Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 8
ÞEIR VITA, SEM EIGA Þeir, sem eiga hann, vita, að hann er fyrsta flokks bíll, — en ekkert tízkufyrirbrigSi, — a8 hann er ódýr í rekstri, — aS hann er í hærra endursöluverSi en aSrir bílar, — aS hann hentar islenzkum vegum og veSráttu. ÞaS er eitt aS kaupa bil — og annaS aS eiga og reka bíl. — KynniS ySur verS og gæði VOLKSWAGEN, — varahlutaverð og viðgerðarþjónustu. Sýninoarbíll á staOnum. Komið, skoflið. royoifl Sími ■ fl ■ SBU flBT A Laugavcgi 21240 llHil f.l II ■ /70-/72 8 VIKAN “■tbl- Heimsendir Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í nótt. Hann er svona: Mér fannst ég, móðir mín, maðurinn minn og litlu dætur mínar tvær vera á einhverju móti, þar sem var samankominn fjöldi manns. Ég var ásamt mömmu að ganga með yngri dóttur mína í fanginu, en mað- urinn minn og eldri dóttir mín voru einhvers staðar annars staðar á mótinu. Þetta var um vetur og það var tveggja stiga frost. Þá lít ég allt í einu upp í himininn og sé einkennilega sjón: reykjarstrókar teygja sig yfir himininn frá norðri til suð- urs og um leið fer að hitna svo ofboðslega úti. Eg verð að sjálf- sögðu mjög undrandi yfir þessu og lít á mömmu, en hún segir: „Nú er heimurinn að farast! Þegar hitnar svona mikið um hávetur, þá springur heimur- inn.“ Ég lit aftur upp og sé þá nýja stróka vera að teygja sig yfir himininn. Ég verð ofsahrædd og hleyp af stað ásamt mömmu að leita að eldri dóttur minni og manninum mínum. Fyrir utan einhverja sælgæt- isbúð hitti ég þá frænda minn og konuna hans. Hann er eins og hann á að sér og er vanur að vera, en hún er svört af skít. Ég talaði víst eitthvað við þau, en síðan hef ég víst vaknað, — ég man ekki betur. Með innilegu þakklæti! Deitla — 20. Skýjaður himinn er fyrir erfið- leikum og viðbrögð móður þinn- ar tákna líklega, að hún muni gera úlfalda úr mýflugu og mikla fyrir sér þessa erfiðleika, hvers eðlis sem þeir nú eru. En ekki má gleyma niðurlagi draumsins, sem er kannski þýð- ingarmest. Óhreinindi tákna peninga, svo að einhvern veg- inn breytast erfiðleikarnir í ávinning og verða því til góðs, þegar allt kemur til alls. Tungl og stjarna Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða tvo stutta drauma fyrir mig. Mér fannst ég vera á gangi með nokkrum krökkum sem ég kannaðist ekkert við. Þetta var um kvöld og mjög gott veður. Verður mér þá littð upp í him- ininn og get ekki komið auga á tunglið litla stund, en þá skyndi- lega er eins og hurðir séu opn- aðar og fullt tunglið kemur í Ijós. Smátt og smátt minnkar það, þar til það er orðið tæp- lega hálft, en við efra horn þess er mjög stór og björt stjarna. Þá fer ég að tala um það, að ég vilji setja stjörnurnar á annan stað. Kemur þá yngri bróðir minn til mín og segist skuli gera það fyrir mig. Og svo næst þegar ég lít upp er stjarnan komin hinum megin við tungl- ið, neðarlega, en hún er samt alveg eins stór og björt og áður. Hinn draumurinn er svona: Mér fannst ég vera einhvers staðar uppi í sveit, þar sem allt var í blóma. Kemur mamma þá út í dyrnar á bænum sem ég stóð hjá og biður mig að tína nokkur blóm handa S. (en þessi kona var kona nákunnug okkur, sem dó fyrir nokkrum árum). Ég fer þá þangað sem mest var af blómum og tíni stóran vönd af sóleyjum. Þegar inn kemur tökum við mamma eftir því, að mikill sandur er á blómunum og í sameiningu hreinsum við þau vel og vandlega. Síðan göngum við með blómin inn í herbergið, þar sem S. liggur í rúmi, að- eins sést í andlitið á henni og allt snjóhvítt á rúminu. Þegar hún sér okkur koma með blóm- in, brosti hún til okkar. Lengri var þessi draumur ekki. Eg vona að þú getir þýtt þessa drauma fyrir mig. Með fyrirfram þökk. Lilja R. Fyrri draumurinn hlýtur að vera fjarskalega hagstæður. — Fagurt og skínandi tungl merk- ir gleði, auð og góða heilsu. Fullt tungl boðar bjarta framtíð og er ógiftu fólki fyrir góðu gjaforði. Minnkandi tungl er að vísu fyrir ógeðfelldum fréttum, en þar í mót kemur stjarnan í draumi þínum. Bjartar og skín- andi stjörnur boða velmegun, happasælt ferðalag eða góðar fréttir. — Hinn draumurinn er öllu erfiðari viðureignar, bæði dularfullur og torráðinn. Sumir segja, að það sé fyrir eignatjóni að gefa látnum gjafir í draumi. Nú eru blómin að vísu gjöf, en þó ekki í venjulegum skilningi. Blóm út af fyrir sig er, eins og kunnugt er, mikið hamingju- tákn, sérstaklega á sviði ásta- málanna. Og þá er það sandur- inn á blómunum, en sandur táknar fátækt. Við gizkum á, að draumurinn tákni góðverk ein- hvers konar, sem þið mæðgum- ar vinnið; verknað, sem hefur þær afleiðingar, að þið verðið talsvert fátækari á eftir. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.