Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 47
Ef þér bjargið... Framhald af bls. 33. — Við gerum allt til að leggja ekki líf barnsins í hættu. En Rocca er vopnaður skammbyssu. Þess utan hefur hann senni- lega kylfu líka. Ég get ekki sent menn mína í opinn dauðann. En nú verð ég að fara. — Leyfið mér að koma með! bað faðir drengsins, öskugrár í framan. Eins og þér viljið, svaraði Branca. Nokkrum mínútum síðar þutu lögreglu- bílarnir gegnum Florenz í áttina að Fie- sole.... Enrico Rocca tróð jafnt og þétt pedalana, upp og niður brekkur, framhjá vínekrum, ólífulundum, nær og nær takmarki sínu. Síðustu kílómetrana varð hann að leiða reiðhjólið upp bratta brekku. Og þar sem drengurinn átti erfitt með að fylgja hon- um eftir, bar hann hann á bakinu. hárlubba og dökk augu. Drenghnokka, sem fékk stundum að vera með pabba sínum, þegar hann fór á sjóinn. Drengurinn hans. Hann þrýsti Toni upp að sér. - - Má ég koma með þér? — Já, mín vegna. Hann lyfti drengnum upp á bak sitt, tók reiðhjólið við hina höndina og gekk niður brekkuna við ána, með löngum skrefum. Svo var hann kominn niður að árbakkan- um. Og þar stóð vegaskiltið sem vísaði til Vecchio. Hjarta Enricos sló hraðar. Loksins var hann kominn. Tvö hundruð milljónir! Hundrað og fimmtíu skref í beinan vinkil frá vegaskiltinu og þar næst tíu í vestur frá stóru trjánum. Allt í einu sleppti hann drengnum, lét hann renna niður á jörðina og tók til fót- anna, — en snarstanzaði rétt að segja strax. Þyrping stóru trjánna var horfin. Svæðið var afgirt og einmitt á þeim stað, sem hann hafði grafið töskuna, stóð hús, lítið, snoturt hús! Taugaáfallið lamaði heila hans og skynj- við drenginn? Hvernig kemst ég inn í hús- ið? Og hvað á ég að gera við eigendur húss- ins? Enrico Rocca gat ekki svarað þessum spurningum, sem þutu í gegnum huga hans. Hann leit á Tino og það var eins og drengur- inn skynjaði að einhver hætta var í aðsigi, því að hann vafði örmunum utan um En- rico og þrýsti sér fast að honum. Enrico snerti sem snöggvast hár drengs- ins. Svo greip hann skófluna með ákveðn- um svip og braut upp læsinguna á bílskúrn- um, eins hljóðlega og hann gat. f skúrnum stóð tveggja manna sportbíll. Hann dró Tino inn með sér, lokaði dyrun- um og kveikti ljósið. í einu horninu stóð bekkur og á honum ýmis verkfæri. Hann tók meitil og beygði hann með töng, svo hann varð í laginu eins og kúbein. Svo sagði hann: —• Við erum vinir, er það ekki? Drengurinn kinkaði ákaft höfðinu. — Bjargaði ég þér ekki frá barnaræningj- anum honum Carlo? Nýjar gerðir af skrifborðsstólum FramleiSandi: Stáliðjan, Kópavogi KrénlmsðöQn Hverfisgötu 82 Sími 21175 En hugsunin um peningana gerði honum létt um gang. Frelsið, framtíðin. . . . Þrátt fyrir taugaálagið og líkamsáreynsl- una, var hann sprækari en nokkru sinni fyrr. Og nú, þegar hann var svo nálægt takmarkinu, fannst honum hann geta unnt sér hvíldar. Þeir settust á rótarhniðju við ána. - Ég vil fara heim, sagði Tino. — Já, já, þú skalt komast heim, drengur minn. Ég vildi líka óska að þetta væri af- staðið. — En ég á ekki heima hér. Ég á heima í Via Garibaldi. — Ég veit það. En ég var búinn að segja þér að við verðum að taka á okkur krók. Svo Carlo nái ekki í þig. Eigum við að grafa fjársjóðinn upp? Alla peningana þína? — Já, alla peningana mína. Þá geturðu keypt þér flugvél og flogið til Afríku, sagði Tino og augu hans ljóm- uðu. -— Má ég ekki koma með þér? Enrico leit á drenginn. Og skyndilega fann hann fyrir einhverjum sársauka. Hann gat ekki gert sér grein fyrir hvað það var. Það var eins og verið væri að bora í hjarta hans. Hann greip sig í að hugsa um Otr-anto aftur. Fiskimann í vélbáti. Og konu, sem hélt húsinu snyrtilegu og fæddi börnin hans. Lít- inn strák, eins og hann þarna. Með svartan un. Það leið drjúg stund þangað til honum var fyllilega ljóst hvað hafði skeð. Húsið var þarna, það var staðreynd. En svo kom spurningin um hvort þeir, sem byggðu húsið, hefðu grafið niður að tösk- unni með milljónunum? Ef svo var, var hann búinn að tapa öllu. Þá gat hann rétt eins af- hent drenginn persónulega til Silva og farið í fangelsið aftur af frjálsum vilja. Hins vegar voru sjaldan grafnir kjallarar undir svona hús, svo það gat verið mögu- leiki á því að enginn hefði rekizt á töskuna. Þá gæti hann kannske komizt inn í húsið og brotið upp gólfið. Hann opnaði hliðið og gekk að húsinu, skreið á fjórum fótum kringum það og kann- aði grunninn. Það leit út fyrir að kjallari væri aðeins undir litlum hluta þess og það norðanmegin, fjarri staðnum þar sem taskan var grafin. — Hefurðu týnt einhverju? Tino hafði skriðið á eftir honum eins og lítill hvolpur. Uss! hann lagði höndina yfir munn drengsins og leit upp að glugga, þar sem ljós skein út á milli rimlatjalda. Hann skreið hljóðlega burt frá glugganum og Tino hermdi nákvæmlega eftir honum. Hann reis ekki upp fyrr en hann kom að bílskúrnum. Hvað á ég að gera nú? Hvað get ég geri — Jú. — Þú lofar þá að gera það sem ég segi þér. — Já, já: — Ágætt. Þá fer ég inn í húsið. Þú getur setið í bílnum. — Kemurðu ekki fljótt aftur? — Jú, það verður ekki löng bið. En hvað sem fyrir kemur, þá bíður þú hér. Skilurðu það? Drengurinn kinkaði kolli. Enrico var ljóst að líklega væri ekki auð- velt að brjóta upp aðaldyrnar, svo hann kom sér inn um kjallaraglugga. Þetta var lítil matargeymsla, með hillum sem voru fullar af flöskum og niðursuðu- dósum. Þar voru tvennar dyr, önnur hurðin var úr járni, og lá inn í kyndingarklefa. Hinar dyrnar voru læstar, en lykillinn stóð í skránni að utanverðu. Með hjálp kúbeins- ins gat hann snúið lyklinum og ýtt honum úr, en áður var hann búinn að stinga pappa- spjaldi undir hurðina. Lykillinn féll á pappa- spjaldið og hann dró hann varlega til sín, en lykillinn sat fastur. Þá reyndi hann að brjóta upp dyrnar með kúbeininu, en meit- illinn hrökk í sundur. Enrico fór nú að svitna. Hann sneri aftur til bílskúrsins. Framhald í næsta blaði. 39. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.