Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 38

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 38
er yður vafalaust óhætt að sitja kyrr. — Já, við yður vildi ég gjarn- an eiga viðskipti. Lofið mér að heyra. Við skulum gjarnan gera ofurlitla verzlun. — Hví ekki mikla verzlun? — Jú, mikla verzlun. Því stærri, því betri, ha, ha, ha. En frú Anderson var alvara. Hún vildi fá að líftryggja hann. — Einmitt það, sagði etats- ráðið undrandi. Er frúin agent? — Það var fyrir nokkrum ár- um. Eg varð að hjálpa mannin- um mínum að vinna fyrir heim- ilinu. Hvað átti ég að gera? Og hún skýrði þetta nánar fyrir honum. Það þurfti ekki að vera svo há upphæð. Hún ætlaði ekki að féfletta hann. — Jú, sagði etatsráðið. Ef ég líftryggi mig, þá tek ég háa líf- tryggingu. Og þegar alls er gætt, þá getur verið hyggilegt að líf- tryggja sig. — 3£g skal senda skjölin heim til mannsins míns til undirskrift- ar, sagði frúin. Fyrir siða sakir verður læknirinn að skoða yður, enda þótt þér séuð hraustur eftir útliti að dæma. Ég skal óðara senda lækninn. Þegar etatsráðið hitti konu sína, sagði hann stuttarlega: — Ég var að sinna viðskiptum. Hvað vildurðu mér? — Varstu að tala um við- skipti við hana? — Eg líftryggði mig. Það hefur mikla þýðingu að líftryggja sig. Hún er fulltrúi bezta félags. — Versta félags, sagði Etats- ráðsfrúin af sannfæringu. Hún er áreiðanlega frá versta félag- inu. Etatsráðinu þótti vænt um að hafa gert frú Anderson til þægð- ar. Hann rak sjálfur eftir því, að samningurinn yrði undirritaður við fyrsta tækifæri. Og þegar læknirinn frá nágrannalandinu kom, var etatsráðið í bezta skapi og lét skoða sig. Og auðvitað var ekkert að honum. Hreint ekki neitt. Frúin rétti honum höndina og þakkaði honum fyrir. •—• Hef ée virkilega gert yður greiða með þessu, spurði hann. — Stóran greiða. Þér hafið bjargað mér. Eg má ekki segja meira. Etatsráðið lét sinn betri mann fá yfirhöndina og sagði: — Ég held nærri því, að ég gæti fengið aðalræðismanninn til þess að líftryggja sig, ef yður væri nokkur þægð í því. Þá kallaði frú Anderson hann vin sinn og velgerðarmann. Og um leið horfði hún í kringum sig og roðnaði á báðum vöngum. — Mér finnst við ættum að nota tækifærið meðan læknirinn er hér, sagði etatsráðið við aðal- ræðismanninn. Við gerum víst frúnni mikinn greiða með þessu. Það er ekki þar fyrir, að hún hefði beinlínis sagt það en... . — Hún hefur sagt mér hreint út, að hún sé fátæk, sagði aðal- ræðismaðurinn. Það er ákaflega raunalegt. Eins og hún hefur falleg augu. Og aðalræðismaðurinn vildi ekki standa að baki etatsráðinu. Hann líftryggði sig fyrir jafn- hárri upphæð og etatsráðið. Auk þess hafði hann sérstaka ástæðu til að gera frú Anderson ofur- lítinn greiða. Hún hafði nýlega þakkað honum fyrir kvæðið. Hann sagði: — Hvernig væri að við líf- tryggðum konur okkar líka? — Hvað, konur okkar? spurði etatsráðið. Nei, það gengur al- drei. Ég fæ konuna mína aldrei til þess að láta skoða sig. — En mér finnst þetta bein- línis skylda okkar. Það var bögn stundarkorn. Et- atsráðið sat í þungum þönkum. — Hún skal mega til, hrópaði hann skyndilega. Ég fer til henn- ar þegar í stað. Sjaldan hafði etatsfrúin séð mann sinn jafn ákveðinn. Hann lét allar mótbárur sem vind um eyrun þjóta — Það er skylda okkar, sagði hann með orðala^i aðalræðis- mannsins. — Er það skylda okkar? En nú var etatsráðið fljótur að hugsa og hann hljóp ekki á sig. Hann varð hátíðlegur á svip og kinkaði kolli: — Já, það er skylda okkar. Við eigum dóttur, sem við deyj- um einhvern tíma frá. Og enda þótt dóttirin væri gift milljónamæringi þoldi etats- ráðið engin mótmæli. Ókunni læknirinn fékk nóg að gera. Hann skoðaði gesti sumar- hótelsins í krók og kring og gaf vottorð um heilbrigðisástand þeirra. Hann var ungur maður, dökkeygður og í ljósum fötum. Hetjan Oxenstand gat ekki boðið honum byrginn. Það varð lítið úr honum þessa daga, sem lækn- irinn var á sumargistihúsinu. Hann reyndi í fyrstu að láta sem ekkert væri, en þegar frú Trampe, fegurðardrottningin, horfði tindrandi augum á lækn- inn, stóðst hetjan ekki mátið lengur. — Þér hafið dregið mig á tál- ar, sagði hann við frú Trampe. Hann sagði þetta daglega og end- urtók ásakanir sínar. Dag nokkurn sagði hún honum sína meiningu hreinskilhislega. Hún var orðin leið á hetjunni Oxenstand. — Ég hef ekki dregið yður á tálar. En ég get ekki látið mér þykja vænt um yður á þann hátt sem þér ætlizt til. Og til hvers ætti það líka að vera? Ég er gift, gætið að því — Það hefðuð þér átt að segja mér strax. En þér létuð það al- veg vera. — En við skulum samt vera ágætir kunningjar, hélt hún áfram. Þá hló hetjan. — Og þér ætlið að vera eins og systir mín. Er það ekki kallað svo? Hún var ástfangin af læknin- um og talaði við hann um kvöld- ið niðri í garðinum. — Ég veit um manneskju, sem gæti verið miklu hamingjusam- ari en hún er, sagði hún og roðn- aði. — Það eruð þó ekki þér? — Jú, það er ég. Þér eruð læknir og skiljið það. Það er hættulegt að vera úti í sveit og fyllast lífsþrótti af útiloftinu og hafinu. Og hér er enginn sem hægt er að .... Hetjan Oxenstand gekk fram hjá. Hann virtist vera að leita að einhverjum, sem hann ætlaði að drepa. — Þessi frú Anderson fær að vera hjá yður svo oft sem hún vill. Læknirinn hló og sagði: — Það eru bara verzlunarer- indi. Við líftryggjum fólk. Hún græðir á tá og fingri. Má ég sjá hringinn yðar. Lofið mér að halda í hönd yðar. Ekki það? Bara rétt sem snöggvast. — Nei, það þori ég ekki. Ger- ir frú Anderson það? Jæja, nú lofa ég yður að halda í hönd mína eins og ég væri að sam- þykkja eitthvað. En það geri ég nú samt ekki. Ég samþykki ekki neitt. Skiljið þér mig rétt? En, góði, hvað gerið þér nú? Hún dró að sér höndina. En ekki fyrr en hann hafði kysst hana. — En hvað höndin á yður er fín og heit sagði hann. Og frú Anderson gekk fram hjá. Var hún afbrýðisöm? Það kom einkennilegur glampi í aug- un, þegar hún leit á þau. Frú Anderson var stolt og hélt leiðar sinnar, en þegar hetjan Oxen- stand settist á veggsvalirnar og fór að tala við hana, var hún mjög ástúðleg við hann. Og þau sótu þarna tvö ein og hvísluðust á, eins og þau hefðu fundið hvort annað. Frú Anderson óttaðist engan reikning. Hún borgaði á sumar- gistihúsinu eins og þessi skuld gæti varla talizt. Og etatsráðið kastaði stórum blómavöndum inn um gluggann hennar í myrkrinu á kvöldin. Að vísu var hún í ónáð allra kvenna á gistihúsinu, en það lét hún ekki á sig fá. Og hún virtist enga samúð eiga með neinum öðrum en þeim, sem hún lagði lag sitt við þá stundina. Hún virtist enga samúð eiga með hinum óheppna starfsbróður sín- um, Andersen. Hann var klaufi. Hann kunni ekki að hræra hjört- un. Af þeim fáu orðum sem milli Gölfflisar - Gólfdúkur .... mKBBSSF, mmfWffimm - J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN hf. 38 VIKAN “•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.