Vikan


Vikan - 25.03.1970, Síða 25

Vikan - 25.03.1970, Síða 25
Myndin til hægri er af Mirju og Gttnter í brúð- kaupsferðinni. Mirja og Gttnter eiga ekki þetta harn sem verið er að skíra, þau eru aðeins skírnarvottar. MIRJA SACHS ÞARF EKKIAR KIIÍBA FÁTIEKT Fyrir nokkru sáum við i dagblaði að hinn kunni glaumgosi Giinter Saehs væri erfingi Opel-milljón- anna. Það er mesti mis- skilningur. Nokkru áður en Giinter fæddist, keypti General Motors Opelverk- smiðjurnar, og Giinter á aðeins nokkur hlutabréf. Um langt skeið hefur Giinter Sachs verið kallaður mesti glaumgosi Evrópu. í Vestur-Þýzkalandi hefur hann líka ver- ið kallaður kóngur samkvæmislífsins, og það hefur kostað hann drjúgan skilding. Þegar vinir hans tala um hin margháttuðu sam- kvæmi og allar hans tiltektir, segja þeir: — Hann hefur ekki aðeins peninga, hann hefur líka hugmyndaflug. Óvinir hans, og þeir eru margir í Bayern, ættlandi hans, og ættmenn móður hans, segja að þessir lifnaðarhættir séu ættinni til skammar. Giinter Sachs, sem áður var kvæntur Bri- gitte Bardot, kvæntist í þriðja sinn í haust, ungri, sænskri sýningarstúlku, Mirju Lars- son. Brúðkaupið fór fram í St. Moritz. Það er auðvitað gleðiefni fyrir Mirju að vita að hann á einhverja peninga eftir, þrátt fyrir eyðslusemi undanfarinna ára. Fyrr- verandi eiginkonur og vinkonur hans hafa örugglega verið mjög dýrar í rekstri, ekki sízt Soraja, fyrrverandi Persadrottning og Brigitte Bardot. En þó má gera athugasemd hvað Brigitte Bardot snertir. Gúnter var sannarlega ekki nízkur við hana, en það var aðallega fyrir hjónabandið sem hún var kostnaðarsöm. En samt var hjónaband hans og Brigitte alls ekki kostnaðarsamt, að minnsta kosti ekki á hans vísu. Fyrir því voru þrjár ástæður: Brigitte er að líkindum sjálf jafn rík og Gúnter, húne r ekkert gefin fyrir skartgripi, sem venjulega eru dýrastir allra gjafa, og að lokum; þegar brúðkaupsferðinni var lok- ið, leið ekki á löngu þar til þau fóru að fara sínar eigin leið, hvort í sínu lagi. Sögurnar um það að auðævi Gúnters séu farin að minnka, eru ekki á rökum reistar. Að öllum líkindum er það móðurbróðir hans, Fritz von Opel, sem hefur komið þeim á kreik og líklega fengið aðstoð til þess frá Roderich Mayr, framkvæmdastjóra fjöl- skyldufyrirtækisins, Fichtel & Sachs Werke. (Roderich Mayr er í ætt við konungana frá Bayern og einn aðalhluthafi Fichtel & Sachs). Til að gera sér grein fyrir auðævum Sachs, þá verður maður að vita svolítið um fjölskyldu hans: Móðir Gúnters, Elinor von Opel er barna- Framhald á bls. 43 13. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.