Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 6
 undir vœngjum “ ÖB Vorlœkkun Til móts við vorið Vorið er að koma suður í álfu og Loftleiðir bregða ekki vana sínum en bjóða nú: frá 15. marz til 15. maí hin lækkuðu vorfargjöld til fjölmargra staða í Evrópu. Fl/úgiS með Loftleiðum til móts við vorið og njótið hlnnar rómuðu þjónustu um borð i Loftleiðatlugvélunum. Fjöldi þeirra íslendinga, sem nota sér hin lækkuðu vorfargjöld, eykst með ári hverju. Loftleiðir fljúga til: Oslóar - Kaupmannahafnar - Gautaborgar - Glasgow - London og Luxemborgar. en selja jafnframt framhaldsferðir með flug- félögum á öllum flugleiðum heims. Og enn sem fyrr geta farþegar notið hinna hagkvæmu greiðslukjara Loftleiða: FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn um land allt veita upplýsingar og selja farseðla. toFTLEIDIR ÞESSAR FERMI NGAMYNDIR ERU FRA STUDIO GESTS, LAUFASVEGI 18A I Studío Gests eru í einni fermingarmyndatöku teknar myndir bæði í og án kyrtils eins og hér er sýnt, og innifalin fullgerð stækkun. — Tökum einnig allar aðrar myndatökur. — Myndatökur alla daga vikunnar og á kvöldin. — Pantið tíma. — Studio Gests Laufásvegi 18 a, sími 2-4028. Reykingarnar næst Kæra Vika! Mig langar til að þakka fyrir greinina um æskuna og eiturlyf- in, sem birtist nýlega hjá ykkur. Hún var sannarlega góðra gjalda verð og Vikunni til sóma að leggja sitt af mörkum til að berj- ast gegn eiturlyfjanotkun hér á landi, þessum skelfilega vágesti, eins og þið kölluðuð vandamál- ið réttilega. Einnig vildi ég lýsa ánægju minni yfir þeirri ráð- stöfun, að fegurðarsamkeppnin ykkar hafi að kjörorði að berj- ast gegn eiturlyfjum. Það hlýtur að vekja góðar vonir um árang- ur, þegar málið er tekið svona snemma föstum tökum að frum- kvæði æskunnar sjálfrar. Og ekki má gleyma unga fólkinu, sem boðaði blaðamenn á sinn fund og hefur skorið upp herör til þess að reyna að sporna gegn ósómánum. Allt er þetta góðra gjalda vert og til fyrirmyndar. En betur má ef duga skal. Enginn dregur í efa, að marijúana og hashish og þessi nýju eiturlyf öll séu stór- hættuleg og geti lagt líf æskunn- ar í rúst, ef hún ánetjast þeim. En það eru fleiri skaðvænlegar nautnir, sem eru viðhafðar í heiminum en eiturlyf, og þótt þær séu kannski ekki jafn al- varlegar, þá er ekki síður ástæða til að berjast gegn þeim. Það er sorglega lítið aðhafzt í barátt- unni gegn áfenginu og árangur- inn eftir því. Ekki veit ég, hvort drykkjuskapur unglinga hefur aukizt í seinni tíð eða ekki, en mér finnst koma ískyggilega oft fram í viðtölum við ungt fólk nú í seinni tíð, að því finnist drykkjuskapurinn alvarlegt vandamál. Og hvað með reyk- ingarnar? Nú er mér kunnugt um, að úti í heimi er æ meira gert til að reyna að fá fólk til að hætta að reykja. Nú þarf ekki lengur að deila um það, hvort reykingar valdi krabbameini og ýmsum öðrum sjúkdómum. — Þetta er þegar vísindalega sann- að. Hvernig væri nú, að haldið yrði áfram að berjast gegn skað- legum eit.urefnum og að reyk- ingarnar verði teknar fyrir næst? Vill ekki Vikan hafa for- göngu í þessu máli og birta fræðsluefni um skaðsemi reyk- inga til þess að unga fólkið komist ekki hjá því að vita hvað það er að gera, þegar það byrj- ar í fikti og gamni að reykja. Vænlegast til árangurs er auð- vitað að reyna að koma í veg fyrir að unga fólkið byrji að reykja. Með því móti hlýtur reykingamönnum að fækka hægt og hægt. Ég skora á Vikuna að hefja baráttu gegn reykingum. Blaðið mun vaxa í áliti hjá mér og öll- um hugsandi mönnum, ef það gerir það. Með beztu kveðju. X. Einmitt um það leyti, sem okk- ur barst þetta bréf í hendur, fengum við nýjasta heftið af World Health, sem er gefið út af Alþjóða heilbrigðismálastjórn- inni. í því er ítarleg og uggvæn- Ieg grein um skaðsemi reyk- inga, og að sjálfsögðu byggð á nýjustu vísindalegum athugun- um í þessum efnum, sem ekki er unnt að véfengja. Við mun- um birta þessa grein núna ein- hvern tíma á næstunni, og von- andi verður hún „X“ til ánægju og málstaðnum til góðs. Ást og hatur Kæri Póstur! Ég sé, að svo margir snúa sér til þín með vandamál sín. Og þess vegna ætla ég að snúa mér til þín með eitt slíkt. Ég er bú- in að vera með strák tvisvar sinnum og er nú orðin mjög hrifin af honum. En hann talar aldrei við mig, og mér er nær að halda, að hann standi í þeirri meiningu, að ég hati hann. Mig langar svo mikið að láta hann vita, að ég er hrifin af honum. Eða ætti ég að sleppa því? Vertu nú ekki með neina út- úrsnúninga eða merkilegheit! — Og vonandi lendir þetta ekki í ruslakörfunni hjá þér. Ein mjög feimin. P.S. Hvernig er skriftin? Þú ert líklega ekki ein um það að eiga erfitt með að láta hug þinn í Ijós. Og reyndar hefur viðhorf kvenfólks til karlmanna í aldaraðir einkennzt af orðun- um HALTU MÉR — SLEPPTU MÉR. En þú skalt engan veginn gefa hann upp á bátinn, heldur reyna betur að nálgast hann og kynnast honum. Fyrst liann álít- ur, að þú hatir hann, þá er hann kannski ekki langt frá því að renna grun í, að þú berir aðrar tilfinningar í brjósti til hans en annarra stráka. Það er oft skammt á milli ástar og haturs og þetta tvennt tíðum af sömu rótum runnið. Skriftin er frekar óregluleg. 0 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.