Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 25
í þriðju greininni um rithöfundinn fræga, Jack London, eftir irving Stone, segir frá því, er Jack hleypir heimdraganum, en kemur aftur heim til að fara í þrælavinnu og verður ástfanginn í fyrsta skipti. heimtaði, að Jack léti Kin- verjana á land, en því neit- aði liann. Þá miðaði George á hann og sagði: — Stýrðu strax í land. Þó að rniðað væri á liann og Kínverjarnir væru við- búnir með hnífa sína, hugs- aði liann um, hve skammar- legt væri að láta fangana ganga úr greipum sínum. Hann náði utan um úlnlið- inn á George og tókst að ná af honum skammbyssunni. Því næst gat hann haldið Kínverjunum í skefjum. Fyr- ir þessa ferð fékk hann 100 dollara. í heilt ár vann hann við þetta og kornst í alls konar ævintýri. t livert skipti sem hann fór um flóann, fór hann i gegnum „Golden Gate“ sundið, sem liggur út i Kyrrahafið Fyrir liandan það lágu Austurlönd með öllum sínum höfnum og æv- •intýrum, sem honum hafði Fyrsta ástin í sínum rósrauða töfraljóma. Jack London Sutherland“. sem háseti „Sophie verið sagt frá og hann liafði lesið um. Nú var liann sautj- án ára, og honum fannst hann vera fullorðinn og vildi skoða sig um í heiminum. I San Francisco lágu mörg skip, sem hann gat valið um. Hann valdi „Sophie Suther- land“ og sigldi með lienni til Kóreu, Japan og Síheríu. „Sophie Sutherland“ var fjögurra tonna skúta með miklum seglum, og stór- mastrið var 100 fet á liæð. Þó að Jack hefði aldrei verið til lengdar á sjó, réðsl hann sem háseti á skipið. Annars voru flestir skipverj- arnir Skandínavar, og þeim var ekkert um það gefið, að þessi strákur væri tekinn sem jafningi þeirra. Hann varð að geta gert það, sem honum vai ætlað. Annai's varð hann að sætta sig við sjö mánaða þrælavinnu, því að það er ekki svo auðvclt að strjúka af skipi, úti á reg- inhafi. Höfnin í San Francisco, þegar Jack var þar umsjónarmaður. 4, Þess vegna ákvað hann að vanda sig svo vel með verk sin, að það þyrfti ekki að gera þau á ný. Og það tókst honum. Þriðja daginn á sjónum gerði mikið óveður. Jack var við stýrið, þegar það skall á, en skipstjórinn var ekki viss um, að þessi sautj- án ára unglingur gæti ráðið við stefnu skipsins í þessu óveðri. En þegar hann hafði liorft á hann dálitla stund, ldnkaði hann ánægjulega kolli og gekk á brott. Jack harðist við storminn og honum þótti vænt um að geta lialdið skipinu á beinni hraut í klukkutima, án þess að nokkur lifandi hræða væri á þilfarinu nema hann. Honum voru falin örlög skipsins. Eftir þetta var veðrið ágætt. Jaek varð góður vin- ur Victors og Axels — Svía og Norðmanns — og i ferð- inni voru þeir kallaðir „þrír röskir strákar“. Þegar Jack leiddist las hann allar sínar hækur, þó að hann kvnni þær að kalla utanað. Loksins komst „Sopliie Sutherland“ til Bonin-eyj- anna, þar sem hún létti akk- erum á meðal tuttugu skipa, sem voru einnig á selaveið- um. Loksins hafði draumur Jacks um að komast til Framhald á bls. 34. 7. tbi. VIICAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.