Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 16
Vinsælasta poppsöngkona í heimi er tvímælalaust Janis Joplin. Þessi grein gefur góða mynd af henni, vandamálum hennar og hugsunarhætti. í fyrrasumar, nánar tiltekið í 29. tbl., sem út kom 17. júlí, 1969, birtist grein um Janis Joplin, sem þá var að verða heimsfræg fyrir söng sinn, og var því haldið fram að engin hvít vera hefði getað eða gæti nokkru sinni, sungið blues jafn vel og Janis Joplin. Þrátt fyrir að lítið hafi heyrzt af Janis Joplin hér á landi á hún trygga aðdáendur, og nú er hún 27 ára gömul. Hún hefur sungið inn á 2 LP-plötur, sem báðar hafa veitt henni gullplötu, en það skeður eftir að selzt hafa 1.000.000 eintök. Fyrr á þessu ári var hún valin bezta poppsöngkona ársins í skoðanakönnun sem hið virta, bandaríska timarit PLAYBOY stendur fyrir árlega. Söngstíll hennar hefur verið kallaður „bláeyg soul-tónlist" og „rock-soul"; báðar skilgreiningarnar eru góðar, en ekki tæmandi. Eftir að maður hefur einu sinni heyrt hana gleymir maður henni ekki — þótt maður reyni. Janis Joplin hóf feril sinn með hljómsveit sem heitir „Big Brother and the Holding Company", og var það í upphafi blómatímabilsins í San Francisco fyrir 3—4 árum síðan. Nú er hún hætt að syngja með þeirri hljómsveit og er með sína eigin, sem kallast einfaldlega „Janis Joplin's band". Undanfarið hefur hún ferðast um Evrópu og komið fram fyrir þúsundir aðdáenda í London, París og Stokkhólmi. í desember sl., kom hún fram í Madison Square Garden í New York, og setti allt þar á annan endann. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn John Bowers fylgdist nýlega með henni á hljómleikum í Ann Arbor, Michigan, og víðar, og greinin sem hér fer á eftir er að mestu byggð á því sem Bowers hafði að segja um Janis Joplin. Frá Ann Arbor minnist hann þessa: Oll hljómsveitin — og Janis — eru í sama búningsherbergi: leikfimihússklefa, sem er mettaður gamalli svitalykt. Hún getur ekki verið kyrr. Hún situr öðru hvoru á bekk, en stendur upp þess á milli og sveiflar handleggjunum í kringum sig um leið og hún beygir sig fram ávið. Það gefur þeim sem fyrir aftan hana sitja ágætis útsýni yfir útlit nærhaldsins sem hún klæðist, því ytri buxurnar eru þröngar, úr svörtu silki. Það þarf sjálfsagt ekki að taka fram, að hún notar aldrei magabelti, og einu sinni lenti hún í miklum umræðum um hvort hún ætti ekki að sleppa því alveg að nota undirföt. Hún tapaði í þeim kappræðum, því hljómsveitarmeðlimirnir gátu fullvissað hana um að það væru mun meiri „sex- appeal" í því að sjá rendurnar af teygjunni í gegnum buxurnar, heldur en að sjá — ja, svo gott sem ekki neitt. Þegar hún hefur lokið við að hita sig upp, stekkur hún að viskíflöskunni sem var verið að koma með inn sérstaklega handa henni. Hún reynir árangurslaust að draga tappann upp með fingrunum, en notar tennurnar á endanum. Henni tekst að ná helmingnpm af honum upp, og verður svo að ýta hinum helmignum niður með herðatréskrók. Svo drekkur hú I stórum teygum, og hristir höfuðið ákaft á milli. „Heyrðu, J.J., ég ætla bara að biðja þig um að gera eitt fyrir mig í kvöld," segir John Cooke, um leið og hann kemur inn. Þegar þessir hljómleikar voru í Ann Arbor, var Cooke „road-manager" Joplin's. Hann er með Harvard-háskólapróf, og er sonur hins þekkta blaðamanns Alistair Cooke's. „Þegar þú ert komin þarna upp á svið," heldur hann áfram, „þá máttu alls ekki segja „motherfucker". Þú verður að gera þér Ijóst að fólk gerir skiljanlegt með orðum, og sumt fólk . . ." „Hey, hver djöfullinn er eiginlega að þér? Hvað ert þú að skipta þér af því hvað ég segi og hvað ég segi ekki? Mér er andskotans sama hver er þarna úti í salnum. Mín vegna geta þeir allir étið skít!" „Þetta er ríkisháskólinn hér í Michigan, J.J., og við segjum ekki „fuck" . . ." Hann hefur ekki lokið orðinu þegar tveir menn, prestkragaklæddir koma inn. Báðir eru úr rróttökunefndinni sem stjórn skólans hefur skipað, og þeir vilja fá að vita hvort skemmtikraftana vantar eitthvað. Annar er viðfeldinn, gráhærður maður, en hinn er með mikið hár, hrokkið, sem stendur í allar áttir, allt að 30 cm. Þegar Janis sér hann sýpur hún duglega á viskíflöskunni og hlær svo með öllum líkamanum. Fætur hennar ganga upp og niður og glampar á silfurlitaða skóna. Höufðið gengur fram og aftur, augun hringsnúast og hláturinn kemur beint upp úr maganum. Jafnvel nefið á henni virðist hreyfast sjálfstætt. Hlátur hennar er fullur af allskonar hlum og húum og jafnvel stórkallalegum ho- houm. Heh-heh-he, og allt í einu er hún hætt að hlæja. „Heyrðu, þú ert rosi, maður! Æðislegasti prestur sem ég hef séð' O, ég trúi þessu ekki!" Allt í einu skammast hún sín og forðast að horfast I augu við prestinn. Meðlimir hljómsveitarinnar skammast sín líka. Snookv Flowers, saxófónleikarinn, hættir I miðju kafi við að skipta um buxur, en um leið og þeir fara út, glennir Janis upp augun og spyr: „Hey, getur þessi gaur gert það? Það hlýtur að vera æðislegt að gera það með presti!" „Ef hann er episkópalíi, eins og ég held," segir John Cooke, „þá getur hann örugglega gert það og það mörgum sinnum." „Hííííííí — húúúúúú —haaaaaa — he he he!" „Ofsalegt, maður, outasite", segir Snooky. Hann tætir af sér buxurnar sem hann var- hálfnaður við að fara í, og fer I aðrar; grænar og glansandi flauelisbuxur, sem fara vel við maghonílitað hörund hans. Þð líður óðum að því að hljómleikarnir hefjist, og í hvert skipti sem dyrnar inn í leikfimisalinn eru opnaðar, heyrist mikill og þungur niður inn. Trommuleikarinn Roy þyrlar með kjuðunum á bekkinni og „Hugleiðslu-Terry", skeggjaði og síðhærði trompetleikarinn situr með lok- uð augu og andar á yoga-vísu. Sam Houston Andrew, sá eini sem fylgdi Janis frá „The Holding Company", hummar í takt við fábrotin grip sem hann tekur á gítarinn Janis situr eitt andartak en stendur upp á milli og hysjar upp um sig buxurnar. Hálf-fjarrænt rennir hún hendinni iður eftir hálsi og baki orgelleikarans. Það er Richard Kermode, sem virðist, vegna síðs hárs og skeggs, margfalt eldri en hann er; hann er tuttugu og tveggja ára. Hann svarar í sömu mynt, og starir út í loftið án þess að horfa á nokkuð sérstakt. Andrúmsloftið er þrungið spennu og enginn segir orð. „Ókey, byrujm!" skipar John Cooke, um leið og hann ryðst inn í búningsklefann enn á ný. „Allir út! Flýtið ykkur! Fljótur Richard, vertu ekki of seinn. Ut!" Þau troðast í gegnum verði og lögregluþjóna, eins og naut á leið í hri.nginn. Svo príla þau upp á sviðið, sem hefur verið sett upp sérstaklega fyrir þessa hljómleika. Aðeins örfá og dauf Ijós lýsa sviðið, en um leið og stúlkan í þröngu buxun'um með síða hárið birtist á meðal skugg- anna, fer allt í háaloft í salnum. „Þetta er hún! ÞARNA ER JANIS!" Hljóðfæraleikararnir blása og berja nokkra takta á meðan allir koma sér fyrir á sviðinu, og skyndilega er það baðað í fjólubláum Ijósum, en það er uppáhaldslitur Janis. Hljómsveitin hefur náð saman og er byrjuð. Janis stendur gleið á sviðinu, blæs hárið frá andlitinu með öðru munnvikinu og skekur sér til. Svo byrjar hún að syngja. Hátalararnir titra og sömuleiðis Janis og áheyrendur hennar. Eitt ungmennið stekkur upp á hliðarpall og byrjar að dansa og hreyfa sig í villtri tjéningu. Janis virðist eiga hvert bein í salnum. Hún syngur um vöntun og eymd. Framhald á bls. 47 16 VIKAN 39-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.