Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 15
Plata með Júdasi
Fyrir nokkrum árum þótti það
slíkum tíðindum sæta, ef popp-
hljómsveit lék inn á plötu, að
allir helztu fréttamiðlar landsins
fylgdust með málinu af miklum
áhuga. Nú er af sú tíðin, og nú
er svo komið að lang flestar
hljómsveitir ungu kynslóðarinn-
ar hafa leikið inn á hljóm-
plötu(r) eða eru með slíkt í bí-
gerð.
Þar á meðal er hljómsveitin
Júdas í Keflavík. Væntanleg er
á markaðinn tveggja laga plata
með hljómsveitinni, útgefin af
Tónaútgáfunni. Bæði lögin eru
erlend, gamlir „standardar" svo-
kallaðir; annað lagið er hið gam-
alkunna „Everybody Loves a
Lover“, sem Cilla Black söng í
dentíð, og hitt heitir „Þú verður
aldrei einn“ (You‘ll Never Walk
Alone), bæði með textum eftir
Þorstein Eggertsson.
^Hljómplötu
gagnrýni
Önnur plata Roof Tops
Eftir nokkra daga kemur á
markaðinn tveggja laga plata
með hljómsveitinni Roof Tops, á
vegum Fálkans. ■— Þetta verður
önnur plata hljómsveitarinnar,
og ef hún gengur jafnvel og sú
fyrsta þá liggur við að megi óska
þeim strax til hamingju.
Við spjölluðum við Svein Guð-
jónsson, orgelleikara hljómsveit-
arinnar um plötuna, og sagði
hann meðal annars:
„Lögin eru bæði erlerid, og þar
af annað með enskum texta,
„Lalena“, eftir Donovan, en hitt
er með texta eftir Ómar Ragn-
arsson og heitir „Ástin ein“. Jú,
vitaskuld megum við vita að við
verðum gagnrýndir harðlega fyr-
ir að láta frá okkur lag með
enskum texta, en ég held bara
að það skipti ekki svo miklu máli
og þar að auki er mér alveg sama
hvort við verðum krítiseraðir
fyrir það eða ekki.
Persónulega er ég nokkuð
ánægður með plötuna, upptaka
og pressun er ágæt, og ég verð
ánægðarú með útkomuna eftir
því sem ég hlusta á hana oftar.
Þetta er náttúrlega engin fram-
Framhald á bls. 40
Fyrir tæpum mánuði kom á markaðinn langþráð plata hljómsveit-
arinnar iLVINTÝRIS, og mega allir vel við una. Það er Tónaútgáfan
sem gefur út þessa tveggja laga plötu, með lögunum Frelsarinn og
Ævintýri. Fyrra lagið er hinn umdeildi Pílagrímakór úr Tannhauser
eftir Richard Wagner, í útsetningu Þóris Baldurssonar og við texta
Jóhönnu Erlingsson. Útsetningin er í rauninni einföld, og hefur ekki
verið gerð mikil breyting á verkinu frá því sem það hefur heyrzt
flutt af kórum og sinfóníuhljómsveitum um allan heim hingað til.
Þó er ekki laust við að mér finnist útsetningin nokkuð slitna, eða
missa samræmið, er þeir Ævintýrasveinar hefja upp nokkurs konar
keðjusöng. Það er auðvitað Björgvin Halldórsson sem syngur og
gerir það af hjartans lyst; hvert orð af textanum kemst til skila og
hljóðfæraleikurinn stendur undir sínu. Textinn er alveg frábær.
Hitt lagið, Ævintýri, var upphaflega flutt af brezku hljómsveit-
inni Marmalade, og hét þá „Time is on my side“. Ómar Ragnarsson
hefur gert texta við lagið, og það er ég hundrað prósent viss um
að hann hefur ekki verið nema 5 mínútur að því. Lagið er allt hið
skemmtilegasta og útsetning Ævintýris ágæt. Raddirnar njóta sín
vel, en rödd Björgvins er ekki Presley-legri en það, að þegar hann
fer að mæla af munni fram nokkuð af textanum, þá hrekkur mað-
ur við. Hinir halda uppi líflegum samræðum út í gegnum allt lagið
og má meðal annars heyra fleygar setningar eins og „ . . . gemmér
sopa....“, „ . . . í hjónaherberginu. . . .“ og „ . . . halló, stelpur.“
Þetta er eitt þeirra laga sem maður lærir eftir að maður hefur heyrt
það einu sinni, og þar af leiðandi eitt þeirra sem menn flauta og
raula í biðröðum; sannkölluð söluvara.
Upptöku annaðist Pétur Steingrímsson: Trygging fyrir góðri vöru,
og pressun fór fram hjá Pye. Textar fylgja með, silfurprentaðir á
svartan pappa, og bakhlið umslags er nokkuð nýstárleg, en litmynd
frapian á hefur misheppnazt algjörlega í litgreiningu, því bágt á ég
með að trúa að ljósmyndari sem Óli Páll láti slíka hörmung frá sér
fara.
Ég sé ekki ástæðu til annars en að óska Tónaútgáfunni og Ævintýri
innilega til hamingju með þessa plötu. *
Delaney and Bonnie
Skærustu stjörnurnar á brezka
popp-himninum um þessar
mundir eru hjónakorn sem ganga
undir nöfnunum Delaney og
Bonnie. Þau syngja saman, og
þykja um margt minna á þau
Sonny og Cher, enda sama þjóð-
ernis.
Það var Eric Clapton sem upp-
götvaði þau; heyrði í þeim á
hljómleikum í Bandaríkjunum
og sagði góðkunningjum sínum,
Bítlunum, frá. John Lennon varð
svo hrifinn af söng þeirra og
framkomu að hann fékk þau með
sér í Plastik-bandið og hafa þau
komið fram með honum á
hljómleikum þess. Sú tónlist sem
þau flytja kallast „soul-rock“, og
þykir all ofsafengin á köflum —
eins og hægt er að dæma af lag-
inu þeirra, því fyrsta sem þau
Framhald á bls. 40
7. tbi. VIKAN 15