Vikan - 12.02.1970, Page 46
EINHVER sögulegasti knatt-
spyrnuleikur, sem háður var
á liðnu ári, var síðari úrslita-
leikur í heimsmeistarakeppni
félagsliða, sem haldinn var
í Argentínu. Þar mættust tvö
af sterkustu liðum heims,
Milan írá Ítalíu og Estudi-
antes frá Argentínu. Fyrri
leikurinn hafði farið fram á
Ítalíu og lauk með sigri Mil-
an 3—0.
Það mátti því búast við að
eitthvað hitnaði í kolunum í
síðari leiknum, enda mikið í
húfi fyrir Suður-Ameríku-
menn og þeir að auki á
heimavelli. Þeir þurftu að
sigra með meira en þriggja
marka mun til þess að vinna
keppnina. En líklega óraði
engan fyrir, að harkan í
leiknum yrði eins og raun
varð á. Milan skoraði fyrsta
markið, eftir að framvörður
hafði leikið snilldarlega á
markvörð Estudiantes, Al-
berto Poletti. Markvörður-
inn missti gersamlega stjórn
á skapi sínu við þetta og
hrækti framan í framvörð-
inn. Og landi hans, Suarez,
nefbraut viljandi með oln-
bogaskoti hinn fræga knatt-
spyrnumann, Nestor Com-
bin, sem er af frönsku bergi
brotinn, en fæddur í Argen-
tínu og leikur nú með Milan.
Combin lá á eftir í blóði
sínu, eins og sjá má á tveim-
ur myndum hér að neðan.
Margir höfðu orð á því, að
varla hefði verið hægt að
kalla þennan blóðuga leik
knattspyrnu, og sá orðrómur
breiddist út daginn eftir, að
Argentínumenn hefðu verið
undir áhrifum eiturlyfja. —
Leiknum lauk með sigri
heimamanna, 2—1, en Milan
vann keppnina með hagstæð-
ari markatölu úr báðum
leikjunum, 4—2.
Blóðugur
úrsliíaleikur