Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 41
ÖRYGGIFRAMAR ÖLLU NÝR V4 1970 SAAB V4 '96 — árgerð 1970 — er traustur, stílhreinn og sérlega vandaður, byggður fyrir erfiðustu aðstæður. Hver bifreið er „testuð" í stormgöngum SAAB-herþotnanna og yfirfarin af sérfræðingum. SAAB V4 '96 er sparneytinn, og ódýr í rekstri. NÝJUNGAR I ÚTLITI OG ORYGGI: Ný ferhyrnd framljós, sem gefa 50% betri dreifingu af nærljósi. Endurbættar bremsur, 40% léttara bremsuástig. Ný tegund af samdráttar-stýrisstöng til varnar slysum. Öryggis^boddy" með sérstyrktum gluggapóstum. Tvöfalt „lammel" gler í framrúðu. Tvöfalt bremsukerfi með diskahemlum að framan. Ný tegund af öryggisfelgum. öryggisbelti fyrir framstóla og festingar fyrir aftursæti. Innfeld dyrahandföng. Betri bólstrun á sætum og nýir litir á áklæðum. HÁMARKS FARANGURSRÝMI ’^BJORNSSONAca SKEIFAN 11 SÍMI 81530 — Konan yðar, spurði veit- ingakonan efagjörn. — Hún var konan mín þá, öskraði Andersen agent. Ég var hér og fékk engan til þess að líf- tryggja mig, svo að ég skrifaði henni og bað hana að koma. Og nú er hún farin með lækninum. Þau hafa prettað mig. Þau fóru með alla peningana. Þá bagði veitingakonan í mín- útu og hugsaði málið. Hún var ekki laus við efasemdir ennþá. — Konu sína getur maður heimsótt á daginn, sagði hún. — Má maður þá ekki heim- sækja konuna sína á nóttunni? spurði Anderson sárgramur. Nú urðu allir í sumargistihús- inu stórlega undrandi. Þeim fannst frúin hafa leikið á þá. Anderson agent lagði fram skjöl, sem sönnuðu að frúin væri kon- an hans. Það var ekki hægt að efast um það framar. Þau voru búin að líftryggja gestina. Hetjan Oxenstand vildi helzt ógilda tryggineuna sína, en hann varð að þegja því að hann hafði sjálf- ur samið skeytið. Adami etats- ráð og aðalræðismaðurinn hót- uðu Anderson kæru. — Gerið þér svo vel, sagði Anderson. — Þið hafið líftryggt ykkur hjá mér. Ég hef skrifað undir skjölin og þau eru ekki hægt að véfengja. Og það fór svo að Anderson flýtti sér ekki eins mikið í burtu og upphaflega var til ætlazt. All- ir karlmennirnir fordæmdu þetta verzlunarbragð, að láta konu sína lokka menn til þess að líf- tryggja sig, en konurnar snerust á sveif me& Anderson agent og létu í Ijós samúð sína með hon- um. í gleði sinni yfir því að þessi hættulegi keppinautur þeirra var horfinn af leikvanginum, gengu þær meira að segja svo langt, að þær hugguðu Anderson í raun- um hans. — Hún kemur áreiðanlega aftur, sagði frú Milde. Hún kemst að því einhvern daginn, að þrátt fyrir allt, eruð þér eini maðurinn í heiminum. Þannig er það um mig og manninn minn. Og jafnvel frú Trampe. feg- urðardrottningin sem hinn dökk- eygði læknir hafði leikið á, lýsti því yfir að hún hagaði sér eins við sinn mann. En Anderson agent leit á mál- ið frá annarri hlið. — Auðvitað kemur hún aftur, sagði hann. Ég vonast eftir henni, því að hún er svo dugleg að líf- tryggja. En ef hún hleypur enn burtu með premíurnar, þá verð- ur hún mér nokkuð dýr. Þrem vikurn seinna kom líka bréf frá hinni brotthlaupnu konu. Nú kraup hún við hlið manns síns. Og það voru tár í augum hennar, stóð í bréfinu. Og spurðu mig ekki eftir lækninum. Hann er farinn. sína leið. Anderson agent kinkaði kolli. Hvað sagði ég. Kom hún ekki aftur. En ef hún gerir þetta einu sinni enn og tekur kassann, þá lýsi ég eftir henni. Sama kvöldið gekk frú Trampe um og neri saman höndunum. Hún var svo heilbrigð. Hún hafði haft tíma til að gleyma læknin- um og var aftur farin að líta á hetjuna Oxenstand. Og þar sem hetjan Oxenstand var líka orð- inn svo heilbrigður af útiloftinu, þá urðu þau aftur ástfangin hvort í öðru. Hann tók utan um hana og sagði: — Nú er ekki hægt að flýja örlögin lengur. Hún hafði ekkert syngjandi svar á reiðum höndum. Hún brosti og hvíslaði: — Undir sumarsól. Og hún gat ekki sagt nei. Adami etatsráð varð aftur að flýja á náðir frú Milde. En frúin hefndi sín fyrir það, að hann hafði viljað einu sinni umgang- ast hana sem bróður. í tvö kvöld talaði hún ekki um annað en hinn skáldlega aðalræðismann. En þriðja kvöldið sagði hún: — Til reynslu ... Og allt féll í ljúfa löð milli hennar og etatsráðsins. ☆ Fonda-feðginin Framhald af bls. 25 var eins og það væri mér sam- gróið. Mr. Roberts náði alveg gífur- legum vinsældum. Sýningum var stöðugt haldið áfram við sömu vinsældir. Henry og Frances áttu hús í Connecticut, tvö falleg og vel gefin börn, og það þriðja frá fyrra hjónabandi frúarinnar. Henry leið vel, hann dundaði jafnvel við að mála og móta á sunnudögum. Joshua Logan minnist þessa hjónabands: — Frances var ekki sérstaklega áhugasöm um leik- list, það var alltaf frekar óþægi- legt að tala við hana um leik húsið. Hún vildi frekar tala um börnin, heimilishaldið og jafn- vel um verðbréfamarkaðinn. Ég furðaði mig oft á því hvað þau Henry gætu talað saman um, vegna þess að þessi áhugamál hennar voru það eina sem Henry minntist aldrei á. Það var oft sagt að hjónaband þeirra væri erfitt, og að Frances hafi oft þurft að umbera þung- lyndisköst hans. En öllum kom mjög á óvart, Henry ekki sízt, þegar frétt kom í blöðunum 14. apríl 1950: „Eig- inkona Henrys Fonda veik, — fremur sjálfsmorð“. Frances skar sig á háls, á hvíldarheimili. Log- an minnist þess að Fonda lék í ,,Mr. Roberts“ sama kvöldið, til að komast hjá því „að verða vit- laus“. Frances hafði skrifað erfða- skrá, þar sem eigur hennar ganga til barnanna, en ekki til Henrys. Hann leynir þessari sorglegu staðreynd fyrir börnum sínum. Börnunum var sagt að 11. tbi- VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.