreint brjálæði. Það var jafn brjálæðislegt að hugsa sér þennan fertuga mann, sem hélt mér í þessu skrúfstykki, í gervi Harrietar frænku, eins og að láta sér detta í hug að John Lethman væri hér, að minnsta kosti sextíu kílómetrum frá Dar Ibrahim. Maðurinn sem hélt mér með annarri hendinni rétti uop einhvern gljáandi hlut með hinni .... Ég hljóðaði. En Arabinn hélt ró- legur áfram, eins og ekkert hefði ískorizt; hann leit ekki einu sinni aftur fyrir sig. — Hvað eruð þér að gera? Hver eruð þér? Ég reyndi af alefli að losa mig, en án árangurs. Hann hló. Og það voru augu Harrietar frænku, sem litu á mig. — Nú getið þér ekki annað en þekkt mig aftur, sagði hann rólega. — Ég heiti Henry Lowell Grafton. Segir það yður nokkuð? Mér datt það í hug. Verið nú róleg, annars fer illa fyrir yður. Ég fann eitthvað stingast í hand- legginn, og svo fann ég fyrir sviða. Það var sprauta. — Pentotal, sagði hann. — Það hefir sína kosti að vera læknir. Þér eigið tíu sekúndur til góða, ung- frú Mansel. En það liðu ábyggilega ekki nema sjö sekúndur, og þegar ég vaknaði, var ég í gluggalausu her- bergi, upplýst aðeins af daufu skini gegnum rimla, hátt upp á veggnum, fyrir ofan lokaðar dyr. Ég var máttlaus, ég var með sár- an höfuðverk og mér var kalt. Ég sá að ég lá á einhverjum druslum. Ég reyndi að draga þær yfir mig og þrýsti lófunum að enninu. Ég hafði einhverja óljósa hugmynd um eitthvað stórt og hræðilegt væri þarna á næstu grösum, en eitthvað innra með mér þrjóskaðizt við að viðurkenna það. Ég reyndi að hugsa ekki neitt, lokaði augunum og reyndi að sofna .... Ég hafði enga hugmynd um hve lengi ég svaf, þegar ég vaknaði í annað sinn. Ég var allt í einu glað- vakandi og mundi allt sem hafði komið fyrir mig. Ég vissi, meira að segja, hvar ég var. Ég var komin aftur til Dar Ibrahim. í einu af geymsluherbergjunum undir kvennabúrstjörninni, undir lás og slá, í neðanjarðargöngunum, þar sem hún og Charles voru að ráfa um .... Samtalið í herbergi furstans, Harriet frænka, Henry Grafton . . . Ég gat aðeins hugsað mér eina ástæðu fyrir þessum ógeðslega dulbúningi á Henry Grafton, og til þess að postulínshundunum og öðrum verðmætum munum var fleygt inn í geymsluherbergið, já, og að Halide var með hring frænku minnar. Það hafði eitthvað komið fyrir Harriet frænku, eitthvað sem bessir glæpamenn vildu halda leyndu. Hún hlaut að vera dáin. Af ein- hverjum ástæðum vildu þau leyna dauða hennar. Ég gat aðeins hugs- að mér eina ástæðu, og sú hugs- un gerði það að verkum að mér fannst ég vera að kafna í þessum daunilla herbergi. Charles hafði auðvitað grunað hvað um var að vera . . . Charles, sem var langt í burtu, á leið til Damaskus, með Hamid í hælum sér. Það gat verið að Hamid hefði náð honum og fengið hann til að aka til baka, en það gat flækst fyrir þeim að hafa upp á mér. Christy Mansel var algerlega horfin. Eins og Harriet frænka og Samson, hundurinn hennar. Eða eins og Gabrielshundarnir, sem lágu undir rykinu þarna inni. Ég neytti allra krafta til að rísa upp. Smátt og smátt gat ég gert mér grein fyrir umhverfinu. Þetta var óhrein kompa, gólfið rykfallið og fullt af tómum brúsum, sem var hrúgað saman ( eitt hornið, og um allt voru köngulóarvefir. Á einum veggnum héngu málmslegin og rykfallin aktygi, á ryðguðum krók. Hurðin var þung og sterkleg, með stórri læsingu. Það þýddi greinilega ekki að reyna að opna dyrnar. Þögnih var þung og þrúgandi, eins og oft er í neðanjarðargryfj- um. Það var engu líkara en að ég væri grafin lifandi. Þessi hugmynd hvarflaði gegn- um hugskot mitt, án þess að ég gerði mér þetta fyllilega Ijóst, en allt í einu var eins og ég væri stungin af eitraðri ör, og ég mundi eftir klettinum fyrir ofan mig, botni tjarnarinnar, sem auðvitað var komin að hruni, eins og allt annað á þessum stað. Þungi vatns- ins hlaut að vera mikill. Hin minnsta sprunga gat orsakað flóð í þessu greni, það þurfti ekki nema örlitla rifu .... Ég stóð upp, löðrandi sveitt, þangað til ég kom til sjálfrar mín. Og þá heyrði ég að lykli var stungið í skrána .... Þegar hurðin opnaðizt, sat ég þráðbein á fletinu og reyndi að dylja skjálftann, ég hefði heldur ekki getað staðið upprétt, svo máttlaus var ég. Ég var líka þurr í munninum og hjarta mitt ætlaði að springa. Það var John Lethman sem kom inn, með lampa í höndunum, og á bak við hann stóð Halide, með þennan venjulega bakka. Hann setti lampann frá sér f holu í veggnum, og stúlkan tróð sér fram hjá honum og setti bakkann á tóman kassa. Hún leit ögrandi á mig. Ég lét eins og ég sæi hana ekki, en sneri mér að Lethman og spurði í hvössum rómi. — Hvað hefir komið fyrir hana? — Hverja. — Harriet frænku, auðvitað. Hættið þessum skrípalátum, ég veit að þessi viðbjóðslegi félagi yðar var dulbúinn sem Harriet frænka. Hvar er frænka mín? — Hún er dauð. — Dáin? sagði ég snögglega. — Þér eigið við að hún hafi verið myrt? — Verið ekki svona kjánaleg. Hún dó eðlilegum dauða — Kjánaleg! Og það getið þér látið yður fara um munn, þér með þetta neðanjarðar fangelsi, þessa útsmognu gleðikonu og þrælahald- arann þarna uppi. Eðlilegum dauða! sagði ég, öskrandi vond, — það er líka svo trúlegt. Hvenær dó hún, og hver var dauðaorsökin? — Ég svara ekki spurningum, sagði hann kuldalega. — Grafton 7.tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.