Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 42

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 42
lega strax út af og barðizt við martröð megnið af nóttunni. Laugardagurinn byrjaði klukk- anan sex, þá hringdi vekjara- klukka systranna. Ég skil ekki ennþá hversvegna þær létu hana hringja svo snemma, því að þær gerðu ekkert nema að flækjast fyrri, missa allt mögulegt í gólf- ið og æða um, eins og taugaveikl- aðar leikkonur fyrir frumsýn- ingu. Dan sagði að ég væri í slæmu skapi, hann skyldi ekki hvaða ástæðu ég hefði til þess, svo fór hann út og ég hélt áfram að gera í stand, eins og ég væri í ákvæðisvinnu. Hann kom til baka með þrjár stórar flöskur af gosi, sagði að ég væri vön að kaupa of lítið, vegna þess að ég reiknaði aldrei út hve mikið þyrfti á mann. Þetta reið bagga- muninn. Ég er yfirleitt ekki grát- gjörn, en þetta þoldi ég ekki, ég hljóp fram í eldhús, skellti á eftir mér hurðinni og fór að gráta. Ég, sem fram að þessu hafði verið álitin greind og að- laðandi kona, búin að ala upp tvær yndislegar dætur, volandi vegna þess að maðurinn minn snupraði mig, einmitt nú, þegar ég var orðin taugaveikluð af þrældómi alla vikuna. Mér var lióst að ég væri ekki einu sinni fær um að setja sardínulús á brauðsneið, án þess að missa allt í gólfið. Ég var viss um að allt færi í handaskolum og að nábúarnir myndu gera að gamni sínu á minn kostnað til eilífðarnóns og þegar dætur mínar væru komnar á giftingaraldur. myndi enginn líta við þeim ,þeirra biði ekkert annað en að pipra. En svo sá ég að ekki þýddi að hugsa um þetta ranglæti, svo ég þurrkaði mér um augun, opnaði pakkann frá Nectar og Ambrosia og sendi heitar bænir til heilags Judasar, sem á að sjá aumur á fólki, sem er í vonlausum vand- ræðum. Systurnar fóru til Reynolds klukkan þrjú. Þær vildu fara þangáð á síðustu stundu og þeg- ar þær komu aftur klukkan sex, voru þær með höfuðklúta, svo ég gat ekki séð hvernig þær litu út. Þær flýttu sér upp á loft og lok- uðu að sér, einu sinni ennþá. Dan birtist í eldhúsdyrunum. — Ertu búin að tala við Isoldu? sagði hann. — Nei, það hefi ég ekki gert, öskraði ég. — í guðs bænum, gefðu mér tíma til að hugsa. Þegar klukkuna vantaði korter í sjö, fór ég upp og barði að dyr- um hjá telpunum. — Eruð þið ekki bráðum tilbúnar? Ég ætla að biðja ykkur að bera inn brauðfötin. Sue stakk höfðinu, sem ennþá var vafið klút, fram í gættina. — Við ætlum ekki að klæða okkur fyrr en á síðustu mínútu, þú gæt- ir slett einhverju á okkur og það gætum við ekki afborið. Þið get- ið séð okkur þegar við komum inn í dagstofuna. Við Dan hlýddum. Svo komu þær, Sue á undan, Isolde einu skrefi á eftir. — Tra-ra!sagði Sue og reigði sig og Isolda gerði slíkt hið sama. — O, nei! hópuðum við Dan samtimis og litum undan, en svo tókum við í okkur kjark og virt- um við þær fyrir okkur.... Þær höfðu báðar látið klippa síða hárið, sem var svo fallegt. Sue var næstum snoðklippt, en svo ljómandi vel. Hárið var eins og gljáandi hjálmur á kolli henn- ar og glettnissvipurinn naut sin svo vel að ég fékk sting í hjartað. — Ég sagði Reynoldo nákvæm- lega hvað ég vildi og hann var mér sammála, sagði Sue hreykin. Hún hafði á réttu að standa, þetta var stórkostleg breyting. Dan sat með galopinn munninn, eins og fiskur á þurru landi. — Þetta er ótrúlegt, þú ert einna líkust elskulegri, franskri söngkonu, ef ekki.. . — Miklu sniðugri, sagði Sue og þær flissuðu báðar glaðlega. Svo gekk Isolda fram. — Hvern lízt ykkur á mig? Ó, Isolda, elsku hjartans Isolda. Höfuðið á henni var eins og úfin flækja, eins og á brúðu. Það var ekki eins stutt og hárið á Sue, svo lokkarnir héngu fram á enn- ið og huldu fallega lagaða and- litið að mestu leyti. — Þú hefur þó ekki, — þetta er ekki permanent? Ég vissi allt- of vel að þetta var permanent. — Heyrðu elskan, maður á aldrei að fá sér permanent sama dag og maður ætlar í samkvæmi, það tekur hálfan mánuð að lagast eftir höfðinu ... ég þagnaði. Ég sá að ský dró fyrir augu hennar og að neðri vörin titraði. — Þetta er það allra nýjasta, einmitt það sem ég vildi.. . — Það er dásamlegt, sagði Dan og gaut augunum til min. Telpurnar báru brauðfötin inn, en ég hafði breitt raka klúta yfir þau. Sue horfði á fötin með tor- tryggni. — Megum við aðeins ..? — Ekki til að tala um Sue. ekki fyrr en fyrstu gestirnir hringja. Við vorum öll með hálfgert æði. Ég tók mig til og færði mannætuplöntuna yfir að öðrum vegg og borðið fannst mér fara betur fyrir aftan dyrnar. Dan horfði á stóra veggteppið og leit á Isoldu. — Nei, öskraði ég, þú hefir einu sinni hengt það skakkt upp, þú hættir ékki á slíkt núna. Svona nú stelpur, þið flýtið ykk- ur að ljúka við snyrtinguna. Við Dan vorum búin að hafa fataskipti, settumst í öllu púss- inu inn í stofu og biðum, rétt eins og aðrir taugaveiklaðir foreldr- ar, sem litu niður eftir kirkju- ganginum, án þess að nokkur brúðgumi væri sjáanlegur. Sue dansaði inn á undan. Hún hafði fengið sér flauelskjól, ein- falda vel sniðna flík og rauður liturinn gerði litarhátt hennar ennþá bjartari. Efnið var líka það þykkt að það huldi vel renglulegan líkama hennar en háir fótleggirnir nutu sín vel. Einhver bjánaleg tilfinning greip mig, mig langaði helzt til að gráta. Ég hafði aldrei látið mig dreyma um að Sue gæti orð- ið svona ljómandi falleg og að- laðandi. Dan blístraði og það var auðséð á svip hans að honum fannst engin ástæða til að hafa áhyggjur af henni. — Komdu nú, Isolda, kallaði hann glaðlega til dóttur sinnar, sem hann hafði aldrei haft áhyggjur af. Og aftur langaði mig til að gráta, en það var af annarri ástæðu. Hin yndislega Isolda min hlaut að hafa misst glóruna. Hún var klædd einhverri furðu- legri flík, chiffonkjól, sem allur var í pífum og rikkingum, með víðum, löngum ermum. Þetta var fallegur kjóll, en langt frá því að klæða hana, sem var frekar feit- lagin. Niður fyrir faldinn héngu einhver horn, eins og vasaklútar og skyggðu á fallega löguð hnén. Þetta og hárgreiðslan var, vægast sagt, hræðilega ósmekklegt. — Þetta er e... nokkuð ó- venjulegt, gat ég stunið upp. — Finnst þér það ekki, Dan? — Þið eruð ábyggileg glæsi- legustu stúlkurnar í borginni, sagði Dan. — Þið eruð stórkost- legar. Hann elti mig fram í eld- hús og var að rifna af stolti. Hann greip í handlegginn á mér. — Þú verður að muna eftir að stinga nokkrum orðum að Isoldu, gleymdu því ekki, Jane! Ég horfði undrandi á hann, ég trúði varla mínu meigin eyrum. Nú heyrðist í dyrabjöllunni. Telpurnar æptu. — Allir á sinn stað! Við rákumst hvert á annað í forstofunni, þar sem Isolda stóð fyrir framan stóra spegilinn og ýfði upp pífurnar á kjólnum sín- um og lokkana á höfði sér. Mig langaði til að segja eitthvað við Verðlistinn V/LAUGALÆK - SIMI 33755 Höfum ávallt glæsilegt úrval í kjólum og buxnasettum. Telpnakjólar st. 2—14. # Táningakjólar st. 34—40. * Tækisfæriskjólar og buxnasett st. 34-42. Frúarkjólar, síðdegis og kvöldkjólar st. 36—52. eesi TREVIRA mcd 85"/o bomuld Verðlistinn 42 VIKAN 39- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.