Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 14
NR. 3 TIL ÚRSLITA uncn KvnsLoom ÁSGERDUR FLtSADÓITIR VIKAN- KARNABÆR LJÖSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJONSSON Ásgerður er 15 ára, fædd 11. nóvember, 1954, elzt af þremur dætrum Flosa Þór- ormssonar, verkstjóra. og Sig- urborgar Jónsdóttur. Hún er 168 cm á hæð, Ijóshærð og með blá augu. Ásgerður er í þriðja bekk Verzlunardeildar Laugalækj- arskólans, og hefur mest gaman af því að vélrita, svo og af málunum; ensku, þýzku og dönsku. Félagsfræði er henni minnst að skapi og seg- ir hún þá námsgrein þurra og langdregna. Gangi henni vel í prófum í vor segir hún að sig langi til að hætta og fara í Verzlunarskólann, jafnframt því sem hún vill læra að syngja. Verði ekki af Verzl- unarskólanáminu ætlar hún áfram í sönginn (sem hún getur byrjað á næsta vetur) og síðan jafnvel í hjúkrun eða Ijósmóðurnám. Tvö und- anfarin sumur hefur hún unn- ið undir stjórn föður síns í verksmiðjunni Sanitas, og kann því ágastlega. Til útlanda hefur hún ekki komið enn, en heldur mest upp á Akureyri af þeim stöð- um sem hún hefur heimsótt hér á landi. Ásgerður segist skemmta sér hæfilega, einu sinni eða tvisvar í mánuði, og þá fer hún á dansleiki, aðal- lega Las Vegas, eða í bíó. Tónlist er henni vitaskuld áhugamál og þá aðallega poppið svo og þjóðlagatón- list. Henni var boðið að syngja með hljómsveit sem leikur á Keflavíkurflugvelli, en eftir íhugun afþakkaði hún — leizt ekki á staðinn. „Það bezta sem hún les eru spennandi ástarsögur og aðrar „ævintýrasögur" eins og hún orðaði það sjálf. Það sem henni fannst einna helzt ábótavant við ungu kyn- slóðina var of miklar reyk- ingar og allt of mikil áfengis- neyzla. 14 VIKAN 11 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.