Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 4
w 9 u 3IÐAI iÍÐAS Gamlar stúlkur og ungar ekkjur geja jajnan gott jæri. íslenzkur málsháttur. 0 fólk í fréttunum Einn þeirra demókrata sem þátt tóku í baráttunni um forsetaembættið í Banda- ríkjunum árið 1968, var öldungardeildar- þingmaðurinn George McGovern, frá Suður-Dakota. Hann dregur enga dul á að hann hefur hugsað sér að reyna aftur árið 1972, en sigurlíkur hans fara minnkandi dag frá degi. Ástæðan er að- allega afstaða hans til stríðsins í Viet Nam. Nýlega var gerð skoðanakönnun í heimaríki hans, og þar kom fram að 75% íbúanna studdu öldungadeildarþing- mann repúblikana, Karl Mundt, en hann er eindreginn stuðningsmaður Nixons um að flytja hermenn Banda- ríkjanna heim smátt og smátt, í stað þess að gera það strax, eins og McGovern vill. Og um leið gerast dagblöð í Suður-Dakota æ harð- orðari í garð McGoverns, en hann berst áfram. „Næst verður það sennilega Mars,“ sagði hugmyndafræðingur NASA, dr. Werhner Von Braun, er hann hélt fyrirlestur í Linwood, New Jersey. „En — í augna- blikinu gengur það samt erfiðlega." — Og enn erfiðar gekk að stjórna skugga- myndasýningarvélinni sem Von Braun notaði til að sýna skýringarmyndir, en henni var stjórnað af ungum íbúa Lin- wood. „Ég vil fá myndina aftur!“ sagði rakettusnillingurinn þegar myndin sem hann var að ræða og útskýra hvarf allt í einu. Jú, myndin kom aftur — en ekki í fókus. Strax á eftir kom mynd af Saturn 5 eldflaug —■ í loftið, og svona gekk það, og á endanum varð hinn þýzk-ættaði vísinda- maður svo „pirraður" að hann lamdi með priki sínu í gólfið og hrópaði: „Er nokkur möguleiki á því að fá að sjá næstu mynd?“ Það var því ekki beint róandi þegar einhver á aftasta bekk svaraði: ,,Jawohl!“ Árið 1857 var haldinn mikil hátíð í New Orleans í Bandaríkjunum, og hefur slík hátíð, kölluð Mardi Gras (úr frönsku), verið haldin árlega síðan. Hefur þetta ávallt farið þokkalega fram, þar til í ár að um það bil 10.000 leðurjakkatöffarar og aðrir götustrákar og stelpur ruddust inn á svæðið og hentu grjóti og börðu gamlar konur í höfuðið með kylfum. Nokkrir karlmenn urðu og fyrir barð- inu á lýðnum og þeirra á meðal var hinn heimsfrægi trompetleikari A1 Hirt. (Hann hefur meðal annars leikið hér á landi). Hann fékk stein í andlitið þar sem hann sat uppi á vagni, klæddur sem jólasveinn, og varð að loka skurðinum með tólf sporum. Varð þetta til þess að Hirt missti af nokkrum hljómleikum og heilmiklu af peningum. „Þetta er síðasta hátíðin sem ég tek þátt í,“ sagði Hirt, „að minnsta kosti þangað til eitthvað verður gert í þessu; þangað til borgaryfirvöldin vakna. Mín vegna mega fransararnir hirða þetta Mardi Gras aftur!“ Hin fræga, franska leikkona hefir ennþá samband við manninn, sem hún giftist fyrir 20 árum. Hamingja sonarins er henni fyrir öllu. í fimmtán ár hafa þau verið aðskilin, Jeanne Moreau og leik- arinn Jean-Louis Richard. Hvernig er samband þeirra nú? Jeanne Moreau segir: — Við skildum að lögum fyrir sex eða sjö árum. En það var eiginlega ekkert aðkallandi, því að við höfum alltaf haft það á tilfinn- ingunni að í raun og veru heyrð- um við saman. Við höfum þekkt hvort annað síðan við vorum unglingar; Jean var sextán ára, ég sautján, þegar við hittumst fyrst. Þegar hún er spurð hvort þau séu í rauninni ekki algerlega skilin, segir hún: — I rauninni ekki. Við höfum alltaf verið góðir vinir og haft samband hvort við annað. En við gerðum það upp við okkur að við gætum ekki búið saman. En ef ég er leið, eða líður illa, til dæmis af timburmönnum, þá kemur Jean alltaf, þegar ég hringí í hann. Ef hann kemur að kvöldi, dvelur hann hjá mér yf- ir nóttina. Jean hefir sína galla og ég mína, en • eitt eigum við sameiginlegt, og það er ást okk- ar til sonarins. Ég hefði bara ein- faldlega ekki getað búið með karlmanni, hvorki honum eða öðrum. Það er ekkert auðvelt fyrir mann að sætta sig við einkalíf frægrar leikkonu, sem þessutan á stóra fjölskjddu; — son, foreldra og systur. En hann mun alltaf eiga sitt rúm í hjarta mínu. Nú er Jerome sonur okk- ar að verða fullorðinn. sautján ára. Jean hefir oft sagt við mig: „Et' þú getur hugsað þér að gifta þig aftur, þá leyfi ég mér að biðja um hönd þína.“ En hvað myndi hún gera ef þessi maður tœki upp á því að kvœnast á ný? — Ég myndi ekki springa í loft upp af gleði. Ég hefi ekki bein- línis áhyggjur af því. Mér finnst ekkert nema dauðinn geta rofið þau heit sem tvær manneskjur gefa hvort öðru. Það er eini skilnaðurinn sem ég viðurkenni. ☆ STUTT OG LAG- GOTT Nýlega jannst í ruslakörf- unni minnisblað eftir hús- bónda minn: Það sem ég þarf að gera í dag: 1. skipu- leggja. 2. hringja í konuna. 3. endurskipuleggja. OHENTUGUR skautabúningur Þannig voru skautadömurnar klæddar í Upplöndum í Svíþjóð, árið 1911, þegar þær skautuðu á ísilögðum skógartjörnum. Fötin eru nokkuð framandleg nú, og það eru skautarnir líka, en tölu- stafirnir 8 og 3 voru jafnvel risp- aðir í ísinn þá eins og nú, segir ein þeirra sem er þarna á mynd- inni. ☆ 4 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.