Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 12
Það voru margir gestir á sum- argistihúsinu, bæði karlar og konur og jafnvel útlendingar. Það var eitthvað smávegis að þeim öllum, ofþreyta eða því um líkt og nú var þetta fólk komið til þess að hvíla sig í nokkrar vikur í litla fiskiþorpinu við haf- ið. Flestir voru giftir og til þess að geta verið í friði, höfðu þeir ekki maka sinn með sér. Fólk skemmti sér eftir föngum og þeir sem voru farnir að eld- ast urðu ungir í annað sinn undir ljósakrónunum í salnum. En allir sögðu: Hér er heilnæmt loftslag og það er hafgolunni að þakka. Þetta var menntað og tigið fólk. Það voru auðkýfingar, tvær prófessorsfrúr og framkvæmda- stjórar. Og þarna var aðalræðis- mannsfrú og etatsráðsfrú, og höfðu báðar eiginmenn sína með. Gullintenntur herramaður úr höfuðborginni var kallaður framkvæmdastjóri, enda þótt stæði á nafnspjaldi hans Otto Mengel, stórkaupmaður. Gest- gjafafrúin hafði sérstakt lag á því, að hækka gesti sína í tign- inni þegar hún kynnti þá. Um Mengel framkvæmdastjóra er annars ekki nema allt það bezta að segja. Hann var víst vel efn- aður maður og hafði frímúrara- merki í úrfestinni. Þá vakti það nokkra undrun þegar hetjan Ox- enstand, sem hingað til hafði ekki lotið neinum, hneigði sig áberandi djúpt, þegar hann heilsaði Mengel framkvæmda- stjóra. Það kom seinna í ljós að Mengel stundaði okur í höfuð- borginni. Ofurlítill kritur var meðal gestanna, en það var aðeins kunningjakritur og bak við það lá engin illgirni. En líftrygginga- agentinn frá nágrannalandinu hafði hlotið rótgrónar óvinsældir gestanna vegna þess, að hann hafði revnt að lokka þá til þess að líftryggja sig. Það var eins og hann ætti von á því að einhver gestanna myndi deyja, en það var enginn þeirra sem kærði sig um að deyja. Þeir kölluðu hann framkvæmdastjóra til þess að vekja sjálfsvirðingu hans, en það bar engan árangur. Hann nefndi sig bara Andersen agent og leið- rétti þá, sem kölluðu hann fram- kvæmdastjóra. Hann var eintóm verzlunar- hyggjan þessi náungi. Það var ekkert að honum, og hann svaf vel og át mikið og var mesti hreystiskrokkur. Dag nokkurn sagði aðalræðismannsfrúin: Burt með þennan Andersen. En frú Milde vissi vel, hvers vegna aðalræðismannsfrúin heimtaði að Andersen yrði rek- inn. Hann hafði ekki kunnað að meta ástúðlegt viðmót hennar. Kvöld nokkurt hafði aðalræðis- mannsfrúin setið einsömul í myrkrinu í garðinu og herra Andersen hafði reikað þar fram hjá. Hún ávarpaði hann og kall- aði hann framkvæmdastjóra, — já, og hún hafði jafnvel ymprað á því að hann væri svo hraust- legur að það hefði styrkjandi áhrif á taugar sínar að horfa á hann. — Einmitt það, sagði Ander- sen. Komið þér nú og verið þér ofurlítið skemmtilegur. — Það er of dimmt, svaraði hann. — Já, en við skulum fyrir alla muni ekki fara inn í þessa Ijósa- dýrð. — Jú. sjóið þér til: ég hef reynslu fyrir því, að ég sé betur í björtu en dimmu, sagði Ander- sen. Hann var mesti sérvitringur. Og það var almenn skoðun að hann hefði enga unun af nátt- úrufegurð. Fólk hafði séð hann standa og horfa þurrum augum út á hafið. Hetjan Oxenstand reyndi að gera gys að honum, en honum varð nú ekki kápan úr því klæðinu. Það var bezta skemmtun að hlusta á svör agentsins. Hin unga frú Trampe, fegurðardrottningin, spurði hann einu sinni meðan setið var undir borðum: — Eruð þér þá ekki kvæntur? — Nei, svaraði hann. En ég hef samt sem áður ekki sloppið við mótbyr um ævina. Og svo er von á nýju frúnni. Það hafði komið símskeyti frá nágrannalandinu, þar sem óskað var eftir herbergi handa konu. í símskeytinu stóð, að það mætti gjarna vera lítið herbergi, en það varð endilega að vera á fyrstu hæð. Gestgjafakonan svaraði og sagði að herbergið væri til reiðu. Allir gestir veitingahússins biðu með eftirvæntingu eftir frúnni. Hvers vegna vildi hún búa á fyrstu hæð? Var hún hölt? Ungu frúrnar, sem aðeins höfðu verið þrjú eða fjögur ár í hjóna- bandinu óskuðu helzt, að frúin væri ekki lagleg. Hetjan Oxen- stand sagði: Hún má gjarnan vera lagleg. Hún getur þó ekki boðið yður byrginn, frú Trampe. Tveim dögum seinna kom hún. Ekillinn ók greitt alla leið að dyrunum og nam þar snögglega staðar. Frúin steig út úr vagnin- um. Gestirnir hættu tennisleikn- um. Allir horfðu á frúna. Hún hafði stóran hatt og var skrautlega búin, og þegar hún kom út úr vagninum, sáu allir að hún var ung. Eg heiti frú Anderson. sagði hún við gestgjafafrúna. Hvað heitir hún, spurði að- alræðismannsfrúin. — Anderson, sagði frú Trampe feeurðardrottning. Ein ennþá með þessu nafni. Það er ekki verandi hér lengur. Aðalræðismannsfrúin hafði á réttu að standa: Það gat enginn bolað frú Anderson — nema karlmennirnir. En hún kveikti líka í karl- Framhald á bls. 37. SMÁSAGA EFTIR KNUT HAMSUN TEIKNING: BALTASAR 12 VIKAN 11 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.