Vikan


Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 18

Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 18
VIKAN- KARNABAR uncn Kvnsióom Þá hafa stúlkurnar sex, sem keppa um titilinn fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970, verið kynntar í Vikunni. Og til frekari glöggvunar birtum við nú í einu lagi mynd af þeim öllum, svo að lesendur geti betur glöggvað sig á þeim og borið saman fegurð þeirra. Fyrirkomulag keppninnar er með svipuðu sniði nú og undanfarin þrjú ár, að því undanskildu, að héreftir mun keppnin helga sér eitt baráttumál sem snertir unga fólkið. Að þessu sinni verður barizt gegn notkun hinna nýju eiturlyf ja, marijúana og hashish, en um þau hefur mikið verið rætt að undanförnu. Til dæmis birti Vikan í upphafi keppninnar ítarlega grein um þetta mál. — Flestum er nú kunnugt í hverju sjálf keppnin er fólgin. Ekki er eingöngu dæmt eftir útlitsfegurð, heldur einnig framkomu og persónuleika, almennri þekkingu og hæfileikum. Á skemmtuninni, sem haldin verður í byrjun næsta mánaðar og nánar verður aug- lýst síðar, koma stúlkurnar sex allar fram, sýna meðal ann- ars einhverja af hæfileikum sínum og einnig gefst þá dóm- nefndinni kostur á að spyrja þær nokkurra spurninga. — Keppninni lýkur á því, að kjöri Fulltrúa unga fólksins 1970 verður lýst, og síðan fer krýningin fram. LJÖSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON 18 VIKAN 13-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.