Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 7
Okkur er ekki kunnugt um, að þriðja bókin aí þessum sagna- bálki sé komin. Annars hefur Þórleifur skrifað margt fleira, og bækur hans í réttri aldursröð eru þessar: Horstrendingabók (1943), Og svo kom vorið, skáld- saga (1946), Hvað sagði tröllið, skáldsaga (1948), Þrettán spor, smásögur (1955), Tröllið sagði, skáldsaga (1958), Hjá afa og ömmu (1960) og loks íslands- saga (1966). Reykingar og smásögur Kæri Póstur! Ég ætla nú að vera fámáll að þessu sinni, aðeins koma með eina tillögu eða tvær, já, og kannski þrjár spurningar: Ég þakka þér fyrir greinina um reykingar í 14. tbl. En ykk- ur brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn með auglýsing- arnar. Þið sendið Vikuna ekki út nú orðið, nema að hafa að minnsta kosti tvær til þrjár heil- síðuauglýsingar um reykingar. Ég legg til, að þið hættið að birta þessar auglýsingar og komið heldur með heilsíðuauglýsingar um skaðsemi tóbaks. Svo að lokum eru hér spurn- ingarnar, sem ég lofaði þér: Birtið þið efni, t. d. smásögur eða krossgátur, sem ykkur ber- ast. án þess að þið biðjið um það? Ég hef aldrei spurt þig hinnar sígildu spurningar, en læt verða af því að þessu sinni: Hvernig er skriftin og stafsetningin? Virðingarfyllst, S. B. Okkur hafa borizt mörg fleiri bréf, þar sem greininni um skað- semi reykinga er hælt, en jafn- framt kvartað yfir sígarettuaug- lýsingum. Öllum er frjálst að auglýsa í Vikunni og blaðið skiptir sér ekki af efni auglýs- inganna, svo fremi þær brjóti ekki í bága við Iög og almennt velsæmi. Þessa sömu stefnu hafa öll blöð á íslandi. Til skamms tíma voru sígarettuauglýsingar bannaðar hér á landi, en voru leyfðar með nýrri lagasetningu ekki alls fyrir löngu. Það er ekki blaðanna, heldur löggjafans að taka ákvörðun í þessum efnum. Einnig má geta þess, að ekkert islenzkt blað, nema kannski eitt dagblaðanna, er svo fjárhagslega öflugt, að það hefði efni á að hafna auglýsingum af hugsjóna- ástæðum. — Við tökum til birt- ingar aðsendar smásögur, ef þær ern góðar, en höfum í okkar þjónustu fastan mann, sem gerir krossgáturnar. — Skriftin er ekki sem verst, nema hvað hall- inn er nokkuð óreglulegur. Þríhyrningurinn Svar til M. G.: Þarna er á ferðinni þessi eilífi þríhyrningur. En eftir lýsingum þínum að dæma, þá er ekkert vafamál, að strákurinn er hrif- inn af þér, en ekki vinkonu þinni, þótt hann sé eitthvað að flækj- ast með henni líka. Ef til vill stafar það af því, að þú ert sjálf ekki nógu ákveðin. Okkur finnst, að þú ættir að reyna með ein- hverjum ráðum að hleypa meiri alvöru í samband ykkar og þá spáum við því, að vinkona þín og allar aðrar stúlkur, sem hafa ver- ið orðaðar við strákinn, verði úr sögunni um leið. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar Kæri Póstur! Mig langar til að skrifa þér nokkur orð í sambandi við keppnina ykkar og Karnabæjar um Fulltrúa unga fólksins. Ég verð nú því miður að hryggja ykkur með því, að mér finnst illa valið í keppnina, og ótrúlegt, ef ekki eru til fallegri ungar stúlkur á Islandi en þarna voru til sýnis. Ég vil þó alls ekki varpa rýrð á þátttakendurna sem slíka, heldur hlýtur eitthvað að vera bogið við valið á þeim og fyrirkomulag keppninnar. Hvers vegna var til dæmis eng- in stúlka utan af landi? En erindið var reyndar ekki að kvarta og kveina yfir keppn- inni, heldur leggja fram eina spurningu að henni lokinni: Hvers vegna birtið þið ekki við- tal og myndir við fulltrúa ungu kynslóðarinnar í Vikunni? Þetta hefur ekki verið gert undanfar- in ár. Það hefur verið tilkynnt í dagblöðunum hver hefur unnið þennan merkilega titil, en síðan ekki söguna meir. Maður vill gjarnan fá að vita einhver deili á þeirri stúlku, sem sigrar, hverj- ar skoðanir hún hefur og svo framvegis. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. H. S. Þetta bréf barst fyrir nokkuð löngu síðan, svo að óskir þær, sem bréfritari ber fram, eru ein- mitt uppfylltar í þessu sama blaði. Á blaðsíðum 10—13 er ein- mitt viðtal við fulltrúa ungu kynslóðarinnar og margar mynd- ir af henni. Síðan þetta bréf var ritað, hefur hún einnig komið fram í sjónvarpi, svo að ekki er hægt að kvarta um það í ár, að lítið beri á vinningshafanum. NORSK HÖNNUN NORSK GÆÐl Sterkur 180W mótor með 3 hraðastillingum Fjöldi ódýrra fylgihluta BORÐSTOÐ • HRAOBLANDARI • HNOÐAR- AR • Kartöfluafhýðari • Grænmetiskvörn • Stálskál • Hnífa- og skærabrýni • Berjahræra. Eina vélin á markaðinum með 3 ára ábyrgð Húsmóðirin verður ánægð með HHH X EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BergstaSastræti 10A • Sími 16995 hDHX ABYRGÐ NÝTT FRÁ RIRA Nýja Pira uppi- staðan er frábær lausn á niðurröðun húsgagna hvort sem er við vegg, eða frístandandi siklrúms veggur. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. PIRA-umboðið HUS OG SKIP H.F. Ármúla 5 - Símar 84415 — 84416 n rjx hrærivélina við höndina. Allt gengur betur og auðveldar með 20. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.