Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 7
hingað til landsins. Mig minnir endilega að hann hafi komið um leið og Nína og Friðrik komu hingað. Getur líka verið að hann hafi komið með Gittu Hænning, dönsku leikkonunni, þegar hún var með kabarett í Austurbæjar- bíói og spilaði Sverðdansinn og fleira á sílafóninn sinn? Ef þetta hefur ekki verið Maurice Che- valier sem ég meina, hver hefur þessi góði maður verið, sem er svona líkur honum? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Einn forvitinn. Robertino var ein af þessum frægu barnastjörnum. Hann er ítalskur og er nú áreiðanlega orffinn fulltíffa maffur, en ekki er mér kunnugt um aff neitt hafi á honum boriff lengi. Hinn frægi franski söngvari Maurice Che- valier hefur aldrei komiff til fs- lands og líklega rugliff þiff hon- um saman viff danska umboffs- manninn og skemmtikraftinn Fritz Rutzica, sem kom hingaff til lands meff Ninu og Friffrik. ,,Þó að kali heitur hver...“ Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér að muna vísu. Eg kann ekki í svipinn nema fyrstu hendinguna, þótt ég hafi kunnað hana hér áður fyrr. En vísan byrjar svona, og er landskunn og snilldargóð: „Þó að kali heit- ur hver ....“ Og eftir hvern er hún? Fyrirgefðu ónæðið og fávizk- una. Með beztu kveðjum og fyr- irfram þakklæti fyrir hjálpsem- ina. V.H. Þessi fræga visa er eftir Vatns- enda-Rósu og hljóffar svo: Þó aff kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvaff er, aldrei skal ég gleyma þér. Málverk Erros Kæri Póstur! Eg á í mikilli deilu um það, hvernig málverkið „30.000 bílar“ eftir Erro er búið til. Sjálfur tel ég þetta samansett- ar ljósmyndir, en aðrir telja hverja línu og hvert strik vera eftir hönd Erros. Ég bið þig nú, Póstur góður, að svara mér eftir beztu getu. Með fyrirfram þökk, Magnús. Hver lína og hvert strik er gert meff listamannshendi Erros. Það er ekki aff undra þótt menn leyfi sér aff draga þetta í efa, en Erro er meff afbrigðum handlaginn og listfengur. Eitt sumar á landinu bláa . . . Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gera mér ofurlítinn greiða. Gæt- irðu verið svo vænn að birta fyrir mig textann við lag úr leikritinu „Þið munið hann Jör- und“ eftir Jónas Árnason. Eg hef ekki séð það enn, en ætla að gera það við fyrsta tækifæri. En ég heyrði eitt lag í sjón- varpinu og viðlagið var „Aridú“ eða eitthvað svoleiðis. Með beztu kveðju og þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Vigga. Textarnir eru birtir í leikskránni og við tökum okkur þaff bessa- leyfi — þín vegna, auffvitaff — aff birta þann sem þú biffur um. En hann er á þessa leiff: Viðlag: Arídú-arídúredei arídú-arídáa, sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa. Sögu við ætlum að segja í kvöld um sæfarann Jörund hinn knáa. Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa. í Danmörk fæddist og ólst hann upp, en engan hlaut hann þar frama. Sú kotungsþjóð með kúastóð og kokhljóð var honum til ama. Á briggskipi ungur til Englands hann hélt og ölduna fagnandi steig hann, því þrek í honum bjó, og í saltan sjó af sérstakri ánægju meig hann. Á kuggana marga hann munstr- aði sig og mörg, urð‘ ‘ans ævintýri. Hann kunni bráðum á allt sem kunna þarf á: kompás, segl og stýri. Og loks varð hann kapteinn með korða og hatt á kaupfari glæstu og nýju. Um höfin stór og breið nú lá hans leið frá London til Ástrallalíu. BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK BIBLlAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. u. tw. VIKAN 7 v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.