Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 15
Appelsínupönnukökur Veniulegt pönnukökudeig hrært út með 3V2 dl af appelsínusafa og 2'/2 dl af vatni. Þeim er rúllað sam- an strax og settar ! eldfast form og penslaðar með bráðnu smiöri. Sykri stráð yfir og appelsínusafi kreistur að lokum yfir. Bakaðar við 275° ofarlega í ofni þar til sykurinn er orðinn stökkur. ☆ Pönnukökur eru vinsæll réttur víða um heim. Hér á landi er algengast að bera fram pönnu- kökur meS kaffi en þær má einnig bera fram sem forrétt, snarrétt eSa ábætir. GætiS þess þegar deigiS er útbúiS, aS hræra þaS ekki of mikiS þá verSur hræran seig og pönnukökurnar þar af leiðandi seigar. Bezt er aS pönnuköku- deig bíði tilbúið í ca. Vz klst. áður en kökurnar eru bakaðar. Þá getur verið að þynna þurfi deigið dálítið. Pönnukökudeig geymist marga daga í kæliskáp. Þá er sjálfsagt að geyma pönnukökur og hræru í djúpfrysti. Rússneskar pönnukökur 100 gr smiör eða smjörlíki 125 gr hveiti 2'/2 dl vatn 2'/2 dl rjómi 5 egg 3 msk. sykur rifið hýði af V2 sítrónu 15 gr saxaðar möndlur smjörliki til steikingar sulta flórsykur Smjörið bræti og hveitið hrært útí, þynnt með vatninu og rjóman- um. Potturinn tekinn af hitanum. Eggjrauður hrærðar útí ein og eins i einu. Sykur, stítrónuhýði og möndlur settar saman við. Hvíturnar stíf- þeyttar og settar saman við. Bakið 4 pönnukökur úr deiginu. Þegar þeim er snúið er gott að nota flatt pottlok sér til aðstoðar og hafa lok á meðan kökurnar eru að gegnbak- ast. Pönnukökurnar síðan lagðar saman með góðri sultu og flórsykri stráð yfir að lokum. 2°. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.