Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 13
 Guðbjörg er mikill aðdáandi og safnari gamalla muna og hér gengur hún um gamla bæinn. að vera smart og sæt og pen, það verður að vera eitthvað meira. Tökum sem dæmi bítlastrákana. Ef þeir tækju sig allir saman og ákvæðu að Iiætla að reykja eða eitthvað svoleiðis og litu á það sem óeðlilegan lilut að krakkar reyktu, þá myndu langflestir smám saman Iiætta að reykja. Og ef einhver þeirra segði við einhvern annan út í bæ, að ég væri „ofsaflotl og klár pia“, ]iá myndu hiii- ar stelpurnar taka mig til fvrirmyndar, jafnvel ómeð- vitandi. Nú er það hara mitt að standa i mínu stykki Ertu feimin? Ekki nærri eins mikið núna og ég var einu sinni. Og í ])vi sambandi liefur þessi keppni lijálpað mér stórlega. Eg man til dæmis á fyrstu æfingunni; þá stóð ég í liálf- tíma fyrir framan hljóðnem- ann og gat ekki slunið upp orði fyrir feimni. en nú á ég mun hetra með þelta. Fólk orði fyrir feimni en nú á ég hefur spurt mig, Iivort ég myndi hafa áhuga á því að gerast módel eða sýningar- stúlka. Ég held ekki — og ef ég gerði það, þá væri það bara fyrir peningana. Maður er alltaf að liugsa um pen- inga og þó að peningar séu ekki allt þá getur maður nú ekki gert ýkja mikið án þeirra. Sennilega er heilmikið til í þessu sem þú segir, en nú er mikið talað um þetta svokallaða bil á milli kyn- slóðanna. Heldur þú að það sé í rauninni til? — Ja, þá er það orðið ákaflega lítið og fer síminnk- andi. Munurinn á milli mín og til dæmis foreldra minna er elcki svo mikill, en aftur á móti er stórt hil á milli mín og ömmu. Ég hef þá trú að þetta „bil“ hverfi alveg þeg- ar þessi kynslóð, sem ég til- heyri, vex úr grasi. Auðvitað er alltaf einhver misskiln- ingur á ferðinni, en ég efast um að það hafi nokkuð með aldur fólks að gera. Ég verð til dæmis að leggja mig al- veg jafn mikið fram við að skilja foreldra mína og þau mig. Stundum teksl það og stundum ekki, en það er varla við öðru að búast. Svo er annað: Okkur finnst eiginlega ekkert spennandi lengur. Þegar amma var ung vann hún kannske heilt sum- ar fyrir einu pilsi og pabbi hafði hreinasta yndi af því að sýna sig í nýju, rauðu sokkunum sínum. Nú þykir orðið svo sjálfsagt að allir Framhald á bls. 50. Stefán Steinar unir sér vel með stóru frænku sinni. 20. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.