Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 3
11. tölublaS - 12. marz 1970 - 32. árgangur I ÞESSARI VIKU Piltur og stúlka, fyrsta íslenzka skáldsagan eftir Jón Thoroddsen, hefur notiS mikillar hylli í leiksviðsbúningi frænda höfundarins, Emils Thoroddsen. Nú á enn að fara að setja þennan gamla og góða leik á svið í Þjóðleikhúsinu, og í tilefni af því hefur VIKAN aflað sér nokkurra mynda úr gamalli uppfærslu á þessu leikriti. Við birtum þær í þessu blaði og ennfremur myndir frá æfingu í Þjóðleikhúsinu. Leikarinn góðkunni, Henry Fonda, var fyrir nokkru að Ijúka við 72. mynd sína og virðist enn í fullu fiöri. En hann er ekki lengur einn um það að halda Fonda-nafninu á lofti í heimi kvikmyndanna. Dóttir hans, Jane Fonda, er fyrir nokkru orðin kunn leikkona, og nú hefur sonur hans, Peter, einnig haslað sér þar völl og þykir mjög efnilegur leikari. Skelfingar Biafra-styrjaldarinnar, sem nú er loksins lokið, kalla á umræður um orsakir og afleiðingar þessa mikla harmleiks. í þessu blaði skrifar Dagur Þorleifsson itar- lega grein um stríðið og rekur meðal annars undanfara þess og orsakir, og siðan gano ófriðarins sjálfs. I NÆSTU VIKU Dean Martin er einn frægasti skemmtikraftur Bandaríkjanna. í tuttugu ár hefur hann lifað í hamingjusömu hjónabandi með konu sinni, Jeanne Martin. Samband þeirra hefur verið til fyrirmyndar í þessari borg lauslætisins. En svo bregðast krosstré sem önnur tré, og nú hefur Dean Martin skilið við konu sína. Við segjum nánar frá þessu í næsta blaði. Eins og lesendur sáu i 10. tölublaðinu er nýr matreiðsluþáttur hafinn undir nafninu Eldhús Vikunnar og mun Dröfn H. Farestveit annast hann. Þátturinn birtist í öðru hverju blaði framvegis. Þegar næsta blað kemur út líður óðum að pásk- um og þess vegna hefur Dröfn tekið saman uppskriftir að páskaábætisréttum, sem vonandi koma húsmæðrum að góðu gagni. Þátturinn Hús og húsbúnaður hefur legið niðri um nokkurt skeið, en byrjar nú aftur af fullum krafti. í næsta blaði lýsum við í máli og myndum mjög nýtízkulegum húsgögnum, sem eru lakkmáluð og skreytt með ýmsu móti. Þau eru einnig hreyfan- leg og því auðvelt að flytja þau fram og aftur og gerbreyta útlitinu í híbýlum sínum. FORSfÐAN Það eru þátttakendur númer 2 og 3 sem prýða forsiðuna okkar að þessu sinni. Þær heita Ásgerður Flosadóttir og Elfn Gestsdóttir. Sjá fleiri myndir af þeim inni í blaðinu. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). f FULLRI ALVÖRU MUNUM HANN JÖRUND „Og íslandsklukkur þann dýrðardag til dýrðar Jörundi hringja, og lýðurinn uppi á landinu því lærir þá kannski að syngja." Leikrit Jónasar Árnasonar um Jörund hunda- dagakóng, sem fyrir nokkru er byrjað að sýna í Iðnó, hefur vakið mikla athygli og nær greini- lega stórvinsældum. Er það varla nema makleg virðing við minningu þessa merka sjóræningja og fjárhættuspilara, sem var skemmtileg tilbreyt- ing í íslenzku fásinni einmitt þegar þjóðin var hvað dýpst sokkin í það. Á því er varla vafi, að þótt Islendingar þeir sem Jörundur gerði frjálsa um hálfs annars mán- aðar stund hafi ekki tekið hann mjög alvarlega, þá hafði þetta einstæða kúpp hans mikil sálræn áhrif á þá og afkomendur þeirra og hefur trú- lega orðið þeim veruleg hvöt í sjálfstæðisbar- áttunni. Þetta hafa íslendingar hinsvegar verið furðu tregir til að viðurkenna. Þeir hafa haft tilhneigingu til að lita smáum augum á Jörund og gera sem minnst úr honum og hans tiltektum. Ástæðan til þessa er trúlegast sú, að Jörundur var að smekk islenzkra embættismanna og presta ekki á ytra borði nógu virðuleg persóna til að hægt væri að telja hann með þjóðhetjum okk- ar. Til þess var of mikið grín í tiltæki Jörundar; það var einskonar pólitískt happening, sem virk- aði eins og skellihlátur framan i það innan- rotna og húmorslausa fyrirbæri sem yfirvöld og stjórnmál yfirleitt eru. Og ekkert óttast stjórn- málamenn og yfirvöld eins og hláturinn. Því varð að gera lítið úr Jörundi og reyna að láta hann falla í gleymsku. Spursmál er hvort íslenzk pólitik hefur nokk- urntíma verið leiðinlegri en í dag né meiri þörf á pólitískum skeleikjum. Allavega sakar ekki að við séum minnt á að svoleiðis leiki sé hægt að færa upp, bæði á leiksviði og í raunveruleik- anum. Sú sniðuga hugdetta ásamt keltnesku söngvunum, sem fylgja Jörundi að þessu sinni, gera vonandi marga lund léttari á þessum vetri og lengur. dþ. VIKAN Útgefandi: Hllmlr hf. RitstjéH: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra HaUdórsdóttir. AnglýslngastjóH: Jensina Karls- dóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiBsla og drelf. ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerB i lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverS er 475 kr. fyrir 13 tölublöS ársfJórBungslega, 900 kr. fyrir 2* tölublöB misserislega. ÁskriftargjaldiB greiSlst fyrir- fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, mal og AgAst. 11. tbi. VIKAN s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.