Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 21
Þetta er Flosagjá á Þingvöllum, þar sem þetta merkilega afrek VIKUNNAR var unnið í félagi við tvo „froskara“. var náttúrlega ekki nokkur möguleiki á að þú bjargaðir mér?). En málinu (og reyndar skegginu líka) var bjargað á þann hátt að hálí' dós af vase- líni var notuð til að bera í skeggið ræktarlega sem sumir hafa reyndar kallað, dólgslega mjög, glerk .... hýjung. Jæja, á endanum var allt klárt, og við skelltum okkur í vatnið. Eftir því sem sér- fræðingar halda fram, þá er lítið um það að vatn verði öllu kaldara en það sem er austur þar, og því reiknaði maður fastlega með því að stirðna um leið og maður kæmi í gjána, jafnvel þó bún- ingurinn ætti að hlífa eitt- hvað. En það var öðru nær. Fyrir kulda fann maður alls ékki — nema í andlitinu, þar sem búningurinn náði ekki að skýla. (Þar var manni alveg ískalt, og mér datt strax í hug veturinn sem ég var að vinna við spennistöðina upp við Geitháls. Þá fór maður með rútu upp eftir á morgnana, og hana þurfti að taka niður á Suðurlandsbraut. Þennan vet- ur var fádæma kuldi, og þeg- ar maður var búinn að labba í 15 mínútur niður á Suður- landsbraut, á móti 10 vind- stigum og 16 stiga frosti, átti maður ekki mikið eftir. Það var ekki fyrr en um hádegi að liægt var að bjóða góðan dag- inn). borðið er hlutur sem maður gleymir aldrei. Vatnið er krystaltært og maður er um- lukinn mystík. Eg ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þessu nánar. Þegar við komum upp aft- ur, tókum við eftir því að glampaði á eitthvað fyrir neð- an okkur. Sveinn hélt því fram að þetta væri bara göm- ul sardínudós, en Júlíus hélt nú ekki. Þetta væri sko „göll'* og ekki ósviknara en það sem væri í giftingarhringum. Og með það fór hann niður til að ná í þennan mikla fjársjóð. Júlíus Kemp kom upp með gamla niðursuðudós. Við skiptum um búninga í flýti, það er að segja ég og ljósmyndarinn, því hann þótt- ist vera búinn að mynda nóg á yfirborðinu. Við Sveinn höfðum myndað undir vfir- borðinu með „submarínar- kamerunni", en því miður iieppnuðust ekki nema þaar myndir sem við birtum hér Júlíus hafði ekki súrefniskúta á með- an hinir voru niðri, en hann fylgdist með öllu úr vatnsskorpunni. Sveinn smaug í gegnum vatnið og niður að botni en mér gekk ekki eins vel, sama hvernig ég barðist. Alltaf vildi bakhlutinn standa upp úr, og það var ekki fyrr en Júlíus hafði vafið utan um mig blý- belti að mér tókst að komast niður. Sveinn hafði sagt satt um fegurðina í gjánni. 1 þessum ævintýrah eim u m ] angar mann helzt að eiga heima. Að sitja á steini á 5—6 metra dýpi og horfa upp undir yfir- með þessum línum. Eftir að þeir Júlíus og Egill höfðu skoðað nægju sína, ákváðum við að tími væri kominn til að halda heim á leið, enda voru forvitnir ferða- menn farnir að gerast ískyggi- lega nærgöngulir. Rigningin gáraði vatnsflötin í Flosagjá — þar sem „göllið“ hans Júlí- usár bíður enn. ó.vald. 39. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.