Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 25
neskjördæmi um haustið, en frumkvæði baráttunnar hafði á hendi Finnbogi Rútur Valdimarsson, er sat um þær mundir á háum veldisstóli í Kópavogi og fór þaðan geyst um Suðurnes. Alþýðubanda- lagið fékk 1703 atkvæði í liernámskjördæminu, Finn- bogi náði kosningu glæsilega, og Geir Gunnarsson fylgdi honum í salarkynni alþingis sem landskjörinn. Finnbogi Rútur gerðist svo afhuga mannaforráðunum á Reykja- nesi við kosningarnar 1963, enda þá kominn á banka- stjóralaun. Geir kom til álita að hreppa efsta sæti fram- boðslistans, en lét sér vel líka, er reiknimeistarar Al- þýðuhandalagsins í höfuð- borginni brugðu á annað ráð og sigurstranglegra. Kom forusta Alþýðubandalagsins suður þar i hlut Gils Guð- mundssonar, en Geir valdist til samfylgdar við hann eins og Finnboga Rút áður. Vegn- aði þeim félögum þannig, að Gils varð kjördæmakosinn, en Geir landskjörinn á ný i harðri samkeppni við flokks- hróður sinn, Karl Guðjóns- son, sem féklc tvær óþægi- legar byltur sunnan lands í þeirri kosningaglímu. Úrslit urðu svo hin sömu í lcosning- unum 1967, þegar Gils og Geir héldu karlmannlega velli í Reykjanéskjördæmi, þrátt fyrir heimiliserjur Al- jjýðubandalagsins og viðsjár af þeim sökum. Hefur Geir Gunnarsson þannig setið samfleytt á þingi síðan haust- ið 1959 og er þar enn í hópi yngstu fulltrúa, ef marka skal þann aldur, sem telst í árum. Stjórnmálaskoðanir Geirs Gunnarssonar stafa af minni- máttarkennd. Persónuleg vonhrigði gerðu hann ungan svartsýnan og neikvæðan. Retta kennist löngum i mál- flutningi ha(ns og viðliorfi. Menntun Geirs er af þvi tæi, að hann ætti að þekkja og sk'ilja verkefni og aðstæður nútímans, en svo virðist ekki. Hann hagar orðum sinum líkt og títt var á kreppuár- unum fyrir seinni heims- styrjöldina að öðru levti en því, hvað tölur og aðrar hag- fræðilegar upplýsingar mið- ast við dýrtíð og umsvif líð- andi stundar. Geir skortir þrek að snúa baki við fortíð- inni, þó að honum muni ljóst, að nýr tími sé upp runninn. Hann er og af sömu ástæðu hlýðinn og auðsveipur for- ingjum Alþýðuhandalagsins. Þeir eru honum sterkari í trú og ásetningi og hafa van- ið hann á að sætta sig við hæglæti og undirgefni. Hins vegar temur hann sér ágæt- lega prútt dagfar atvinnu- stjórnmálamannsins, sem þiggur feginn hita og sopa og teflir aldrei viljandi frama sínum í tvísýnu. Við það bæt- ist, að Geir rækir verk sin snyrtilega. Honum lætur allt nema átök og forusta. Samt skyldu húsbændur Geirs Gunnarssonar treysta honmn varlega, ef björg þrýtur i búri og eldhúsi flokksheim- ilisins. Hann læðist þjófa- mjúkt og ratar um allar dyr, þegar skyggja tekur. Geir Gunnarsson er sæmi- lega máli farinn í ræðustóli og ritfærari en gerist og gengur um íslenzka alþingis- menn nú á dögum. Þó mun- ar ekki svo um hann í þeim efnum, að i frásögur sé fær- andi. Geir er miklu drýgri áróðursmaður í einrúmi en á málþingum. Þar hagræðir hann heimildum og umsögn- um að vild sinni og nær frumkvæði í mati og álykt- unum. Kapp hans er nokkuð, þó að hann reisi sér ógjarn- an liurðarás um öxl. Farsæld Geirs felst einkum í þvi að færast ekki meira í fang en hann veldur. Heppni Geirs Gunnarsson- ar hefur mest orðið, þegar hann réðst til samfylgdar við Finnboga Rút Valdimarsson og Gils Guðmundsson á póli- tískri vegferð sinni. Án full- tingis slíkra garpa sæti hann um kyrrt i Hafnarfirði um- luktur grýttu hrauninu. Finn- boga og Gils munaði hvorug- an uni viðvikið að reiða staulann um öxl sér spölinn á alþing, en Geir hefði varla komizt þangað af sjálfsdáð- um. Arangurinn lýsir liins vegar manninum. Hann er ráðkænn, þó að burðina vanti. Lúpus. 20. tbi. yiKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.