Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 17
Ég tók við sígarettu og hann kveikti í. Bílstjórinn, sem ekki hafði sagt eitt einasta orð, reykti líka. Herra Lowell tók sjálfur síga- rettu og hallaði sér makindalega aftur á bak. Ég sá að tennur hans voru fylltar með miklu gulli og sígarettuveskið var líka úr gulli. Það var greinilegt að þetta var vel stæður maður, kannski líka áhrifa- mikill. Hann leit vel út. Hann sat grafkyrr og horfði út um gluggann. Ég var ósköp fegin að geta verið í friði. Það var nú, þegar ég hafði tækifæri til að slaka á, að ég fann hve taugaspennt ég hafði verið. Bíllinn þaut áfram á fleygiferð, og reykurinn lippaðist eins og blámóða í kringum mig. Ég lét nægja að blása honum frá mér. Svo hallaði ég mér aftur á bak, án þess að hugsa. Fylgdarmaður minn, sem virtist vera jafn rólegur, virti fyrir sér út- sýnið. — Drottinn minn! Hann vaknaði allt í einu til lífs- ins, tók af sér dökk gleraugun, og skyggði með hendinni fyrir aug- un. — Hvað er að? Hann hló stuttlega. — Ennþá er rómantíkin við lýði hér. Þarna kemur Arabi ríðandi, með arabíska veiðihunda. Kann- ist þér við þessa hundategund, við köllum þá salukihunda, þeir eru mjög fallegir. Þetta er stórkostleg sjón. Ég skildi ekki strax hvað hann var að segja, fálmaði eftir ösku- bakkanum og reyndi að slökkva í sígarettunni. — Hann ætti að hafa veiðifálka á handleggnum .... Ég leit snöggt upp. — Sögðuð þér riddari með tvo salukihunda? Hér? Það hlaut að vera hrein tilvilj- un. Dar Ibrahim var langt héðan. Það gat ekki verið John Lethman. — Hvar? sagði ég. Ég varð að halla mér fram fyrir hann, til að sjá niður hlíðina. — Ég sé engan. Hvernig var hesturinn á litinn? Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.