Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 30
FRU ROBINSON (THE GRADUATE) 7. HLUTI CHARLES WEBB — Fólk horfir ennþá á okkur, sagði hún hljóðlega. Hann reyndi að kyssa hana aftur en hún vatt höfðinu til. — Ég vil ekki gera þetta á almannafæri. — Fáum okkur eithvað að borða, sagði hún. , Hann tók í hendina á henni og leiddi hana að næsta veitinga- húsi. Þeim var vísað að borði aftarlega í salnum og um leið og þau settust teygði Benjamín sig aftur í hönd hennar. — Elaine, sagði hann. — Já? — Er allt í lagi núna? — Já. — Viltu reyna að skilja að ég er ekki svona. Eins og ég var fyrr í kvöld. Hún kinkaði kolli. — Þú skilur það? — Þjónnnn er kominn, Benja- mín. Þjónn stóð við borðið þeirra með blýant og blað í hendinni. — Hvað má bjóða þér? spurði Benjamín. — Hamborgara. — Gott og vel, sagði Benja- min, — tvo hamborgara. Þjón- ustustúlkan skrifaði niður það sem þau höfðu beðið um og gekk í burtu. Benjamín leit aftur á Elaine. Lengi vel sat hann og horfði á hana, svo hristi hann höfuðið. — Elaine? sagði hann. —- Ég — ég vildi að þú gætir gert þér grein fyrir því að ég er ekki svona. Ég er alls ekki svona. — Hvað er þá að þér? Ertu veikur eða hvað? — Veikur? — Ég meina — hvers vegna ertu í svona andstyggilegu skapi? — Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég hef verið eitthvað utan við mig alveg síðan ég lauk prófi. Elaine setti servíettuna í kjöltu sér, og þau sátu hljóð unz þjón- ustustúlkan kom með matinn og setti fyrir framan þau. Benjamín tók upp hamborgarann og setti hann strax niður. — Ég er hald- inn þessari tilfinningu, sagði hann. — Síðan ég losnaði úr skólanum hef ég verið haldinn þessari andstyggilegu tilfinningu að vera ruddalegur við allt og alla. Elaine tók upp hamborgarann. — Hvers vegna ferðu þá ekki aftur í skóla? — Ég myndi skítfalla. Elaine fór að borða hamborg- arann sinn. Benjamín lyfti sín- um og ætlaði að gera hið sama, en hætti við það. — Mér líður bara illa, sagði hann. — Og mig langar til að biðja þig afsökun- ar. Ég er ekki svona í raun og veru. Hún kinkaði kolli. Benjamín leit á hamborgar- ann og borðaði hann svo hægt og rólega. Það var komið fram yfir mið- nætti þegar þau loksins keyrðu upp að húsi Robinson-fjölskyld- unnar og Benjamín lagði bílnum þar. I nokkrar mínútur sátu þau hljóð í bílnum en svo snéri Elaine sér að honum og brosti. — Viltu ekki koma aðeins inn? spurði hún. Ég skal gefa þér í glas — eða kaffisopa. Benjamín hristi höfuðið. — Ja, sagði hann, — í rauninni er ég ekki þyrstur. Elaine kinkaði kolli og enn var þögn. — Jæja, sagði hún loks, — Það er sennilega bezt að ég fari inn. Benjamín tók um hönd henni. Hún snéri sér að honum og hann hallaði sér fram á við og kyssti hana. — Benjamín? sagði hún hljóð- lega þegar hann var búinn. — Já, Elaine? — Heldurðu ekki að það væri þægilegra að vera inni? — Ja, ég veit ekki ... ég meina — ég vildi ómögulega vekja alla upp. — Nei, sagði hún og þreyfaði eftir hurðarhúninum, — við vekjum engan. Komdu inn. — Bíddu aðeins, sagði Benja- mín. — Hann tók um hönd henni og dró hana aftur. — Hvers vegna viltu endilega fara inn? — Vegna þess að ég held að’ það yrði þægilegra. — Er ekki nógu þægilegt að vera hér í bílnum? Eline starði á hann. — Er eitt- hvað að? — Ha? — Hvers vegna viltu ekki fara inn? Ó, sagði Benjamín. — Ja, ég — Mér var að detta í hug að við gætum kannske gert eitthvað annað. Farið eitthvað . . . — Gott og vel. Hann setti í gang. — Jæja, hvert förum við? spurði Elaine. — Á bar. Ég er að reyna að. rifja upp fyrir mér einhvern góðan bar í nágrenninu. — Er ekki bar á Taft-hótel- inu? 30 VIKAN “• »i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.