Vikan


Vikan - 25.03.1970, Page 33

Vikan - 25.03.1970, Page 33
Og p.llar þessar hljómleikaferðir þeirra félaga færðu brezka heimsveldinu svo mikinn gjaldeyri, að snemma árs ár- ið 1967 voru þeir sæmdir heiðursmerki úr hendi drottningar, Member of the British Empire. Fjöldi hertoga og smágreifa skiluðu aftur samskonar orðum sem þeir höfðu fengið og tveimur árum síðar skilaði John Lenn- on aftur sinni orðu til að mótmæla stefnu stjórnar sinnar í málefnum Bíafra. 1966 var gerð önnur kvikmynd með þeim félögum, ,,HELP!“ og fékk hún prýðilega dóma. Þessi mynd sýnir at- riði úr myndinni; í frönsku ölpunum. ÖMAR VALDIMARSSON Maður opnar varla svo blað þessa dagana að ekki sé minnzt á eða birt mynd af Bítlunum. Hér eru nokkrar myndir af þeim gegnum árin. » Litmyndin „Yellovv Submarine“ vakti mikla hrifningu — en þó til hennar sé hugsað sem „Bítlamyndar“ komu þeir hvergi nærri — nema að þeir sömdu tónlistina og teiknaðar fígúrur þeirra voru uppistaðan. Og stuttu síðar var stofnað fyrirtækið APPLE. Bítlarnir keyptu sér hús á Paddingtonstræti og máluðu það allt í skærum og æpandi litum. Þarna var meðal annars bútík sem átti að vera nokkurs konar menningarmiðstöð fyr- ir alla helztu bítla og bítlaaðdáendur í heiminum, en reksturinn gekk ekki betur en það að þeir hættu við búð- ina og gáfu vörurnar þeim sem hafa vildu. » En árið 1967 gerðu þeir aðra mynd, og þá á eigin spýtur og hún hefur oft verið nefnd „Stóru mistökin Bítl- anna", en það var myndin „Magical Mystery Tour“. Paul McCartney lýsti því strax yfir að myndin væri ekki sú sem fólk hefði búizt við en hún væri akkúrat það sem þeir hefðu vilj- að gera — og því væru mistökin fólksins megin. WmW Tímarnir breytast og mennirnir með, segir máltækið, þó oftar sé sennilega réttara að snúa því við. Árið 1962 voru „The Beatles" (sem réttast er að kalla á íslenzku TAKTAR) grannir drengir — en í dag líta þeir svona út — þó að vísu hafi John látið skafa af sér hár og skegg. Nýjasta plata þeirra er komin á markaðinn og auðvitað kem- ur önnur innan skamms. Paul er ekki dauður. Enginn þeirra deyr. Þeirra verður minnst á spjöldum sögunnar á sama hátt og Beethovens og Shake- speares. Bítlarnir hafa alltaf komið á óvart og það gerðu þeir líka árið 1967 — hvað eftir annað. Blómaæðið greip um sig, og allir lágu á vömbinni og einbeittu sér í hugleiðslu. Það var George sem hafði kynnzt heilmiklum spámanni I Indlandi og kom með hann með sér til Englands, þar sem hann tók þá sveina upp á arma sér og kenndi þeim að meta lífsins gæði. Stuttu síðar voru þeir kærðir fyrir ólöglega notkun fíknilyfja, sem þeir sögðust hafa not- að til að læra að þekkja sjálfa sig. 4 Heldur minna hefur heyrzt frá Bítl- unum sem heildar undanfarið, en John Lennon dundar við það að koma á friði í heiminum, eins og frægt er orðið. Náði hann sér í japanska kvinnu og skildi við Cynthiu sína, og stofnuðu hann og sú japanska Yoko Ono nokkuð sem þau kaila „Plastic Ono Band“. Myndin er tekin á hljóm- leikum sem bandið hélt og þar æpir Yoko. 13 tbl VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.