Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 24
Pctcr, Henry og Jane ræða saman og komast að ýmsum niðurstöðum. FONDA - FEDGININ ÞaS er ekki eingöngu í útliti sem þau eru hvert öðru lík. ÞaS er meS ýmsa hæfileika eins og meS blóSflokka, þeir eru ákveSnir fyrir fæSinguna, þótt Peter sem er yngstur, vilji ekki viSurkenna þaS, þá vita þau Henry og Jane þaS mætavel, enda eru þau eldri og vísari. Ilenry í Mr. Roberts“. Henry í „Þrúgur reiðinnar“. Henry Fonda og Francis Brokaw. hennar fyrir 35 árum. Það er allt í lagi að hugsa þetta, en mér finnst ekki að hún geti sagt slíkt í blaðaviðtali. Þegar á allt er lit- ið, þá er ég þó faðir hennar. Peter átti það til að sýna alltof mikla viðkvæmni. —Ég sé í gegnum pabba, ég vildi óska að hann reyndi að opna augun og skilja mig. Henry hefur bæði opnað aug- un og skilið sitt af hverju. - Ég ber virðingu fyrir Pet- er, segir hann nú. — Ég kemst ekki hjá þeirri staðreynd að hann hefur náð langt fyrir sinn aldur. Peter er 29 ára, Henry 64, og fyrir 35 árum lék hann í New Faces á Broadway fyrir 35 doll- ara á viku, þó er ekki úr vegi að spá því að eftir fimm ár verði Grand Island í Nebraska aðal- lega kynnt sem fæðingarstaður Henry Fonda í ferðamannapés- um. Fonda er sonur prentara, sem var mjög ákveðinn og aftur- haldssamur. Fonda-feðginin voru ekki sér- staklega samrýmd, fyrr en nú upp á síðkastið. En það vill oft verða svo að frægðin færir sumt fólk nær hvert öðru. Henry hef- ur nú nýverið lokið við sjötug- ustu og aðra kvikmynd sína, „The Cheyenne Social Club“. Jane hefur nýlega fengið verð- laun gagnrýnenda í New York fyrir hlutverkið Cassandra í „They Shoot Horses". Og svo er það Peter, það lítur út fyrir að hann verði milljónamæringur fyrir þrítugt, fyrir að framleiða og leika í „Easy Rider“, sem er ein af þessum litlu kvikmyndum, sem slá út þær stóru. Viðurkenn- ingin og aldurinn hefur breytt þeim öllum, sér í lagi börnunum. Jane hefur ekki legnur áhuga á að líkja eftir Brigitte Bardot. Nýlega birtust myndir af henni í móðurhlutverki sínu, á síðum McCall magasíns, og finnst henni það snöggt um eftirsóknarverð- ara en að láta myndir af sér í innstungu Playboy. Hún er heldur ekki lengur á þeirri skoð- un að Evrópa sé eftirsóknarverð- ari en Ameríka. Hún segir nú: Eg á heima í Ameríku, hlut- verkin bíða mín þar. Þetta segir hún eftir þriggja ára vist í Frakklandi. Stúlkan sem af- þakkaði hlutverk í Bonnie og Clyde og Rosemary's Baby, ætl- ar ekki að láta fleiri slíkar skrautfjaðrir fjúka úr hatti sín- um. — Eg tek því sem að mér verður rétt, jafnvel hlutverki í söngleik. Peter, sem áður var kviklyndur og erfiður í um- gengni, er nú kvæntur maður og tveggja barna faðir, og faðir hans segir að hjónabandið hafi verið það sniðugasta sem hann hefur gert fram að þessu. Hann er auðvitað nokkuð hávær enn- þá, en nú hrista þeir ekki höfuð- in vandræðalega í kvikmynda- verunum, þeir kinka kolli vand- ræðalega. Þessi feðgin hafa sannarlega náð frægð. En hversu dásamlegt hefur það verið? - Ég er ekki taugaveiklaður, segir Henry Fonda, — en ég held að maður verði leikari vegna þess að maður er eitthvað afbrigðilegur, og það er ekki alltaf auðvelt. Maður kemst fljótt úr jafnvægi, er uppstökk- ur og óþolinmóður. Stundum finnst mér ég vera einhvers stað- ar milli þilja. Ég las einu sinni í blaðagrein að Jane Fonda hafi sagt að foreldrar hennar lifðu eins konar gervilífi. Og á öðrum stað að henni fyndist að það hefði átt að sálgreina föður Jane Fonda í sóíbaði á ströndinni. 24 VIKAN n-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.