Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 7
þjóðlagasöng? Ég heí mjög mik- ið yndi af söng og hef allgóða rödd og hef oft verið spurð að því, hvers vegna ég lærði ekki að syngja. En satt að segja hef ég ekki hugmynd um, hverjir taka að sér að leiðbeina fólki og segja því hreinskilnislega hversu mikla hæfileika það hefur í þessa átt. Ég er fremur hæglát og feimin og get alls ekki hugsað mér að fara að troða einhvers staðar upp og syngja, án þess að hafa fengið einhverja kennslu eða leiðsögn áður. Svaraðu mér fljótt. Með fyrir- fram þakklæti. Ein söngelsk. Langflestir daegurlagasöngvarar hafa víst lítið sem ekkert lært aff syngja og ekki nema fáir þeirra kunna meira aff segja aff lesa nótur, sem hlýtur þó aff vera frumskilyrðiff til þess að geta lært ný lög og sungið rétt. Okk- ur lízt prýffilega á það sjónar- miff þitt aff fara ekki aff syngja opinberlega, fyrr en þú hefur lært eitthvað. Söngnám hlýtur aff auka sjálfstraust þitt og stuðla aff miklu betri árangri en ella. Söng er hægt aff læra í Tón- listarskólanum og ennfremur hjá einkakennara, en margir kunnir söngvarar taka nemendur í einkatima, svo sem María Mark- an, Stefán fslandi og Guffrún Á. Símonar, svo aff örfá nöfn séu nefnd. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir þig aff öfflast þá leiff- sögn o>>r þjálfun sem þarf til aff hæfileikar þínir fái notið sín sem bezt. Líta niður á Tónabæ Kæri Póstur! Við erum hér nokkrir 17 og 18 ára unglingar, sem langar til að leggja fyrir þig eina spurningu: Hvers vegna líta allir jafnaldr- ar okkar niður á Tónabæ? Það hefur ekki alltaf verið svona, að minnsta kosti ekki fyrst eftir að staðurinn var opn- aður. Fyrir nokkrum vikum fór- um við þangað á laugardags- kvöldi og skemmtum okkur prýðilega. Þegar við svo sögðum öðrum kunningjum okkar að við hefðum farið þangað, litu þeir bara niður á okkur. Við viljum skora á unglingana á þessum aldri að koma einhvern tíma á ball, það er að segja séu þau ekki of gömul til að koma þangað. Fyrir hönd okkar skrifar: Arnheiður Sigurjónsdóttir. Ekki vissum viff það fyrr, aff unelinear litu niffur á Tónabæ. Starfsemin þar virðist hafa geng- iff framar öllum vonum og staff- urinn njóta hinna beztu vin- sælda. En líklega er hann mest sóttur af yngstu unglingunum, ef svo má aff orffi komast. Ætli ástæðan til þess aff kunningjar ykkar fitja upp á nefið yfir Tónabæ, sé ekki eingöngu sú, aff þeir telji sig upp úr því vaxna aff sækja slíkan staff og séu nú farnir aff hugsa „hærra“. Annars væri frófflegt aff heyra álit fleiri unglinga á þessu máli. Hvernig á ég að krækja í hann? Kæri Póstur! 'Ég er áskrifandi Vikunnar, og ástæðan til þess að ég skrifa þér er sú, að ég hef tvisvar áður skrifað til þáttarins „Mig dreymdi" og í bæði skiptin rætt- ust draumarnir alveg eins og spáð var. En núna er ég í herfilegum vanda. Fyrir tveimur árum kynntist ég strák (þá var ég þrettán ára), sem er einu ári eldri en ég Ég var með honum í eitthvað tíu daga, en þá þurfti ég að fara heim. Við vorum sam- an í sveit. Við vorum búin að ákveða að hittast, þegar hann kæmi heim. En ekki talaði stráksi við mig, þegar hann kom í bæinn. Samt hef ég alltaf beð- ið og vonað. Hann er í sama skóla og ég, og sé ég hann því oft á böllum. En ég get ekki tek- ið í mig kjark og boðið honum upp, því að ef hann neitar, þá er mér allri lokið. Ég get ekki hringt til hans, því að hann hef- ur engan síma. Ég get ekki gleymt honum. Elsku Póstur! Gefðu mér nú ráð, svo að ég geti krækt í hann. Að lokum ætla ég að spyrja þig einnar spurningar: Lestu öll bréf sem þér berast? Ein sem vonast eftir góðu ráði. P.S Hvernig er skriftin? — Þakka fyrir allt gamalt og gott í Vikunni. Á næsta balli skaltu ekki hika viff að ganga beint til hans, hneigja þig fallega, brosa eins blítt og þú getur og bjóffa hon- um upp. Það eru afar lítil lík- indi til þess, aff hann neiti aff dansa viff þig, jafnvel þótt hann elskj þig ekki eins heitt og hann gerffi í sveitinni. Og jafnvel þótt hann verffi svo dónalegur að gera þaff, þá veiztu þar meff vissu þína og getur hætt aff hugsa um hann og gera þér gyllivonir. — Óvissan er verst. En ætli hann sé ekki bara feiminn og upn- b»rffarlaus — alveg eins og þú? Ástarævintýri sem hefjast í sveitasælunni, eru oft lífsseigari en önnur. — Auffvitaff lesum viff öll bréf, sem okkur berast. Hvað annaff? — Skriftin er i meffal- lagi. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo lítinn að ég fæ varla nógu litla steina I hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki mon ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Ég er alltaf að kaupa eldspýtur, en þær misfarast með ýmsum hætti. En eld þarf ég að hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Mig langar svo í einhvem af þessum Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 se:kúndur, og endist svo mánuSum skiptir. Og kveikj arinn — hann getur enzt aS eilifu. RONSON EinkaumboS: I. Guðmundsson t Co. hf. 7 tw VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.