Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 8
Úrval Kemur nt mánaðarlega Gerizt áskrifendur Þér soarið með áskrift 1IIKAN Skípholti 33 - sími 35320 Rafmagnsvír í lófa Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum, sem mig langar til að fá ráðinn sem fyrst. Mér fannst ég vera á bæ, sem er í minni sveit og tvö skólasyst- kini mín voru þar einnig ásamt bróður þeirra. Ég hafði ekki séð hann dálítið lengi, svo að ég heilsaði honum með handabandi. Við heilsuðumst með vinstri hendi og þá reyndist vera raf- magnsvir í lófanum á honum, sem leiddi upp undir ermina, og mér fannst ég fá stuð. Draumurinn varð ekki lengri, en geturðu sagt mér í leiðinni, hvað það þýðir þegar maður ætl- ar að hlaupa undan farartæki, sem er að koma, en kemst ekki. Ein sem vonar að hún fái svar. Ætli þessi draumur tákni ekki eitthvert ævintýri milli þín og þessa bróður skólasystkina þinna? Að hlaupa undan farar- tæki, en komast ekki áfram er aðeins vondur draumur; eins konar martröð, sem getur átt sér einhverjar orsakir, en boðar sjaldnast neitt sérstakt. Barn í baSi Kæri draumráðandi! Mér leikur forvitni á að vita, hvernig ætti að ráða eftirfarandi draum: Mig dreymdi, að ég ætti eða hefði lítið afskaplega fallegt barn. Eg ætlaði að sýna barnið einhverju fólki, sem ég þekkti ekki. En þá kem ég að því und- arlegasta í drauminum: Mér fannst barnið liggja í baðkari og vera alveg á kafi í vatni, nema andlitið stóð upp úr. Eg hafði miklar áhvggjur af, að það mundi nú leggjast á hliðina og mundi þá ef til vill drukkna. Eg rýk til og reyni að hleypa vatn- inu af, en sé þó ekki, að vatnið minnki neitt í kringum þarnið. Lengri varð þessi draumur ekki. Annars dreymir mig mjög oft. Kær kveðja. Kristín A. Ásgeirsdóttir. Þessi draumur mundi tákna ótta við aðsteðjandi hættu eða ein- hverja erfiðleika, sem kunna að verða á vegi þínum. Vatn er oft- ast fyrir veikindum. Ef sá sem fer í kaf, kemur ekki upp aftur, er hætta á. að veikindin leiði hann til dauða. Svo slæmt var þetta nú ekki í draumi þinum, svo að þú skalt ekkert óttast. Draumur þinn er fyrst og fremst ótti við erfiðleika, og þarf því ekki endilega að vera, að þeir dynji yfir þig, og þó að svo fari, þá mun rætast vel úr fyrir rest. „Þekkirðu ekki hann Pétur?“ Kæri draumráðandi! Þú réðir fyrir mig draum með mikilli prýði fyrir nokkru síðan, svo að ég áræði þess vegna að senda þér annan til úrlausnar. Mér fannst ég vera stödd í fá- mennu samkvæmi hjá vinkonu. Sá ég þá allt í einu strák, sem sat einn sér í stól og var eitthvað vandræðalegur. Mér fannst hann helzt bíða eftir, að ég talaði til hans eða gerði eitthvað, ég veit ekki hvað helzt. Svo segi ég við vinkonu mína: „Hver er hann eiginlega, þessi þarna?“ Hún varð undrandi og svarar: „Þekkirðu ekki hann Pétur, gamla vininn þinn?“ Eg gekk þá til hans og varð mér slcyndilega orðið afar hlýtt til hans. Mér fannst ég þekkja hann sem gamlan vin, svo að ekki sé meira sagt, og mér leið fjarska vel. Eg stóð beint fyrir framan hann, hallaði mér upp að honum, kyssti hann á ennið og sagði í sífellu: „Pétur.“ Hann tók þessum atlotum mín- um afar ástúðlega. Svo varð draumurinn ekki lengri, en ég vil geta þess, að ég hef aldrei verið með neinum Pétri og þekki engan með því nafni, sem mér þykir neitt var- ið í. Gunna Sk. P.S. Með beztu kveðjum og þökk fyrir allt gott á liðnum ár- um og beztu óskir um gott gengi á komandi árum. Sama. Mannanöfn eru mjög mismun- andi að merkingu í draumum og er ekki unnt að gefa neinar regl- ur um þau. Verða menn því að þreifa sig áfram eftir eigin reynslu því að sama nafnið er ekki öllum fyrir því sama. Þó er stundum hægt að taka svolítið mark á þvi sem nöfnin sjálf þýða og hvað það snertir er draumur þinn hagstæður. Pétur þýðir eins og kunnugt er klettur. Þess vegna ráðum við draum þinn á þann hátt, að einhver náinn „vinur“ þinn muni reynast þér tryggari en þú hafðir gert ráð fyrir og þið munuð hittast aftur eftir nokkurn tíma af hreinni til- viljun. Það verða miklir fagnað- arfundir og samhand ykkar mun hefiast á ný. Þið munuð hafa miklu meiri ánægju af samvist- unum nú en forðum daga og koma mun í ljós, að aðskilnaður- inn liefur treyst böndin milli ykkar til muna. 8 VIKAN 7-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.