Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 49
verðum við að vera með eitt- livað fyrir alla, þvi við verð- um mest á dansleikjum liér úti á landsbyggðinni og þar hefur fólkið ekki jafn mik- inn áhuga á framúrstefnu. En auðvitað einskorðum við okkur ekki við neitt „Yummy Yummy“, heldur reynum að gera hæði okkur og fólkinu til hæfis í einu. Plötu ? Ja, Tónaútgáfan hefur sýnt áhuga á þvi að gefa út plötu með okkur og sjálfir höfum við ekki minni áhuga. Sennilega verður tveggja laga plata fyrir val- inu, og þá með vorinu. Við höfum alltaf lagt áherzlu á það að útsetja sem mest sjálfir, og erum meira að segja búnir að útsetja annað lagið sem við vildum setja á plötuna; gamalt og gott Bítlalag: „You‘ve got to hide your love away“. í augnablikinu æfum við af kappi; við höfum trú á því sem við erum að gera og við höfum mikinn hug á því að komast til Reykjavíkur og sýna hvað við getum -— eða getum ekki.“ Og Ásgeir Guðmundsson, fyrrverandi orgelleikari og liljómsveitarstjóri Dúmbó er nú farinn að leika gömlu dansana og þess háttar „full- orðins“-músik, ásamt Steina (Sigursteini Hákonarsyni), Gunnari Sigurðssyni, trommuleikara, sem eitt sinn lék með Dúmhó og er kallað- ur „Gunni bakari" á Skagan- um, og Smára Hannessyni, gitarleikara, sem m. a. gerði texta á plötuna er kom út með Dúmbó-sextett, sumarið 19fi7. Það má segja, að það eru kátir karlar á Skaganum.... ☆ Yngismey eina sá . . . Framhald af bls. 27 ungir og sumir að byrja sinn leikferil, en eru nú allroskn- ir orðnir, sumir liættir að leika eða látnir. Indriða og Sigríði léku þá Kristján Kristjánsson og Magnea Sig- urðsson, Martlia Indriðadótt- ir Gróu á Leiti, Brynjólfur Jóhannesson Bárð á Búr- felli, Valur Gíslason Guð- mund fóstra hans, Gestur Pálsson Þorstein matgogg, Gunnar Hansen Möller kaup- mann, Alfreð Andrésson Kristján húðarmann, Arndís Björnsdóttir Guðrúnu og Þorsteinn Ö. Stephensen Jón. Leikstjóri var Indriði Waage, og annaðist hann einnig leik- stjórn þegar leikritið var fært upp öðru sinni í Reykja- vík, í desember 1953. Þá léku Sigurður Björnsson og Bryndis Pétursdóttir piltinn og stúlkuna, Emilía Jónas- dóttir Gróu á Leiti, þeir Val- ur Gislason og Klemenz Jónsson þá Búrfellsfóstra, Guðmundur Jónsson Þor- stein matgogg, Ævar Kvaran Möller kaupmann, Róbert Arnfinnsson Kristján búðar- mann og Inga Þórðardóttir Guðrúnu. Sýning Þjóðleik- liússins á leikritinu nú verð- ur sú þriðja í röðinni í Reykjavik, en auk þess hefur það viða verið sýnt úti á landi. Við þessa uppfærslu Þjóð- leikhússins á Pilti og stúlku annast Klemenz Jónsson leikstjórn, en hlutverk Indr- iða fer að þessu sinni með Garðar Cortes, sem nýkom- inn er heim frá söngstjórn- arnámi i Englandi. Er nauð- svn á góðum söngvara í hlut- verki þessu, því að í því eru þrír söngvar sem krefjast hárrar tenórraddar, í fögrum dal, Yngismey eina sá og Sortna þú ský. Sigríði í Tungu leikur Margrét Guð- mundsdóttir, Ingveldi móður hennar Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Ingibjörgu á Hóli Auður Guðmundsdóttir, Gróu á Leiti Bríet Héðinsdóttir. Bárð á Búrfelli leikur Valur Gíslason öðru sinni og hefur liann þannig leikið í öllum þremur sýningunum á leik- ritinu i Reykjavík, Bessi Bjarnason leikur Guðmund, séra Tómas Jón Júliusson, Valgerði Brynja Benedikts- dóttir, Þorstein matgogg FIosi Ólafsson, Stínu Þóra Friðriksdóttir. Möller lcaup- maður, hinn lymskufulli danski skúrkur, verður að þessu sinni leikinn af Erlingi Gíslasyni, búðarmaður hans Kristján af Árna Tryggva- sjni, Levin kaupmann leikur Gunnar Eyjólfsson, Gunnu á húðarloftinu Herdís Þor- valdsdóttir, þau lijónin Mad- dömu Ludvigsen og Jón Anna Guðmundsdóttir og Róbert Arnfinnsson, Stíne Nina Sveinsdóttir, Rósu Kristhjörg Kjeld og Sigurð fylgdarmann Baldvin Hall- dórsson. Sýningar á leikverkum á horð við Pilt og stúlku eru meira en leikviðburður. Þær gefa leikhúsgestum kost á endurfundum við persónur, sem flestum þeirra hafa ver- ið minnisstæðar frá bernsku. Ekki hvað sizt vegna þess munu menn almennt fagna þessu næsta viðfangsefni Þjóðleikhússins. dþ. Nigeria og Biafra Framhald af bls. 11 átti eftir að ná forustu í landinu, hafði allt til þessa verið heldur frumstæður félags- og efnalega. íbóar höfðu enga miðstjórn, en bjuggu í smáum þorpasamfé- lögum er höfðu frumstæða jarð- yrkju sér til framfærslu og kváðu jafnvel ekki hafa verið frí við mannát. Tign framá- manna í þorpunum var ekki arf- geng, heldur voru þeir kosnir af þorpsbúum og varð þá yfirleitt fyrir valinu sá frambjóðandi, sem mestan dugnað hafði sýnt við jarðyrkju, veiðar eða íþrótt- ir. Þetta samfélag ól upp í íbó- um blöndu af samkeppnisanda og samvinnuhneigð, er kom prýðilega heima við hugsunar- hátt Evrópumanna. Er hér fund- in höfuðskýringin á því, hve snöggur og mikill uppgangur íbóa varð í landinu eftir að Bret- ar höfðu lagt það undir sig. Upphaflega gerðu þeir það nauðugir, sem og fleiri hluta ríkis síns. Bretar eru með vitr- ari mönnum og höfðu ýmigust á kostnaði þeim og fyrirhöfn er fylgdi því að þenja sig yfir mik- il landflæmi; það sem þeir sótt- ust eftir voru yfirráð yfir auð- lindum og verzlun. Þeir höfðu góðan pening upp úr þrælaverzl- uninni meðan hún var í blóma, en eftir að hún var bönnuð sendu þeir herskip suður að Nígeríu- strönd til að gæta þess að bann- inu yrði framfylgt. Þessu fylgdu viðskipti með annan varning en þræla og smátt og smátt ítök á ströndinni. 1851 réðust Bretar á Lagos og tóku staðinn, en kon- ungur hans hafði áður neitað að stöðva þrælaverzlunina. Varð þessi borg, sem nú er höfuðborg Nígeríu, þannig fyrsti hluti hennar er komst undir bein brezk yfirráð. Færðu brezkir að- ilar siðan smátt og smátt út kvíarnar yfir suðurlandið og bönnuðu landsmönnum ýmsa þjóðlega siði, svo sem þrælasölu, mannblót og mannát. 1886 var stofnað verzlunarfélag til að nýta auðlindir Nígeríu, kallað Royal n. tbi. VIKAN 49 HlfflB EB ÐBKIN HflNS NDfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SÍQast ®r dregið var hlaut verðlaunln: Guðrún Guðmundsdóttir, Fögrukinn 5, Hafnarfirði. Vlnninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. Nafn Hoimili Örldn er á bl*. 11. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.