Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 27
 Frá æfingu á Piiti og stúlku í Þjóðleikhúsinu Um mánaðamótin febrúar -marz hefjast í Þjóðleikhús- inu sýningar á Pilti og stúlku, leikriti þvi er Emil Tliorodd- sen gerði eftir samnefndri skáldsögu afa síns, Jóns skálds Tlioroddsens, liinni fyrstu á íslenzkri tungu, alla- vega ef við höldum okkur við þá merkingu sem algeng- ast er að leggja í orðið skáld- saga. Jón Thoroddsen ruddi þeirri grein bókmennta myndarlega hraut hér á landi með Pilti og stúlku, sem prentuð var í Kaupmanna- höfn 1850, og síðar með Manni og konu, sem kom út 1876 og höfundi vannst ekki tími til að Ijúka við. Sú bók er í lieild sterkara verk en Piltur og stúlka, sem er hins vegar ferskari og hýr yfir hjartari og léttari húmor. — Báðar eru sögurnar fyrir löngu komnar í röð klass- iskra verka íslenzkra og per- sónur þeirra, óborganlegar manneskjur eins og Bárður á Búrfelli, Gróa á Leiti, séra Sigvaldi og Gríniur með- hjálpari liafa lengi búið í hug islenzku þjóðarinnar fremur sem verur með sjálfstæða tilvist en persónur í skáld- sögu. Auk stöðugra vinsælda hérlendis má geta þess að Piltur og stúlka hefur víða vakið athygli á erlendum vettvangi og verið þýdd á mörg tungumál. Emil Thoroddsen er fædd- ur 1898 og dó 1944, þá enn á hezta aldri. Hann var fjöl- liæfur listamaður og ekki siður tónlistarmaður og list- málari en rithöfundur, en af verkum hans í síðastnefndu greininni munu leikritin, sem hann gerði eftir skáldsögum afa síns, kunnust. Leikritið Piltur og stúlka var fyrst sýnt annan í jólum 1934 hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og áttu þátt i þeirri sýningu margir beztu og vinsælustu leikarar okkar, sem þá voru Framhald á bls. 49. num og allt er í uppnámi meðal brúðkaupsfólksins. Þá voru pilturinn og stúlkan Sigurður Bjömsson og Bryndís Pétursdóttir. n. tbi. viKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.