Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 45
Þegar hún. lék í „They Shoot Horses“, fékk hún sér dráttar- vagn, og bjó þar með bamið. Hún hefur alltaf mikinn þokka, þótt hún sé ekki bráðung leng- ur. Hún er nú farin að skilja að- stöðu föður síns. Josuha Logan segir: — Hún hefur þennan sama hreinleikablæ og faðir hennar. Jane skilur nú heimspeki föð- ur síns: „Maður verður alltaf að vera svolítið dularfullur". Þetta trúir hún á, bæði í einkalífinu og listinni. Hún er á móti öllum kynlífsupplýsingum í skólum. Hún segir ef alls staðar væri gert eins og farið er að gera í Svíþjóð, að sýna börnum og unglingum plastikkynfæri, þá fer öll rómantík af ástalífinu. Hún hefur líka svolítið svipaða hug- mynd um hjónaband og faðir hennar: — Að eilífu, er svo strembið orð. Jane hefur grennzt, hún segir að sér finnist gott að finna fyrir beinunum. Hún er líka hætt að kaupa rándýran tizkuklæðnað, kaupir bara það sem til fellur og henni líkar vel. Faðir hennar á marga bíla, til dæmis Bentley, Mercedes og Thunderbird. Peter notar mótorhjól og sjálf á hún engan bíl og kann ekki að aka bíl. Hún leikur nú í fleiri kvik- myndum, en faðir hennar gerði á hennar aldri. Peter er líka orðinn frægur á eigin spýtur, svo fjölskyldan er orðin táknræn á sinn hátt, þótt þau séu ekki lík hinum frægu Barrymoresystkinum, enda vilja þau ekki rugla þannig saman reitum sínum. Það á eftir að koma á daginn hve langt Peter nær, nú lifir hann fjölskyldulífi í stóru húsi við Bel Air. Sue og börnin, Bridget, 6 ára og Justin, rúmlega þriggja, þrífast vel og pening- arnir eru farnir að streyma inn, svo að þau hafa ekki áhyggjur af reikningum lengur. Fyrir of- an arininn í dagstofu þeirra er úrklippa úr blaði, þar sem skop- teiknari hefur teiknað tvær tán- ingastelpur í þrumuveðri, sem ranghvolfa augunum og and- varpa: — Heldurðu að það rigni líka á Peter Fonda? 'ú' Frú Rohinson Framhald af bls. 31 engum áhyggjum. En — myndir þú koma út með mér aftur ef ég bæði þig um. Eftir að vita um þetta? — Ég hugsa það. — Viltu þá koma með mér út’ — Ef þú vilt. — Á morgun? Eigum við að gera eitthvað á morgun? — Allt í lagi. — Eftir hádegið, sagði Benja- mín. — Við förum þá út að keyra eða eitthvað eftir eftir há- degið á morgun. Hún kinkaði kolli. — Ertu viss um að þú viljir það? Ég vil það alls ekki nema þú hafir verulega löngun til þess. — Mig langar til þess, sagði hún. — í alvöru? — Benjamín, mig langar í al- vöru út með þér. Það var algjörlega heiðskírt daginn eftir, þegar Benjamín Braddock fór af stað heim til Elaine Robinson. Það eina sem heyrðist í götunni þar sem Rob- inson-fjölskyldan bjó var hljóð- ið í stórri sláttuvél sem garð- yrkjumaður ýtti fram og aftur á lóðinni hjá þeim. Benjamín lagði bílnum, fór út og gekk hratt yfir blettinn og að dyr- unum. Hann bankaði og beið. Eftir örstutta stund kom frú Robinson til dyra. Hún var íklædd grænum morgunslopp. Benjamín horfði á hana, leit yf- ir öxl hennar inn í húsið og svo aftur framan í hana. — Við Elaine ætlum út að keyra í dag, sagði hann. Frú Robinson kom út og lok- aði dyrunum á eftir sér. — Eig- um við að tala saman í bílnum þínum? spurði hún. — Ég vildi helzt ekki gera það inni. — Ja, ég held í rauninni að það sé ekki mikið til að tala . . . — Elaine er enn sofandi, sagði frú Robinson og stakk höndun- um í vasana. Hún gekk af stað í áttina að bílnum og kinkaði kolli til garðyrkjumannsins um leið og hún gekk fram hjá hon- um. Hún steig upp í bílinn. Benjamín horfði á hana og krosslagði handleggina á brjóst- inu. Loks hristi hann höfuðið og gekk hægt yfir að hinni hlið bílsins. — Frú Robinson? — Komdu inn, Benjamín, sagði hún án þess að líta á hann. — Ég held ekki að við eigum neitt vantalað, frú Robinson. — Komdu þér inn í bílinn! Benjamín hikaði andartak en smeygði sér undir stýrið. — Keyrðu niður eftir götunni, sagði hún og benti. Benjamín setti í gang. — Frú Robinson, sagði hann, — ég vona að þér finnist ég ekki dónaleg- ur þó ég segi að mér finnist þú vera svolítið melódramatísk í sambandi við þetta. Ég sé enga stórkostlega hættu á ferðinni sem krefst . . . — Keyrðu hérna niður eftir og legðu bílnum þar. Benjamín tók úr handbremsu og keyrði rólega niður eftir göt- unni. Þar stanzaði hann, drap á bílnum og hallaði sér aftur á bak í sætið. Um stund ríkti grafar- þögn, ef ekki hefði verið fyrir fjarlægan niðinn frá sláttuvél- inni fyrir aftan þau. — Benjamín, mér finnst leið- inlegt að þetta skyldi enda svona, sagði frú Robinson loks- ins. Benjamín kinkaði kolli. — En ég segi þér hér með að þú hittir hana ekki aftur. Hann kinkaði kolli í annað sinn. — Já. — Það gleður mig, sagði frú Robinson. — Þá skulum við bara taka málið út af dagskrá Því er þá lokið. — Nei. Því er ekki lokið. — Nú? — Ó nei, sagði Benjamín og spennti greipar við neðri hluta stýrisins. — Mér dettur ekki einu sinni í hug að fylgja fyrir- mælum þínum, frú Robinson. — Benjamín? — Segðu mér bara nákvæm- lega hvað þú hefur á móti þessu, frú Robinson, í stað þess . . . — Viltu að ég geri það? — Ójá. Frú Robinson? — Jæja, Benjamín, sagði hún. — Elaine er góð stúlka. Hún er blíð og alls ekki margbrotin. — En hún er fullkomlega heið- arleg, Benjamín. Hún er einlæg. Hún hristi höfuðið. — Og Benja- mín ,sagði hún svo, — þú ert ekkert af þessu. — Frú Robinson? — Hvað? — Hvenær fer hún á fætur? — Ég held að þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur af því. — Jú, ég held það. Ég held að við höfum mælt okkur mót í dag, og ég held líka að hún eigi von á mér. — Ég skal segja henni að þú hafir ekki getað komið. — Nei. — Benjamín? sagði hún skyndilega og snéri sér að hon- um. — Farðu heim til þín. Farðu heim og komdu aldrei á heim- ili mitt framar. — Farðu til helvítis. — Reyndu ekki að vera snið- ugur, Benjamín. — Ég er ekki að reyna að vera eitt eða neitt, frú Robinson. — Ég gæti hæglega komið af stað heilmiklum vandræðum ef ég þarf þess með. — Jæja? — Já, og ég geri það. Benjamín kinkaði kolli. — Leyfist mér að spyrja hvað þú ætlar að gera, frú Robinson. — Verð ég að segja þér það? — Já. — Jæja, Benjamín, sagði hún og leit á vanga hans, ég segi El- aine allt sem nauðsyn krefur, svo ég geti haldið henni frá þér. Þögn. — Ég trúi þér ekki, sagði Benjamín. — Það gæti samt verið betra fyrir þig. — Ég held ekki að þú gætir það, frú Robinson. Ég held alls ekki að þú gætir sagt henni það. — Ég vona að ég þurfi ekki að gera það. Benjamín sneri sér að henni. — Þú getur ekki gert það, sagði hann og tók um hendina á henni. — Þú getur ekki gert það, frú Robinson! Hún starði á hann án nokkurra svipbrigða. — Frú Robinson, sagði hann og hristi höfuðið. — Ekki gera það. Ég grátbið þig um að gera það ekki. — Farðu heim. Hún dró hendina að sér. — Frú Robinson, ekki gera það! Ég bið þig! Ekki gera það! Hann starði á hana um nokkra stund en sneri sér svo allt í einu að dyrunum. Hann reif í húninn, opnaði dyrnar og hljóp út. Bíll var rétt búinn að keyra hann INSTANT pudding PIE riLUHO Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu, vanillu og jarðarberja. n. tbi. vikAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.