Vikan


Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 43

Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 43
Stúlkan er finnsk, ísskápurinn finnskur (hann er rauður á litinn) og hann faest hjá Pfaff. Vinsamlegast lesið auglýsinguna hér fyrir neðan. GULUR, RAUÐUR samsvarandi og PFAFF- og CANDY-þjónustan. BBB —■ SF Verzlunin Pfaff hefur þá ánægju Frystikisturnar eru norsk gæða- að tilkynna gömlum og nýjum vara (ITT). viðskiptavinum sínum, að hún ______________ selur framvegis þrjár gerðir af kæliskápum, 1 gerð af frysti- Boðf, eru m'ö9 hagstæðir skápum og 4 gerðir af frysti- greiðsluskilmalar: útborgun 6- kjstum 10 þusund og afgangurinn á 7 mánuðum. En hvað á þessi fyrirsögn að þýða? Hún er ekki alveg út i bláinn, þar sem kæliskáparnir fást í fimm litum — gulum, rauð- um, grænum, bláum og hvítum. Einmitt fyrir ungu brúðhjónin. Einmitt þar sem litir lífga. Kæli- og frystiskáparnir eru finnsk gæðavara (HELKAMA). Þjónustan verður að sjálfsögðu Lítið inn við tækifæri í verzlun- ina Pfaff að Skólavörðustíg 1—3. Síminn er 13725. KEFLVÍKINGAR! Lítið inn hjá Kyndli við tækifæri. þú segir mér að fara og svo er ég sný mér við, þá segirðu mér að vera kyrrum, þá ert.... Elaine sneri sér við og gekk til dyra. — Vertu sæll, sagði hún um leið og hún tók um snerilinn. -— Elaine... . ? Hún skellti á eftir sér. Hann hlustaði á fótatak hennar niður stigann og svo er hún skellti útidyrunum. Þá rauk hann út og á eftir henni. Þegar hann náði henni var hún nærri því komin út á horn. — Elaine, sagði hann. Hún hristi höfuðið og hélt áfram. — Elaine? —- Farðu héðan, sagði hún. Svo stanzaði hún á gangstéttar- brúninni, leit niður eftir göt- unni og gekk yfir. — Fyrirgefðu mér að ég skuli hafa sagt þetta, Elaine. — Benjamín, gerðu það fyrir mig og farðu héðan, sagði hún og þurrkaði sér um vangann með handarbakinu án þess að stanza. —- Elaine, sagði Benjamín og tók í handlegg hennar, en hún dró hann að sér aftur. — Elaine, ég meinti þetta ekki. —- Sérðu ekki hvað þú ert að gera? spurði hún allt í einu og stanzaði til að geta horft framan í hann. — Hvað? — Skilurðu ekki? Hvað er að ske? Hann starði á hana og yggldi sig. — Hvað skeður? Þegar hún svaraði ekki leit hann niður fvrir sig. — Ja, ég meinti þetta ekki. Stúdent gekk framhjá þeim með fangið fullt af bókum. Benjamín leit á hann og svo aftur á Elaine. — Jæja, Elaine? — Já, hvað? — Á ég að vera kyrr? Þangað til ég hef komizt að einhverri niðurstöðu um hvað ég ætla að gera? — Hafðu það eins og þú vilt, svaraði hún. -Ég meina — ef þú hefur áhyggjur af mér þá skal ég reyna að gera einhverja áætlun áður en ég fer. Hún tók hönd hans og horfði á hann. — Gerðu það sem þú álítur bezt. Viltu gera það fyrir mig? Hún sleppti hönd hans, leit aðeins framan í hann og gekk svo aftur af stað. — Elaine? Hún gekk áfram án þess að svara eða líta við. Framhald í næsta blaði. Miria þarf ekki.... Framhald af bls. 25. barn Adams von Opel, sem stofnaði Opel-verksmiðjurnar. Faðir Gúnters átti vélaverk- smiðju, Fichtel & Sachs, og eignaðist hlutabréf í Opel-verk- smiðjunum gegnum Elinor. Ge- neral Motors keypti mestan hlut- an af Opel-verksmiðjunum, nokkrum árum áður en Giinter fæddist. Nú er það Fichtel & Sachs sem Gúnter á sinn hluta í. Foreldrar Gúnters skildu árið 1935. Eldri sonurinn Wilhelm varð eftir hjá föður sínum, og þegar faðirinn framdi sjálfs- morð, árið 1958, þá varð það hann sem tók við stjórn fyrir- tækisins. Gúnter fluttist til Sviss með móður sinni, eftir skilnað for- eldranna. Þegar hún tók upp sitt fyrra fjölskyldunafn, von Opel, kallaði Gúnter sig líka Sachs von Opel. Fritz móðurbróðir hans hefur í mörg ár barizt gegn því að hann notaði það, og nú er hann aldrei kallaður ann- að en Gúnter Sachs, að minnsta kosti í Vestur-Þýzkalandi. Gúnter hefur aldrei haft áhuga á að blanda sér í málefni Fichtel & Sachs auðhringsins, enda hefur hann lengstum búið í Sviss, og þekkir lítið til ætt- ingja sinna í Bayern, enda finnst honum það frekar leiðin- legt fólk. En hann á helminginn í hlutabréfunum í tízkufyrirtæk- inu í Schweinfurt og slangur í dótturfyrirtækjum. Hann þarf því eiginlega ekki að gera ann- að en að klippa arðmiða, til að fá hjálfa milljón marka þaðan. Það er því greinilegt að auðævi hans í Þýzkalandi eru aldrei minni en 15 milljónir marka, — líklega þó meira, því að ein síð- asta framleiðsla þeirra, tvígangs- vélin, virðist ætla að ná miklum vinsældum. Þessi auðhringur hefur 10.000 manns í vinnu í Evrópu einni, en dótturfyrirtæk- in eru víða um veröldina, meðal annars í Sao Paulo í Brasilíu. En Gúnter hefur fleiri járn í eldinum en skærin: Hann á fyr- irtæki í Sviss sem selur bygg- ingavörur. Hann stofnaði það árið 1959 og strax árið 1961 var það farið að gefa góðan arð. Þetta fyrirtæki hefur líka nokk- ur dótturfyrirtæki, til að halda jafnvægi í sköttunum. Fram- kvæmdastjóri er fyrrverandi skólafélagi Gúnters. En til vara á hann töluvert fé í svissneskum bönkum. Sem eins konar „hobbý“ á hann 99 fínar smá- búðir, sem selja tízkuvarning — víða um heim, og ætlar að setja á stofn þá hundruðustu í Mosk- va. f haust kvæntist hann svo sænsku stúlkunni Mirju Larsson, og fóru þau í skemmtilega brúð- kaupsferð til Rio de Janero. Þar var hann guðfaðir lítillar stúlku, og er þetta sjötta guð- barn hans. En Mirja þráir það heitast að eignast börn, en eins og er bólar ekkert á því. * 13. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.