Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 44
stöðnunar. Þessa afstöðu tóku rithöfundasamtökin í Tékkósló- vakíu nýlega, er þau lýstu yfir stuðningi við stefnu stjórnarinn- ar og ákváðu að reka þá með- limi, sem ekki tækju undir það. Þannig spyrna þeir á móti allri framvindu. Hvað þetta snertir er lítill munur á tékkó- slóvakískum listamönnum og ís- lenskum. Flestir íslenskir lista- menn eru lítið annað en jámenn valdhafanna, þessara sömu vald- hafa er hafa komið af stað þessu ofboðslega kapphlaupi um fölsk verðmæti, sem hér ætlar allt að æra. Allur þorri listamanna í dag tekur þátt í því; þeir bara mála sínar hlutlausu skreytingar fyrir stofur, eða skrifa hrepp- stjóraminningar. Arkitektar byggja hús, sem eru aðeins falleg að utan eða varla það og svo mætti lengi telja. — Þú vilt meina að í þeirra augum sé listin til þess að skreyta, en ekki skapa hluti sem hafa sjálfstæðan veruleika. — Það sem þeir gera er fyrst og fremst miðað við það áð það seljist. En auðvitað er þetta ekki algild regla. Það eru til menn sem gera þetta fyrir sjálfa sig, gera þetta í ótalmörg ár, uns þeim finnst þeir sjálfir vera bún- ir að fá nógu mikla svölun með þessu. Auðvitað eru menn að þessu meðfram til að svala sér, það gera allir listamenn. Ég svala mér við að benda á tímann sem við lifum á, með því að búa til agressíf og stingandi verk, sem leitt geta hugann að því að það sé eitthvað ljótt að ske í kring- um okkur. Við svölum okkur allir á þessu. En svo er búinn til HEIMILIÐ „'Veröld íttnan veggJa” SÝNING 22. MAÍ -7. JÚNI 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL LT KAUPSTEFNAN G REYKJAVÍK tískumarkaður og þá eru menn allt í einu orðnir háðir peninga- sjónarmiðum. Samanber að í mörg ár hefur það verið tíska hér að mála abstrakt-express- ioniskar myndir, þær seljast. En erlendis hafa íslenskir málarar orðið sér til athlægis fyrir að varla er hægt að þekkja mynd- irnar þeirra sundur á sýningum, þær eru svo líkar hver annarri. Traustar 09 hagkvæmar úrvalsferðir í dag gerir ferðamaðurinn meiri kröfur til skipulagningar og fiagkvæmni ferðalagsins en nokkru sinni áður. A ferðalögum, innanlands sem erlendis, skipta þægindi og hraði meginmáli. Þess vegna þarf hinn almenni ferðamaður í síauknum mæli að tryggja sér aðstoð sérfróðra og reyndra manna um fyrirkomulag ferða sinna. Anægjan fylgir úrvalsferðum. Með hliðsjón af kröfum nútíma ferðafólks til fullkominnar ferðaþjónustu, hafa tvö af elztu og reyndustu flutningafyrirtækjum landsins staðið saman að stofnun ferðaskrifstofu. FERDASKRIFSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVlK SÍMI 2 69 00 Ferðaskrifstofan Urval, stofnuð af Eimskipafélagi íslands og Flugfélagi íslands, býður væntanlegum viðskiptavinum sínum ferðaþjónustu byggða á margra ?ra reynslu og viðurkenndri þjónustu,- úrvalsþjónustu, sem tryggir yður góða skipulagningu, og þægindi án nokkurrar auka greiðslu. Hér heima hafa þeir reynt að telja almenningi trú um að þetta sé hin eina sanna list, og svó eru til enn aðrir, sem halda því fram, að þeir séu listamenn bara ef þeir geta málað skikkanlegar landslagsmyndir og allur al- menningur tekur undir og segir: sjáið þið hvað grasið og fjallið er eðlilegt, þetta er alveg eins og á Húsafelli, eða hvaðan sem fyr- irmjmdin er. Mér finnst við eiga góðan landslagsmálara, þar sem Kiarval er, en sá almenni skiln- ingur fólks að allir séu listamenn, sem mála mynd af landslagi og stilla henni upp í rammagerð- inni eða Morgunblaðsglugganum er eins fráleitur og að segja að allir hagyrðingarnir okkar séu skáld. — Líturðu þá svo á að kolleg- ar þínir séu yfirleitt skúrkar eða hundingjar, nema hvorttveggja sé? — Auðvitað eru á meðal mynd- listarmanna margir heiðarlegir menn, en líka margir sem eru gersneyddir öllum heiðarleik. Þeir hafa einhverja hæfileika til að tjá sig í lit og formi, og þeir nota þá hæfileika eingöngu til að græða peninga. En þeir hugsa ekki um ástandið, sem veldur því að þeir tileinka sér þetta peningasjónarmið. Og af nútíma listamanni er það mikið ábyrgð- arleysi. Listamenn eiga að vera kennarar, þeir hafa aðstöðuna, og allir eiga að taka afstöðu. Af- skiptaleysi er glæpur að mínum dómi, raunar ekki annað en þátt- taka í sjálfsmorðstilraun af hálfu mannkynsins. dþ. Er Lennon hinn nýi messias? Framhald af bls. 31. með þessu og þá verður það samdauna okkur — á jákvæðan hátt. Upphaflega fengum við lít- ið nema andstyggileg bréf, en þegar ég skilaði aftur MBE-orð- unni, fór að bera á bréfum frá fólki sem styður okkur. Nú fá- um við mikið af bréfum frá fólki á aldrinum 14—15 ára, og þau eru mun meira með, en við vor- um á þeirra aldri. Við beinum nú öllu okkar afli að komandi kynslóð. Helzt vildum við ná til allra, en mesta vonin er bundin við æskuna. Takist okkur að gegnumsýra þau af áróðri um frið og manndróp, gera þeim ljóst hvort er betra, þá eiga þau ekki að gera sömu mistökin, seinna meir, og foreldrar þeirra gerðu. — Heldur þá að ALGJÖR friður eigi eftir að ríkja á með- an þú lifir? — É'g leyfi mér ekki að láta mér detta annað í hug. Ég hef trú á því að maður eigi að hugsa jákvætt. Auðvitað líður okkur ekki vel eftir að hafa heyrt frétt- irnar og séð Nixon í sjónvarp- 44 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.