Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 7
We shouldn't care about the length of his hair. Or the color of his skin. Don‘t worry about what shows from without, but the love that livers vithin. We‘re gonna get it all together now, everything gonna work out fine. Just lokk a little bit on the godd side, my friend And straighten it out in your mind. Everything is beautiful, etc. Hringur með biáum steini Elsku Póstur! Viltu segja mér hvernig fiska- merkið og vatnsberinn eiga sam- an. Of hrúturinn og krabba- merkið. Hvað táknar það að dreyma hring með stórum, bláum steini? Hringurinn brotnaði í þrennt, en steinninn var alveg heill. Hvernig er skriftin og hvað sérðu úr henni? Helga Sigurjónsdóttir. Vatnsberar og fiskar eiga að jafnaði prýðilega saman. Um hrúta og krabba hefur hins veg- ar verið sagt, að þeir ættu engu betur saman en eldur og vatn. Hrúturinn er að eðlisfari heldur áhlaupagjarn og ævinlega reiðu- búinn að stíma á hvað sem fyrir er; krabbinn kýs hins vegar fremur að hörfa undan, fara aft- ur á bak. Hrúturinn er harðsnú- inn og karlmannlegur, krabbinn tilfinninganæmur, viðkvæmur og frekar kvenlegur. Eftir því sem draumspekingar okkar segja er það ekki fyrir góðu að dreyma að hringur brotni; það boðar að jafnaði ógn- vænleg áföll, slys og jafnvel dauðsföll. Það að hringurinn skyldi þríbrotna bendir til þess að þú verðir þrívegis fyrir ein- hverjum áföllum. En það að steinninn skyldi vera heill bend- ir eindregið' til þess að því sem þér er dýrmætast og mestu máli skiptir fyrir þig sé í engu hætt. Skriftin er skýr og heldur hreinleg, virðist helzt gefa til kynna dugnað og jafnframt við- kvæmni og draumlyndi. Nautið og jómfrúin Viltu segja mér hvernig Naut- ið og Jómfrúin eiga saman? Og svo að síðustu: Hvernig er skrift- in og hvað sérðu út úr henni? Gunna. Naut og jómfrú eiga yfirleitt vel saman. Bæði eru hagsýn og raun- sæ. — Skriftin er nógu skýr og læsileg, en mjög lítið mótuð og því út í hött að reyna að lesa eitthvað ákveðið út úr henni. Smjörfjali og ostafjall Kæri Póstur! Ég sé að í dálknum „í fullri alvöru“ í síðasta blaði er verið að mæla með aðstoð við bænd- ur vegna tjónsins, sem þeir hafa beðið vegna kalsins. Þótt oft sé marg vel sagt „í fullri alvöru“, þá held ég að ykkur hafi skjátl- azt að þessu sinni. Það bendir nefnilega margt til þess að land- búnaðurinn sé enginn undir- stöðuatvinnuvegur lengur, held- ur þvert á móti byrði á þjóðfé- laginu. Og það eru ekki aðeins bændur í sveitunum sem hafa orðið fyrir kali og öskufalli sem barma sér, hinir sem ekki hafa orðið fyrir neinum ágangi af völdum náttúrunnar gera það engu síður. Og það er ekki að sjá að kal, 'óþurrkar, öskufall og hvað það er nú allt sem yfir þennan landbúnað hefur dunið síðustu árin hafi dregið mikið úr “framleiðslunni, að minnsta kosti ekki meira en svo að nú er offramleiðsla á mörgum land- búnaðarvörum, smjörfjall er enn einu sinni í örum vexti, og osta- fjall líka minnir mig, gott ef ekki fleiri. Það hefur verið talið eðlilegt í verðlagsmálum að þeg- ar offramleiðsla yrði á einhverri vöru, þá stæði verðið í stað og jafnvel lækkaði, en nú bregðast bændurnir þannig við að þeir okra á afurðum sínum, eins og síðustu verðhækkanirnar, sem eru alræmdar sýna. Mér finnst það alveg rétt hjá húsmæðrum og neytendum að sameinast um að stræka á að kaupa landbún- aðarvörur, en það er auðvitað ekki nóg. Auðvitað eiga stjórn- arvöldin að grípa í taumana og láta bændurna ekki eina um að ákveða sér kaup, fremur en aðra. Og ekki er annað að sjá en að minnsta kosti Þingeyingar séu nógu hressir, þrátt fyrir kalið, fyrst þeir hafa ekki annað þarf- ara að gera að vinna skemmdar- verk á mannvirkjum. Ekki má skilja orð mín svo að ég sé neinn bændahatari, það er ég alls ekki. Það þarf áreiðan- lega að skipuleggja landbúnað- inn betur, margt í rekstri hans er úrelt og óhagkvæmt eins og sést bezt á því, að í sumum lands- hlutum eru bændurnir vel efn- aðir og hafa það gott, en annars staðar alltaf á kafi í skuldasúp- unni, hvernig sem þeir strita. Það er áreiðanlegt að nýting á vélum í landbúnaðinum er víða hvergi nærri nógu góð. Það þarf að auka skipulagningu og nýt- ingu í þessari atvinnugrein, það er sú bezta hjálp sem hægt er að veita landbúnaðinum. Ef það væri gert hætti hann kannski að vera annað eins vandræðabarn fyrir þjóðina og hann er nú. Með þökk fyrir birtinguna. HES, Mömmu finnst þaö vera leikur að þvo með C-ll það er bæði ódýrt og gott segir hún tówteiÁt e^ttC bakteriueyðandi Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaönum ZETA Skúlagötu 61 sfmar 25440 25441 meö og án kappa fjölbreytt litaúrval 39. tbi. YliíAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.