Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 22
4 Thubten stundar nám sitt af lífi og sál. Tlmbten er nú 2(5 ára, fjörlégur piltur ineö úfiÖ, svart liár, svartbrún augu, Jijartagæzkan uppniáluð. Hann bugsar svö bratt að tungan á erfitt með að fylgja eftir. Hann er svo bjartahreinn og þroskaður að maður finnur til smæðar í samvistum við Iiann. En það er nú þannig með Tíbetbúa, það er eitlbvað af Sbangri-la í sál þeirra allra. Tbubten var sextán ára hið örlaga- ríka ár 1959. Hann varð að flýja frá Tíbet, án nokkurs fvrirvara, og það má tcljast kraftaverk að bann hélt lifi. Hann segir rólega frá flótta sínum, sem tók bann Jirjá mánuði, og mest allan tímann í 40 stiga frosti. — Varst þú í Potalahöllinni, þegar Kinverjar gerðu árás? Já, við reyndum að verjast, en Kínverjarnir vissu hvar við vorum veik- astir fyrir. Þeir skutu á vatnsbólin okk- ar, og án valns gátnm við cklci haldið lengi vit. En svo skyndilega þurftum við að leggja á flótta, að við böfðum ekki tima til að laka nokkurn farangur með olckur, hvorki fatnað eða matvæli. Ég gat bvorki náð í hestinn minn né byss- una. I þrjá mánuði fór ég ekki úr föt- Thubten Tenzin er ungur Tíbetbúi, sem flúði frá Tíbet hið örlagaríka ár 1959. Hann segist vilja segja heiminum frá menningu heimalands síns í texta og myndum. Hann hefur fengið ágæt til- boð um atvinnu í Noregi, en kýs held- ur að fara til samlanda sinna og búa við s-ömu erfiðu lífskjör og þeir . . . Listvefnaður Tíbetbúa er einstaklega fallegur. Thubten við vinnu sína í Noregi. unum, sem ég stóð í, þau voru mér ba'ði föt og rúmföt allan þennan tima. Skón- um sleit ég fljótlega við fjallgöngumar, svo ég varð að láta mér nægja að vefja tuskum um fæturna. Við gengum marga klukkutíma dag hvern, — fjórir fyrstu dagarnir voru erfiðastir, því að ég var óvanur að ganga. En þá náðuin við til bæjár, sem ekki var búið að liertaka, og þar feng- um við mat, hesta, bæði til reiðar og áburðar. Við vorum þá 8 talsins. Einu sinni vorum við á göngu í heil- an sólarhring, og gengum alltaf upp á við, upp á fjallstind í 8000 metra hæð. Það var blindbylur, bítandi kuldi og hræðilega livasst. Við vorum þreyttir og loftið var þunnt, svo þunnt að enginn Evrópumaður hefði getað haldið það út, en við Tíbetbúar höfum stærri lungu en þið. Vinur minn varð fjallaveikur og meiddi sig á hnénu. Hann kastaði upp og var að deyja úr kulda. Við reyndum að kveikja bál og brenna linökkunum okkar, en hitinn rauk út í huskann. Ég reyndi að nudda liann, til að halda á honum hita, en ég sofnaði sjálfur út frá því. Við höfðum ekki sofið í fjögur dæg- ur. Þegar ég vaknaði vorum við á kafi í snjó, hestarnir líka. Hvort við grófum allt okkar dót upp, veit ég ekki, því að allur farangur okkar var sameiginleg- ur. Það var fokið yfir slóð flóttamann- anna sem á undan fóru, svo við vissum ekki hvert lialda skyldi. Við hrópuðum á hjálp, við og við, því að skeð gat að aðrir flóttamenn væru á sömu slóðum. Að lokum fengum við svar, en vissum ekki hvort það voru vinir eða fjendur. Raddirnar voru likar þvi að þar færu okkar menn, en sumir Kinverjanna höfðu verið 8—9 ár í Tibet, svo vel gat verið að þetta væri gildra. Það var myrkur, en við fálmuðum okkur áfram. Að lokum liorfðum við inn í byssuhlaup og fengum skipun um að nema staðar. Við vorum heppnir, þetta voru Khamba-hermenn, frá Austur-Tíbet, mjög harðsnúnir skæruliðar. Þetta hefðu alveg eins getað verið Iíínverjar, því að okkur var veitt eftirför, bæði af kínverskum hersveitum og flugvélum. Þegar flugvélamar köstuðu sprengjum, héldum við steinhellum yfir liöfðum okkar. Ef skolhríðin var mjög öflug, lögðumst við niður á milli steina, með liellurnar yfir olckur. Einn daginn féll sprengja á meðal okkar og við flúðum 22 VIKAN 20- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.