Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 9
an. Að meðaltali sóttu 45.980 áhorfendur heimalerki • liðsins keppnistímabilið 1968—69, en s.l. keppnistímabil voru þeir orðnir 49.531, eða aukning um 3551 áhorfenda að meðaltali á leik. Aðeins Manchester United átti meiri vinsældum að fagna en leiki þess félags sóttu að meðal- tali 50.005 áhorfendur s.l keppn- istímabil og voru þetta einu fé- lögin í Englandi sem fengu yfir eina milljón áhorfendur á heimaleiki sína í deildarkeppn- inni. Lið Everton er mjög jafnsterkt og hefur á að skipa mörgum enskum landsliðsmönnum. Má þar meðal annars nefna þá Gor- don West, markvörð, varnar- mennina Keith Newton, Tommy Wright, Brian Labone, Alan Ball, hinn frábæri leikmaður sem ým- ist leikur sem tengiliður eða framlínumaður. Þá hefur Colin Harvey leikið einn leik með enska A-landsliðinu, en sá leikur var ekki talinn formlegur. Trúlega hefur enginn leikmað- ur Everton lent í jafn erfiðri frumraun með aðalliðinu og Col- in Harvey. Hann var valinn í sinn fyrsta leik með því seinni leikinn gegn Inter, í Evrópubik- arkeppninni, sem minnst var á hér að framan, og var hann þá aðeins átján ára gamall. Colin Harvey var talinn mjög líklegur til að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu í síðustu heimsmeistarakeppni, en var þá svo óheppinn s.l. vetur að fá ein- hvern augnsjúkdóm, svo lengi vel leit út fyrir að hann missti sjónina og léki aldrei framar knattspyrnu. En læknum tókst að komast fyrir meinið og fékk Harvey sjón að fullu aftur, en hann hafði misst úr þýðingar- mikinn tíma og missti vegna þessa líklega af Mexicoför. Everton hefur gengið mjög iila á nýbyrjuðu keppnistímabili. Þegar þetta er skrifað hefur lið- ið leikið sex leiki. Gert þrjú jafn- tefli og tapað þrem leikjum. Tap- leikirnir voru fyrir Leeds (3—2) og Manchester United (2—0) á útivelli, en heima tapaði það fyr- ir Mancehester City (0—1). Ekki er ótrúlegt að þessi slæma byrj- un kosti það að eitthvað verði stokkað upp í liðinu nú, en þeir leikmenn liðsins sem kynntir eru á þessari opnu, eru þeir sem hafa verið taldir hvað öruggastir í liðið fram að þessu. íþróttabandalag Keflavíkur, eða Í.B.K., eins og það er nefnt öllu jafnan, er mjög ungt að ár- um. Það er stofnað árið 1956, en Framhald á bls. 48 HÓLMBERT FRIÐJÓNSSON, ÞJÁLFARI Áhorfendafjöldinn stórjókst hjá félaginu s.l. keppnistímabil, miðað við tímabilið næsta á und- í rúm fjörutíu ár hafa enskir knattspyrnumenn reynt að hnekkja einhverju glæsilegasta meti í sögu ensku knattspyrn- unnar og því sem eftirsókn- arverðast er að glíma við. Það er hinu ótrúlega markameti Will- iam Ralph Dean sem gekk undir nafninu Dixie Dean, en keppnis- tímabilið 1927—28 gerði hann alls sextíu mörk í þeim 39 leikjum er hann lék með félagi sínu Everton í I-deildarkeppninni. Enda þótt frægt enskt mán- aðarblað hafi heitið 1000 punda verðlaunum hverjum þeim leik- manni deildarliðanna sem slegið geti þetta met, virðist sem eng- um ætli að takast að hnekkja því. Ef litið er á skrá yfir mark- hæstu menn deildarkeppninnar, undanfarin tíu ár sést að mörk- unum fer ört fækkandi hjá þeim sem þennan titil hljóta, en hann lítur þannig út: 1961: Terry Bly, Petersborough, 52 mörk; 1962: Roger Hunt, Liverpool og B. Thomas, Newcastle, 41; 1963: Jimmy Greaves, Tottenham, 37; 1964- Hugh Mcllmoyle, Carlisle, 39: 1965: A. Jeffrey, Doncaster, 36; 1966: Kevin Hector, Brad- ford, 44; 1967: Ron Davies, Sout- hampton, 37; 1968: George Best. Manchester United, 28; 1969: Jimmy Greaves, Tottenham. 27 og 1970: Albert Kinsey, Wrex- ham, 27 mörk. Dixie Dean byrjaði sinn at- vinnumannsferil með Trammere Rovers og hafði leikið alls um 50 leiki með því félagi er hann var seldur til Everton í marz- mánuði 1925, þá átján ára gamall, fyrir 3000 sterlingspund. Fyrsti leikur hans með hinu nýja félagi var gegn Arsenal. Ekki virðist hann hafa gert neina lukku í þessum leik, því hann var strax settur úr aðalliðinu og lék um tíma með varaliði félagsins. í einum af leikjum sínum með varaliðinu gerði hann sjö mörk, þar af fimm með skalla og var þá ekki sökum að spyrja að hann var strax settur aftur í aðalliðið. Kraftur hans í uppstökkum var slikur að hann hafði yfirleitt bet- ur í skallaeinvígum gegn sér mun stærri mönnum og gerði mörg mörk þannig keppnistímabilið 1925—26, en þá gerði hann alls 32 mörk fyrir Everton. í júlí 1926, meiddist hann al- varlega í umferðarslysi á mótor- hjóli og var álitið að hans skeið væri á enda runnið. En hann var á öðru máli og af mikilli elju tókst honum að yfirstíga þessa erfiðleika. Næsta keppnistímabil (1926— 27) barðist Everton við fallið í aðra deild og kom það sér því vel fyrir félagið að hann lék Framhald á bls. 48 Dixie Dean (í hvítri skyrtu), sést hér í landsleik gegn írum í skallaeinvígi viS einn af varnarmönnum þeirra. Hami gerði 60 mörk í 39 deiUarleikium 39. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.