Vikan


Vikan - 14.05.1970, Qupperneq 8

Vikan - 14.05.1970, Qupperneq 8
IERUM FLUTTIR ÞEGAR HÚN VELUR - ER VARAN FRÁ VAL VALS VÖRUR í HVERRI BÚÐ SULTUR SAFTIR ÁVAXTASAFAR TÖMATSÖSA Efnagerðin Kársnesbraut 124 Kaffibolli og sjónvarp Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig skrítinn draum og langar að fá skýringu á honum. Hann er svona: Mér fannst ég og fleiri krakk- ar vera heima hjá mér. í einu horninu eru hillur, og á neðstu hillunni sé ég allt í einu bolla, sem mér virtist einhver hafa skilið þarna eftir. Ég tek hann upp og sé þá, að það er eins og búið sé að spá með kaffi í hann. í honum voru myndirnar eins og málverk. Þarna voru alls konar tré og myndir. En fyrst tek ég eftir hauskúpum og alls konar mannabeinum. Mér dauð- bregður við þetta. En í sama bili kveikir einhver á sjónvarpinu og birtist þá ráðning á bollan- um. Ég tek það fram, að mynd- irnar í bollanum voru allar eins á litinn, rauðbrúnar, og alls ekki neinn kaffilitur á þeim. Ráðn- ingin, sem birtist mér í sjónvarp- inu, var svona: Tveir menn eru að grafa gröf í kirkjugarði. Fyrst grafa þeir eina, en ljúka ekki við hana og byrja á nýrri. Svona gengur þetta í nokkur skipti. Þá ganga grafararnir dálítið áfram og yf- ir hæð og héldu í vestur og var sagt, að það yrði mér til heilla, að þeir héldu í vestur, en ekki í einhverja aðra átt. Man ég ekki drauminn meir og held, að ég hafi vaknað. P.S. Hvort er algengara að dreyma í litum eða svarthvítu? Mig dreymir alltaf í litum. Vonast eftir svari fljótlega. G. G. Þetta er sannarlega einkennileg- ur draumur. Sérstaklega er óveniuleet. að saman skuli fara spá í kaffibolla og síðan ráðning á bollanum — í sjónvarpi! Það er freistandi að álíta, að þessi draumur tákni það sem gerast mun í lífi þínu í framtíðinni, en það þarf bó alls ekki að vera. Tré er gott tákn í draumi, boðar fr.iósemi og hamingju, og rauð- brúnn iitur er mjög hagstæður. Hins vegar táknar gröf oftast erfiðleika og mótlæti. Við ráð- um drauminn í heild á þann hátt, að þú eigir í vændum að þurfa að taka erfiða ákvörðun, sem varðar allt líf þitt í framtíðinni. Þetta orsakar mikil heilabrot og liugarstríð og alls konar erfið- leika. Þú verður hreinlega átta- viilt um skeið, en loks tekst þér að taka ákvörðun. Og þú velur rétta átt, leiðina sem liggur til jafnvægis og hamingju. Það er algengara að fólk dreymi í svart- hvítu. Að ganga með barn nágrannans Kæri draumráðningamaður Vikunnar! Mig dreymdi mjög furðulegan draum fyrir stuttu og langar mikið til að vita, hvort hann táknar eitthvað. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég vera barnshaf- andi rétt einu sinni, — en ég er gift og á sjö börn, — og komin stutt á leið. Ég kom að máli við vinkonu mína, sem býr í sama stigagangi og er mjög greiðvikin við hvern sem er. Hún á sex börn. Ég spurði hana, hvort hún vildi ekki ganga með barnið fyr- ir mig. Hún hélt nú, að það væri ekki nema sjálfsagt. (Mér fannst það ekkert vandamál að koma barninu úr mér og í hana. Svona er allt auðvelt í draumi!). Mér fannst ég sjá hana næst, þar sem hún er orðin töluvert þykk undir belti. Svo kemur hún til mín um hádegi einn dag og spyr, hvort ég vilji ekki hringja í lækni, því að það sé ekki nema þrjár mínútur á milli hríða hjá sér. Jújú, ég segist skuli gera það. Þá spyr hún mig, hvort ég vilji ekki fara út að vinna fyrir sig, af því að hún sé nú að þessu fyrir mig. (Hún vinnur frá 1—6, starf, sem ég hafði á undan henni). Nei, ég hélt, að það væri óþarfi og vildi alls ekki fara. Jæja, næst finnst mér hún koma niður til mín, en hún býr einni hæð ofar en ég. Ég sé þá, að hún er orðin léttari. Hún seg- ir við mig: — Barnið er fætt. Það var drengur. Þú færð hann klukkan níu í kvöld. Læknirinn þurfti að fara með hann heim, því að hann var svo skítugur. Draumurinn var ekki lengri. Ég vonast eftir ráðningu sem fyrst. Kona. Þessi skemmtilegi draumur er áreiðanlega fyrir góðu. Við ráð- um hann þannig, að þér muni innan skamms berast mikil og ómetanleg aðstoð, sem gerir þér lífið mun iéttbærara en það er nú. Einnig táknar skíturinn á barninu í lok draumsins einhvcrs konar ávinning, líklega peninga. 8 VIKAN 20-tbI-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.