Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 10
Ein er sú dýrategund seni átt hefur miklum uppgangi að fagna í Bíöfru undrnfarið: hrægammarnir. Þeir lifa í dýrlegum fagnaði dag hvern á hordauðum náum landsmanna og gera sig jafnvel heimakomna á aðal- götum borganna. Nígerískir hermenn skeiða galvaskir yfir Uli-flugvöll, þangað sem flutt var meginið af þein’ þeim fyrir. INIIGERIA DAGUR PORLEIFSSON - FYRRI HLUTI Þann tólfta janúar síðastliðinn lauk í Austur-Nígeríu stríði er þar hafði þá verið háð í hálft þriðja ár. Þar áttust við hið ný- stofnaða ríki Bíafra, er íbóar stóðu einkum að, þar eð þeir töldu sér ekki vært í sambýli við aðra Nígeríumenn, og níger- íska sambandsstjórnin í Lagos. Gizkað hefur verið á að stríð þetta hafi orsakað dauða tveggja milljóna manna, en sú tala mun langt i frá nákvæm. Langflest af þessu fólki var ekki hermenn, heldur óbreyttir borgarar og þá einkum börn, sem dóu úr hungri á yfirráðasvæði Bíöfruhers eftir að Nígeríuher hafði lokað flest- um samgönguleiðum við önnur lönd. Þetta stríð er sjálfsagt eitt þeirra ógeðslegustu í sögunni, en þar munu að vísu mörg um boð- ið. En áreiðanlega er það við- bjóðslegasti ófriður sem háður hefur verið síðan síðari heims- styrjöld lauk, og jafnframt sá glæpsamlegasti. Og ógnum ófrið- arins er hvergi nærri lokið með honum sjálfum. Gizkað hefur verið á, að að minnska kosti milljón manns, og kannski miklu fleiri, séu að bana komnir af völdum hungurs á því svæði sem einu sinni var Bíafra. Hjálpar- starfið á svæðinu mun að mestu leyti í höndum Rauða kross Ni- geriu, sem virðist ekki mjög traustvekjandi stofnun, og sigur- vegarinn Gowon fann hjá sér þörf til að gera sig merkilegan með því að afþakka hjálp kirkjusamtakanna á Sao Tomé, sem hefðu þó áreiðanlega getað borgið óteljandi mannslífum, ef þau hefðu fengið að halda hjálp- arflugi sínu áfram. Og fregnir berast af hrannmorðum, ránum og fjöldanauðgunum sem agalít- ill hermannaskrill Lagosstjórn- arinnar fremur á íbóþjóðinni, sem síðustu áratugi hefur vakið á sér athygli sem mennilegasta fólk Nígeríu og jafnvel Svörtu- Afríku allrar. Bíafra dó tólfta janúar, en fólkið þar heldur enn- þá áfram að deyja af völdum stríðsins, sem þá lauk. Hverjir eru þá skúrkarnir í Bíöfruglæpnum? Þeir eru marg- ir, því að þetta stríð átti það sammerkt með öðrum að enginn hlutaðeigandi var algerlega sak- laus eða með öllu sekur. Opin- berlega voru það Nígería og Bí- afra sem áttust við, en að baki stóðu aðrir aðilar og öflugri. Bretland birgði Nígeríuher af miklu örlæti upp af allra handa skotvopnum og stríðsvögnum og Sovétríkin sáu þessum sama her fyrir langdrægum fallbyssum og herflugvélum. Bretar voru með þessu að tryggja stjórnmálalega og efnahagslega hagsmuni sína í Nígeríu, sem er sköpunarverk heimsveldis þeirra og hefur ver ið áhrifasvæði þeirra síðan það hlaut sjálfstæði 1960. Sovétríkj- unum gekk það til að þau sáu hér tækifæri til að komast að jötunni við hlið Breta eða jafn- vel ýta þeim algerlega frá henni. Stuðningsmenn Bíöfru voru hvergi nærri eins öflugir og harla sundurleitur söfnuður sem kaþólikkar, nýlendusinnar og Maókommúnistar stóðu að, auk annarra. Frakkland studdi Bí- öfru í von um að ná þar í spón úr aski Breta og eins lízt Frökk- um ekkert á að hafa jafn öflugt ríki og Nígeríu innan um allt kraðakið af smáríkjunum, sem áður voru franskar nýlendur og eru enn undir frönskum áhrif- um. Kína Maós, sem er vinafátt í Afríku eins og annars staðar, sá hér tækifæri til að eignast þó ekki væri nema einn málkunn- ingja, og Suður-Afríka, Ródesía og Portúgal studdu við bakið á Bíöfrumönnum i von um að til- vist hins nýja ríkis myndi veikja Nígeríu, sem er fjölmennust Afríkuríkja og líklegust til að hafa í framtíðinni forustu í sam- eiginlegri baráttu svartra manna gegn leifum nýlendukerfisins. Olían sem fyrir skömmu fannst í strandhéruðum Austur- Nígeríu er tvímælalaust sá auð- ur er mestu réði um afstöðu flestra utanaðkomandi aðila til styrjaldarinnar. Brezka olíuauð- valdið, og þá fyrst og fremst Shell—BP, hefur áreiðanlega talið sig réttborið til lindanna, allt frá því þær fundust, og til að tryggja sér yfirráð yfir þeim, hikaði stjórn Wilsons ekki við að láta svelta milljónir Bíöfrubarna í hel fyrir augunum á sér og öll- um heiminum. Sovétstjórnin var engu síður ókvalráð hvað þessu viðvék, enda varla við öðru að búast úr þeirri átt. Hins vegar verður það að segjast Banda- ríkjastjórn til lofs að hún forð- aðist að gerast þátttakandi í hungurmorðunum á íbóunum og neitaði að selja Nígeríustjórn vopn, eftir að stríðið hófst. En til þess að geta áttað sig á þeirri þróun mála er leiddi til ennyfirstandandi ógnaratburða, er nauðsynlegt að gera sér nokkra grein fyrir því fyrir- brigði, sem ríkið Nígería er, og hvað olli tilorðningu þess. Landfræðilega skiptist Níger- ía, sem er um 367.000 fermílur að flatarmáli, í tvö svæði, regnskógabelti sunnan til en sa- vannasléttur nyrðra, og verða þær því eyðilegri og sandblásn- ari sem nær dregur Sahara. íbú- ar landsins, sem eru eitthvað rúmlega fimmtíu og fimm millj- ónir eru svo til allir af kynþætti negra og ekki stór útlitsmunur á þeim sem búa í skógi eða á steppu. Þó kváðu steppubúar norðanlands vera enn svartari en hinir, enda er þar sólskin miklu meira, en skuggsældin í skógun- um sunnanlands hefur hins veg- ar gert að verkum að þar er mannskapurinn eitthvað ljósari á bjórinn og stundum með eir- brúnum blæ, einkum íbóar og fleiri þjóðflokkar þar í grennd. Norðanlands hefur nokkuð gætt eranskrar blöndunar frá æva- fornu fari, og kemur hún eink- um fram í þjóðflokki þeim er Fúlanar heita. Þeir eru margir ljósari á hörund og beinleitari en nágrannar þeirra og eru ákaf- lega stoltir af; telja sig raunar frpkar hvíta menn en svarta. Hvað tungumál snertir eru Nígeríumenn miklu sundurleit- ari en kynþáttalega. Alls munu um hundrað tungumál vera töl- uð í landinu, en flest að vísu af sárafáu fólki. Fjögur tungumál aðeins, það er að segja bau sem töluð eru af Hásum og Fúlönum norðanlands og Jorúbum og íbó- um suður frá, eru móðurmál 10 VIKAN “■tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.