Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 11
Svo er að sjá að lífshættir manna muni taka gagngerum breytingum í náinni framtíð. Menn eru farnir að skoða í nýju Ijósi þau bönd, er hingað til hafa tengt manneskjurn- ar hverja við aðra. Orðatiltæki um kynlíf og ást, hjónaband og fjöl- skyldu frá smámsaman nýja merk- ingu. Aldagamlar erfðavenjur og vanahugsun kemst smátt og smátt á undanhald. Löngu áður en til sögunnar komu fæðingar- og kvensjúkdómalæknar hafði eðlisávísunin sannfært menn um að karlmaður og kona yrðu að tengjast kynferðislega til að til yrði barn, einnig það að fóstrið þróaðist á sinn dularfulla hátt innan í kon- unni, áður en það upplifði þau gíf- urlegu viðbrigði að vera hrundið út í Ijósið, að hið litla, hjálparvana mannsbarn þarfnaðist verndar for- eldra sinna miklu lengur en venja er til hjá öðrum tegundum spendýra. Þetta hafði auðvitað í för með sér að upp komu ýmsir siðir og venjur. Þar á meðal má nefna hjóna- band og fjölskyldu, hugtök, sem ó- sjálfrátt hlutu vernd trúarbragða- stofnana, lagafyrirmæla, stjórnmála, heimspeki, menntunar. Þessi hugtök tók á sig fasta mynd og urðu nær óbreytanleg. Móðirin gat ekki veitt barninu nauðsynlega umönnun og samtímis barist og stritað fyrir mat, fötum og húsnæði handa því. Þessvegna varð faðirinn að afleggja flakkið, sem hann var þó náttúraður fyrir. og taka að sér nýtt hlutverk sem fyrir- vinna heimilis. Og ekki einungis hann, heldur og allir meðlimir fjöl- skyldunnar, frá þeim yngstu til hinna elztu, fengu sín réttindi og sínar skyldur til tryggingar sameig- inlegum hagsmunum foreldra, barna og annarra tilheyrandi fjöl- skyldunni. Tilhugalífið varð háð föstum sið- venjum, hjónabandsheitið einnig og fyrirvinnuskyldan var mörkuð skýrt. Því var slegið föstu að foreldrum skyldi hlýtt, eldra fólki sýnd virðing og börnum veitt vernd. Aðilar hjóna- bandsins urðu kynferðisleg eign hvors annars. Guðfræðingar inn- rættu fólki sektartilfinningu, einkum hvað viðkom holdsins fýsn. Því fylgdi hræðslan við að verða þung- uð og þunga, að fá kynsjúkdóm, hræðsla við að glata hollustu mak- ans, hræðsla við fyrirlitningu og fordæmingu umhverfisins. Bann- helgin varð til og jafnframt var lagður grundvöllur þeirrar skoðun- ar að samfélagið stæðist aldrei lengi án hornsteinsins, sem væri hjóna- bandið, fjölskyldan. Að sönnu takmörkuðu þessir hornsteinar og hugtökin, sem þeim voru tengd, stórlega frelsi einstak- lingsins, en í staðinn sá þetta hon- um fyrir grundvallarskilyrðunum til þess, að nauðþurftum hans yrði full- nægt. Það fullnægði þörf karlmannsins fyrir kynlíf og fyrir lífsförunaut, er fætt gat honum afkvæmi til að nafn hans lifði áfram í heiminum, þörf hans fyrir vissa virðingu í samfélag- inu, þörf hans fyrir andlegan og líkamlegan lífsgrundvöll. Það fullnægði þörf konunnar fyr- ir öryggi þau tímaskeið, er hún fann sig standa sem höllustum fæti gagn- vart umheiminum, það er að segja meðan hún var þunguð og barnið var ósjálfbjarga. Þar að auki var henni séð fyrir karlmanni, maka, sem gerði henni börn og aaf nenni stöðu ( samfélaginu. Ennfremur var fullnægt þörf hennar fyrir að henn- ar væri þarfnast, sem áreiðanlega er miklu sterkari en hliðstæð hneigð karlmannsins. Þetta kerfi er langt í frá fullnægj- andi, en það gekk þó betur en nokk- uð annað, sem fundið hafði verið upp á, og flest okkar hafa alizt upp í þeirri trú, að heimurinn muni að þessu leyti verða óumbreytanlegur um aldir alda. ALLT ER BREYTINGUM UNDIRORPIÐ Vísindin hafa þó alltaf haft til- hneigingu til að benda á að ekkert vari að eilífu, og í dag lifum við upphaf tímabils nýrra uppgötvana, sem hafa endaskipti á mörgum þeim hugtökum, sem voru runnin okkur í merg og blóð. Sá tími nálgast að börn fæðist foreldrum, sem stödd eru sitt á hvorum heimsenda, meyj- arfæðingar verða daglegt brauð, konur munu fæða annarra kvenna börn, ásthrifni og þungun verða hugtök, sem ekki þurfa endilega að vera nátengd, löngu dauðir menn munu geta börn og smáhópar þar- tilvaldra manna verða feður þús- unda barna. En þessi bylting hlýtur auðvitað að hafa i för með sér óhemju vandamál og flækjur, og því fer fjarri að menn hafi enn áttað sig á hvernig því öllu muni reiða af. Sá dagur kemur að siðferðishugtök þau, sem við höldum okkur við í dag, verða svo úrelt að vonlaust verður að brúka þau lengur. Tíminn hann er fugl, sem flýgur hratt. Sem stendur erum við stolt af að geta komið í veg fyrir þunganir. Innan skamms verðum við engu síð- ur hreykin af að geta gert konu þungaða með allt annarri aðferð en þeirri, sem til þessa hefur verið lát- in duga. Nú þegar geta læknar auð- veldlega komið sæði fjarstadds karl- manns í móðurlíf konu, og áður en langt um líður verður líka hægt að flytja frjóvgað egg úr einni konu í aðra sem er ófrjó. í vændum eru tímabil sæðisbanka og eggbanka. Það þýðir að kona, sem vill verða þunguð, þarf ekki að hafa fyrir því að leita uppi mann, sem geti hjálp- að henni til þess. Næsta skrefið verða tilraunaglas- börnin, sem verða mótuð án þess að nokkur móðir komi þar nærri. Og þar næst geta vísindamennirnir á rannsóknarstofunum farið að ákveða kyn barnanna. Tvennskonar sæðisfrumur eru til, andrósperma og gýnósperma. Sú fyrrnefnda get- ur sveirjbörn, hin meybörn. Nú þeg- ar hafa vísindamenn fundið upp að- ferð, er stíað geti þessum frumu- tegundum sundur. Útyfir tekur þó þegar þar að kemur að hægt verður að framleiða mannlegar verur eftir forskrift, með fyrirfram ákveðnum eiginleikum og skapgerð. Þegar sá dagur kemur, hefur maðurinn í rauninni tekið að sér hlutverk hins almáttuga. Nú þeg- ar hefur maðurinn getað framleitt gerviefni, sem náttúran ræður ekki yfir sjálf, en í framtíðinni mun hann geta framleitt menn, sem heimurinn hefur ekki til þessa séð — verur, sem til dæmis verða sérstaklega vel Framhald á bls. 40. aldrei lengi án hjónabands og fjölskyldulífs. En sú kemur tíð að öll verða gersamlega úrelt. Nýjar uppgötvanir í líffræði boða aðra veröld, irstofu, kyn og skapgerð ákveðið fyrirfram. Viljum við í rauninni þannig 5, 1 þeim heimi? 7.tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.