Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 48
<ÞD FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. - ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉUN á markaðinum. - Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 VALHÚSGUGN auglýsa Við höfum stærsta úrval borgarinnar af sófasettum. - Við höfum beztu fáanlegu greiðsluskilmálana. - Við bjóðum yður aðeins 1. flokks húsgögn. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR VALHÚSGÖGN ÁRMÚLA 4 - SÍMI 82275 að hún væri örugglega dáin. Þegar ég sá að það sem hún hélt mest upp á af dótinu sínu, hafði verið sett í geymsluna, var ég viss í minni sök. Svo, þegar þú hafðir lagt þig þarna um nóttina, fór ég á kreik. En þá var ég sleginn í rot, og þú veizt hvað skeði á eftir. Heyrðu, hér stönzum við, — haltu í hundana og láttu engan sjá þig. Drottinn minn! Við vorum nú komin að horninu og sáum framhliðina. Það var eins og að horfa á litkvikmynd. Bak við svarta múrana var allt eitt eldhaf. Einn hlutinn af þakinu hékk uppi, en var ekkert annað en brunnnir raftar. Við hverja vindkviðu gaus reykurinn upp, og lagðist yfir mann- grúann, sem stóð fyrir framan hlið- ið. Arabar hlupu fram og aftur, æp- andi og öskrandi, reyndu að troð- ast nær hliðinu, í hvert sinn sem reykskýjunum létti. Hliðið var opið, og það var greinilega eitthvert björgunarstarf í gangi. Ég hugsaði að þeir hefðu bjargað þeim sem lifandi voru. Múlasnarnir höfðu verið teymdir út, og ég sá að einhverjir voru búnir að hlaða á þá birgðum af einhverju dóti, toguðu svo í taumana. Svo sá ég arabíska hestinn, og það var greinilega John Lethman, sem stóð hjá honum. Hesturinn streyttist á móti, þegar hann reyndi að teyma hann frá mannþvögunni. — Þarna er Lethman. Hann hefir náð í hestinn. Sjáðu, nú fer hann á bak, hann kemsf undan. — Lofum honum bara að komast undan. Við getum ekkert að því gert. Það er Grafton, sem er sá seki . . . . en sjáðu, þeir eru að reyna að ná í hann! Framhald í næsta blaði. Jack London vinnur sigur....... Framhald af bls. 23 mæta sjálfum Marx eða Byr- on. „f raun réttri,“ segir hún, stóð frammi fyrir mér ung- ur maður með stór, blá augu, umkringd svörtum augnhár- um og fallegan munn, sem sífellt opnaðist í breiðu brosi og leiddi i ljós, að framtenn- urnar vantaði. Með Jack og önnu tókst nú stórveðrasöm vinátta með áköfum kappræðum um þjóðfélagsleg og hagfræðileg vandamál og kvenréttinda- málið. Hún var hneyksluð á því, hvernig hann blandaði saman sósíalisma og ofur- menniskenningu Nitzsches, og henni fannst það ekki samrýmast sósíaliskum hugsunarhætti að vilja fyrir hvern mun öðlast fé og frama. Þá brosti Jack góð- iátlega og sagði, að liann ætl- aði sér að liafa út úr auð- valdsþjóðfélaginu eins mikla peninga og hann gæti. Þó að hann væri stöðugt í peningavandræðum var hann farinn að líta bjartari aug- um á tilveruna. Hann vann sér inn tíu til fimmtán doll- ara á mánuði, og honum tókst smátt og smátt að fá sögur sínar birtar í fleiri og fleiri blöðum Og rétt fyrir aldamótin kom hinn langþráðí sigur, sem Jack Londan var sann- færður um að allir hlytu að vinna, sem gæddir eru hæfi- leikum, iðni og trú á sjálfan sig. Hann hafði skrifað langa sögu, sem hét „Heimslcauta- óður“ og gerzt svo djarfur að senda hana „Atlantic Month- ly“, sem var helzta og vand- látasta timarit í Bandarikj- unum á þeim tíma. Blaðið tók söguna. bað hann um að draga hana saman í 3000 orð og greiddi honum 120 doll- ara fyrir hana. Það var nóg til að borga slculdir fjöl- skyldunnar og að auki húsa- leigu i hálft ár fvrirfram. Bóíkaútgáfan Houghton i Mifflin, sem var tengd „At- lantic Monthl}7“ skrifaði hon- um og bauðst til að gefa út bók með öllum þeim sögum, sem birtar höfðu verið til þessa. Bókmcnntalegur ráðu- nautur útgáfunnar sagði um sögurnar í „Overland Month- Iy“ og „Heimskautaóð", sem einnig birtist í bókinni: „Hann notar fullmikið hin sérlcennilegu orðatiltælci gullgrafaranna og hann er siður en svo fágaður. En stíllinn er fjörgugur, þrótt- mikill og ferskur.“ Þetta var sjálfsagt fyrsta bókmenntalega gagnrýnin, sem birtust um sögur Jacks London. Hann undirskrifaði samning við útgáfufélagið 21. desember 1899, og hon- um fannst nlltaf að aldamót- in væru stærstu tímamótin í lífi hans. Kútter Max Framhald af bls. 33 bó vorum svo til alveg komnir inn á þessa svoköll- uðu „rock-jazz“ línu og þessi áhöfn hefur hugsað sér að gera það líka — en samt 48 VIKAN n-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.